Verðtryggin eða hærri vextir

Það ríður ekki við einteyming umræðan um verðtrygginguna.  Guðmundur Ólafson hefur verið ötull málssvari verðtryggingar í þáttum Sigurðar á útvarpi Sögu á föstudögum milli kl 09 -11.   Svo hringja menn í Sigurð alla næstu vikur og úthúða verðtryggingunni.   Það kemur aldrei fram, að ef við höfum ekki verðtryggingu þá þarf að hafa vexti sem eru nokkru hærri en verðbólgan.   En það er mikill munur á því hvernig verðbætur og vextir eru meðhöndlaðir.    Í fréttatíma stöðvar 2 miðvikudaginn 6. ágúst tók steininn úr.   Þar var tekið dæmi um leikskólakennara sem tæki 20.000.000 íbúðarlán í 13,6 % verðbólgu  og sagt að verðbæturnar á þetta lán væru 2.720.000 og svo var haldið áfram að spinna með reiknisdæmið. sagt var að ef hún væri með 201.442 eftir skatt þá var fullyrt að hún væri 13,5 mánuði að greiða verðbæturnar þótt launin færu ekki í neitt nema það.    Það sem fréttamanninum láðist að segja var að verðtryggingin leggst við höfuðstólinn og ef afborgunin er greidd mánaðarlega í 40 ár, þá er hún 41.667 kr og eftir eitt ár þá hefur þessi upphæð hækkað um 5.667 kr  og það tekur hana aðeins 4,8 klukkustundir (172 vinnustundir í mánuðinum) af mánuðinum að vinna fyrir þessum verðbótum að því tilskyldu að launin hafi ekki hækkað á þessu ár.

Það sem almenningur áttar sig ekki á, er að þegar við höfum hagvöxt þá gildir það svona almennt að laun vaxa meira en kostaður.   Þegar einhver fær lán, þá er það ígildis verðmæta, t.d. kaffipakka.   Ef ég lána manni 8 pakka með 0,5 kg í hverjum, þá ætlast ég til þess að hann skili mér sömu verðmætum að lánstíma liðnum, auk bóta til mín, sökum þess að ég varð að drekka vatn á meðan hann drakk kaffi.   Ef kaffipakkinn rýrnar í 0,4 kg (þeir pakkar eru til) þá ætlast ég auðvitað til þess að fá 10 pakka til baka auk leigunnar.   (í Noregi minnkaði bjórglasið úr 0,5 lítrum í 0,4 lítra í stað þess að hækka verðið) Þetta kemur því ekkert við hvort það er metuppskera eða uppskerubrestur í Brasilíu.    Nú er það svo að erfitt er að miða við eina ákveðna vöru og því er vísitalan notuð sem tekur til flestra verðþátta í lífi okkar.   Í gömlu lánskjaravísitölunni vógu laun 70% beint eða óbeint, svo það mátti alveg segja að þar hafi maður verið að lána manni vinnustundir, og það þá ekki ætlast til þess að hann greiddi meira til baka þótt hann hafi fengi launaflokkahækkun.    Vegna þessa þráláta misskilnings, þar sem menn sjá ekki að ef menn taka lán t.d. til íbúðakaupa, þá sjá menn bara það sem lánið hækkaði, en alls ekki það sem íbúðin hækkaði og enn síður það sem launin hækkuðu.

visitolur_3    Ég hef því tekið saman á eitt graf vísitölu launa frá því þegar hún var sett 100 þann 1. Jan 1989 og framfærsluvísitölu (lánskjara) setta á 100 á sama tíma.
   Hér má sjá að til langs tíma þá hækka laun meira en lífskostnaður, þótt það komi fyrir yfir styttri tímabil eins og núna þar sem laun lækki (standi í stað) á meðan kostnaður hækkar (meira).   Á þessum tæpum 20 árum hafa laun hækkað að meðaltali rúm 32% meir en skuldin.    Því tala engir um þetta.

 Vextir eru alltaf greiddir upp í lok ársins og ef við setjum 13,6% vexti á húsnæðislán leiksskólakennarans þá hefði hún(hann) orðið að greiða 2.720.000 kr. bara vegna þessa og ætti þá eftir að greiða fyrir leiguna á peningnum (raunvexti ca 5%) og þótt öll hennar laun færu í það sem tæki yfir 13 mánuði þá væri áður en sá tími væri liðinn,  aftur fallnir á hana vextir, því þeir greiðast alltaf upp, (vextir og afborganir falla á 12 mánaða millibili).    Erlendis er til verðbótaálag á vexti sem hækkar heildar vextina sem nemur verðbólgu , en það er augljóst að það er ill framkvæmanlegt þegar verðbólga fer úr böndunum vegna þess hvernig vextir eru reiknaðir, greiðast allir upp eftir hvert lánsár, en leggjast ekki ofan á höfuðstólinn.   Skyldi fréttastofa Stöðvar 2 og Jón Magnússon hafa áttað sig á þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir mjög góð og fræðandi grein hjá þér um verðtrygginguna. Sannarlega orð í tíma töluð því það æpir hér hver vitleysuna upp eftir öðrum. Heldur fólk það virkilega að vextirnir lækkik ef verðtryggingin yrði afnuminn eða bönnuð. Nei ég hugsa að nettó þá myndu þeir frekar hækka hjá lántakendum. Vegna þess að bankarnir og lánastofnanirnar myndu alltaf hafa tvöfallt vaðið fyrir neðan sig eins og alltaf. Bæði með axlabönd og belti. Verðtryggingin er að mörgu stórsniðug uppfinning og við íslendingar að mörgu leyti öfundsverðir að hafa hana sem mæieiningu og svo er hún líka mælieining sem vegur verðmæti mjög nákvæmlega og af sanngirni og ætti því alls ekkert að vera til að bölvast yfir.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekki veit  ég hvernig þú finnur út að afborgun af 20.000.000 króna íbúðaláni sé krónur 41.667.  Hvar fær maður svoleiðis lán?

Auðun Gíslason, 13.8.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ef maður færi 20.000.000 til 40 ára þá greiðir maður í afborgun 1/40 á hverju ári sem er 500.000.   Þessi afborgun deilist svo á 12 mánuði sem gerir 500.000/12 =41.667.    Inni í þessu dæmi eru ekki vextir, en þeir eru af allri upphæðinni, þ.e.a.s. 20 miljónum og ef þeir eru 5% þá eru þeir 1.000.000 kr á ári. sem einnig deilast á 12 mánuði sem gerir 83.333.  sem er tvöfalt hærra en afborgunin.   Vextir eru nokkuð breytilegir og því tók ég ekki á því.    Þess ber að geta að flest langtíma húsnæðislán eru svokölluð jafngreiðslulán (annuett), þar sem heildargreiðsla vaxta og afborgunar er föst upphæð (verðtryggð) og þar sem vextir lækka með lækkandi höfuðstól, þá vex afborgunin og er hún því verulega lægri í upphafi lánstímans en verður hærri í lok tímans.   Vextir í þessum lánum alltaf greiddir upp eftir hvert lánsár eða lánsmánuð (tímabil á milli afborgana)

Kristinn Sigurjónsson, 13.8.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Svona í daglegu tali, þá tölum við almenningur um afborgun, sem þá upphæð sem greiða þarf á greiðsludögum lána.  Við, þessi sami almenningur erum ekkert að sundurliða þetta.  Það kæmi víst á margan, ef einhver segðist a kaffistofunni greiða 41.667 krónur í afborgun af 20.000.000 króna láni.  Ég héld þú sért að flækja þetta fyrir þér. Það er einfaldara að deila með 480 í höfuðstólinn.  Þannig er þetta nú gert hérna í veruleikanum.

Auðun Gíslason, 13.8.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband