Nú þarf Orkustofnun að skoða sína stöðu

Það er nokkuð merkilegt að fyrir almenning, þá hefur það ekki svarað kostnaði að skipta um orkufyrirtæki, því maður er fastur hjá sínu dreififyrirtæki.  Það vill svo undarlega til, að mismunur á gjaldkrám fyrirtækjanna er nokkur örfá % (mest 8%), en þegar kemur að verðmun í dreifingu sem er í einokun orkufyrirtækisins þá er munurinn tugi prósenta, 36% í dag sem er næstum því fimmfaldur munur á orkuverði.  Auk þess er dreifing nærri 60 % af heildarrafmagnskostaði og fer hækkandi.

Verð á orkunni ætti að vera háð verði á virkjuninni og hversu hagkvæm hún er, og hvort búið er að afskrifa hana, en það er nú öðru nær, sumar eru nýjar varmaaflsvirkjanir aðrar eru gamlar vatnsaflsvirkjanir.   Það eina sem er sennilega sameiginlegt öllum orkufyrirtækjunum er gjaldskrá Landsvirkjunar.

Verðgrunnur dreifingar er aftur á móti allt annar, þar höfum við sambærilega launataxta um allt land við lagningu og viðhald dreifikerfisins.   Sama innkaupsverð á strengjum spennum og örðum búnaði hjá íslenskum byrjum.  Er nema von að maður spyrji sig, af hverju er svona mikill munur á dreifingaverði en enginn á söluverði.   Það er vonandi að Orkustofnunin geti útskýrt það hún á að sjá um framkvæmd Raforkulaga og beita stjórnvaldssektum ef svo ber undir.

Fyrir mér lítur þetta út sem fákeppni af bestu gerð, þar sem fyrirtækin hafa smá sýndarmun á orkuverðinu og bæta sér svo upp það sem á vantar með dreifingarverðinu.   Orkustofnunin virðist ekki hafa verið þeim til vandræða, og því fór sem fór að Orkuveita Reykjavíkur ákvað að hafa hækkunina nær eingöngu á dreifingunni.


mbl.is OR verður aldrei ódýrust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Þetta er rétt hjá þér. Þessar hækkanir hjá OV, eins og þær eru framkvæmdar nú, eru kolólöglegar. Samkvæmt raforkulögum þá gilda allt önnur lögmál við verðlagningu á raforkudreifingunni og svo á raforkusölunni. Fyrirtækin mega ekki niðurgreiða sölustarfsemina með því að hækka verðskrá dreifiveituhlutans., en það er einmitt það sem Orkuveitan er að gera núna.

 Þær gríðarlegu skuldir sem OR er að berjast við núna eru ekki til komnar vegna nýframkvæmda eða kostnaðarauka í einkaleyfisbundinni dreifingarstarsemi. Skuldirnar eru alfarið vegna virkjananna og þar af leiðandi vegna raforkuframleiðslunnar. Ef allt væri eðlilegt þá ætti því hækkunin alfarið að vera á raforkusölunni. Ef Orkustofnun bregst ekki við þessu þá er hún ekki að sinni sínu lögbundna hlutverki. Það er alveg ótrúlegt að þetta skuli ekki hafa komið fram í umræðunni ennþá.

Aðalsteinn Bjarnason, 30.8.2010 kl. 10:53

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Blessaður Aðalsteinn, það er nú svo með dreifikerfið, að það vex hægt og rólega og engin ástæða að stofna til lána vegna þessa. því er vandinn eingöngu vegna raforkuvinnslunnar, því mér segir svo hugur að heitavatnið frá Nesjavöllum anni ásamt Reykjum og holum í Reykjavík allri heitavatnsþörf Reykvíkinga.

Vonandi tekur Orkustofnunin (og vonandi Samkeppniseftirlitið) einnig á heitavatnssölunni

Í REGLUGERÐ um framkvæmd raforkulaga frá 25. nóv 2005.   II Kafla 9. málsgrein þar er lagt bann við að nota sérleyfisstarfsemi til að niðurgreiða samkeppnisvinnslu.  Þar er einnig tekið sérstaklega fram þegar sérleyfisstarfsemin er heitt vatn.   Skildi vera að Orkustofnun átti seig ekki á muninum á vinnslu og dreifingu, hafa þeir ekki lesið lögin né reglugerðina.   Enn sennilega hafa þeir aldrei verið spurðir og þeir ekkert verið að trufla önnum kafna stjórnendur þessara fyrirtækja.

Kristinn Sigurjónsson, 30.8.2010 kl. 11:28

3 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Blessaður. Samkvæmt lögum þá ber Orkufyrirtæki að tilkynna hækkanir til Orkustofnunar með 2 mánaða fyrirvara. Hækkun á gjaldskrá þeirrar starfsemi sem er einkaleyfisbundin (Dreifing raforku/vatnsveita) þarf að vera rökstudd og verðskráin þarf að endurspegla raunverulegan kostnað við starfsemina. Í þessu tilfelli er augljóst að hækkanirnar eru ekki í neinum takt við kostnaðarauka í rekstri dreifikerfisins. Ef Orkustofnun er starfi sínu vaxin sem eftirlitsaðili á þessu sviði, þá mun hún banna þessar hækkanir. Sjálfsagt mun Orkuveitan beita ýmsum bókhaldsbrellum til að sýna fram á að kostnaðaraukinn falli á dreifikerfið en ekki orkuframleiðsluna, en ef Orkustofnun sér ekki í gegnum slíkt þá er eitthvað undarlegt á seiði.

Ef Orkustofnun hleypir þessum hækkunum í gegn þá verður að kæra þann úrskurð.

Aðalsteinn Bjarnason, 30.8.2010 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1366

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband