Arkitekt þinglýsir lit á húsi

Í útvarpsþættinum hjá Sigurði G á Sögu 7. ágúst  hringdi Ingimundur og varði höfundarétt arkitekta mjög og nefndi annars vegar dæmi um hús sem vinur hans hafði teiknað og eigandinn hafði sett víravirki á.  Hann hafið samband við arkitektinn og viku seinna var víravirkið farið.    Hann nefndi annan sem lét þinglýsa litnum á húsinu.   Ég hélt ekki að einstrengingsháttur arkitekta gæti verið þvílíkur en hann hefur staðfest það.   Mun arkitektinn þá einnig skaffa litinn ef hann væri ekki framlengdur lengur.  Ég nefndii í bloggi mínu 1. ágúst sl. ýmis rök sem mæltu gegn því að höfundarétturinn ætti að ganga algjörlega yfir eignaréttinn.    Ingimundur nefndi að ekki mætti breyta málverki,  mér er mjög til efs að ég megi ekki breyta málverkum á mínum veggjum eða farga þeim, ég bara sel þau ekki sem verk upphaflegs höfundar, þótt þau væru betri eða verri á eftir.   Það sama á að gilda um húsbyggingar.   þegar ég kaupi teikningu af húsi, þá er ég ekki bara að kaupa útlit heldur líka úrfærslu á tæknilegum lausnum.   Höfundarétturinn ætti að takmarka rétt minn við að selja þetta hugverk, en ég ætti að geta gert hvað sem mér sýndist um þetta hugverk, jafnvel bæta tæknilegar úrfærslur á eigin húsi ef mér sýndist svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1366

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband