Aflétta á trúnaði í bankamálinu en ekki hlerunarmálinu

Þegar Björn stóð frammi fyrir því að rannsaka átti hlerunarmálið, þá var ekki nokkur leið að aflétta trúnaði yfir þeim sem bjuggu yfir þeim.   Þar var þó ekki verið að aflétta persónulegum upplýsingum eins og talað er um núna, heldur hvort og hversu miklar hleranirnar hefðu verið, og hvort í öllum tilfellum hafi verið farið eftir lögum.   Öll málefnin sem um ræddi eru ekki nein trúnaðarmál lengur, að örðu leiti en að það hefði hugsanlega komið á daginn að menn hefðu tekið rangar og jafnvel ólöglegar ákvarðanir.

Vitaskuld er bankaleynd ekki bara mikilvæg, heldur MJÖG mikilvæg.  Ef hún hverfur, þá hverfur féð líka úr bönkunum.   Öflugustu bankarnir eru þar sem besta leyndin er.  Þessir bankar (Lux,Lichtenst og Sviss) hafa þó skuldbundið sit til að afhjúpa bankaleynd ef rökstuddur grunur er um alvarlegan glæp, en það þarf rökstuddan grun, en ekki venjulegt rabb ráðherra eða duttlunga leynilöggu (greiningardeild rannsóknarlögreglu) því allt svoleiðis fer úr böndum, þegar það er enginn sem gætir hagsmuna þess sem á að rannsaka (dómari sem gerir það án þess að viðkomandi veit af því).   Ef það er enginn sem gætir hagsmuna þess sem á að rannsaka, þá hliðrast viðmiðunin ósjálfrátt í tímans rás, eins og hún gerði með matið á hvað væri örugg fjárfesting.

Öflugur banki er sá sem hefur góða bankaleynd og öflugt bakland (varasjóð, gjaldeyrisvarasjóð) og þetta verður ekki tryggt, þá getum við gleymt því að eignast öfluga banka sem geta eflt fjárfrekar framkvæmdir á Íslandi eins og stóriðju, orkuframleiðslu,  flutningafyrirtæki (framtíðarinnar um norðleiðina)  og jafnvel olíuvinnslu á Drekasvæðinu

Íslendingar eiga nefnilega ótrúleg tækifæri í framtíðinni og þurfum því hvorki að ganga í Evrópusambandið, né taka upp evruna, bara spila rétt úr spilunum og hafa hemil á græðginni og huga frekar að örygginu.


mbl.is Bankaleyndin víki vegna rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bankaleynd er kannski minnsta vandamál sem við þurfum að gæta að þessa stundina. Verði ekki farið á trúverðugan hátt í uppgjör á þeim gjörningum sem eru að kosta fólk ævisparnaðnum verður enginn friður hér á landi. Verði þetta ekki gert af þinginu á trúverðugan hátt er hætt við að uppgjörið verði gert persónulega við fólk sem slúðursögur telji að hafi valdið einhverju í bankasvindlinu. Við búum á forstigum borgarastríðs í þessu landi og allt það sem getur orðið til þess að ná aftur sáttum í þessu samfélagi er til þess vinnandi.

Héðinn Björnsson, 14.11.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband