Afstæðar vegalengdir í Heilbrigðisráðuneytinu

Það eru alveg ótrúleg rökin sem beitt er til að sannfæra almenning um að Landspítalinn eigi að gína yfir allri heilbrigðisþjónustu á stórhöfuðborgarsvæðinu (og seinna landsbyggðinni).

Fyrir nokkrum árum þegar heilbrigðisráðherra og Landspítalinn þurfti að sannfæra almenning um að Landspítalinn þyrfti að yfirtaka Fæðingarheimilið þá var það vegna þess að það væri of langt Þvert yfir Eiríksgötuna að Landspítalanum til að flytja konur í nauð.  Nú í gær var yfirlæknir fæðingardeildar Landspítalans (og heilbrigðisráðuneytisins) að sannfæra landsmenn um að Reykjanesbrautin endilöng frá Reykjanesbæ í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og hálfa Reykjavík að Landspítalanum væri ekkert of löng til að flytja fæðandi konur í nauð á Landsítalan.  Er vona að maður undrist yfir því hvað hafi breyst á þessum liðlega áratug sem er liðinn síðan Fæðingarheimilið var yfirtekið af Landspítalanum.   Hitt veit ég að hefur ekki breyst, er að Landspítalinn hefur aldrei þolað nokkra samkeppni við sig í þessu samfélagi. 

Reykjanesbær, Akranes og Selfoss hafa notið vaxandi vinsælda hjá fæðandi konum.   Bráðum mun það  sennilega verða styttra frá Akranesi í gegnum Hvalfjarðargönngin, Mosfellsbæ, alla Miklubrautina til Landspítalans en þvert yfir Eiríksgötuna

Það er heldur ekki undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur aldrei verið neitt gefinn fyrir samkeppni og því ekki að undra þótt lítið hafi breyst þegar þeir tóku við af framsókn í heilbrigðisráðuneytinu.

Ég vil að lokum benda á blogg mitt um þörf Landspítalans að yfirtaka allar heilbrigðisstofnanir á höfðaborgarsvæðinu í gegnum tíðina:    http://kristinnsig.blog.is/blog/kristinnsig/entry/763023/


mbl.is Langur fundur með ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1391

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband