Er eitthvað annað eitthvað betra ?

Allir eru að leita skjóls í þessu gjörningaveðri sem nú gengur yfir efnahagslífið og horfa menn helst til Evrópubandalagsins (EU) og Evrunnar (€) í von að þar sé skjól.   Við þurfum ekki að fara til EU því þeir munu koma til okkar.   Ástæða þess að ég tel það vera hið mesta óráð að fara til EU eru.

  1. Íslend er mitt í miklum fiskveiðimiðum sem eru bæði gjöful og með hækkandi sjávarhita hafa nýjar tegundir komið inn, sem EU vill örugglega hafa hönd í bagga með, það verður tæpast samið um það, þótt samið verði um gamlar tegundir.  EU er nánast búið að rústa öllum sínum fiskimiðum.
  2. Ísland hefur mjög mikla orku.  Verðmæti og eftirspurn eftir henni mun örugglega aukast.
  3. Með hækkandi sjávarhita er Norður íshafsleiðin til Asíu að opnast.  Ísland er mitt á milli sterkustu efnahagskerfa heimsins, Norður-Ameríku,  (Norður) Evrópu og Asíu.   Það er auðlind sem er mjög verðmæt.
  4. Vatn er að verða munaðarvara um allan heim.  Íslendingar eiga stórkostleg tækifæri ekki bara við vatnsútflutning á flöskum eða í gámum heldur líka við framleiðslu á vatnsfrekum vörum eins og bjór.
  5. Byrjað er að vinna olíu norður af Noregi og fljótlega í Barentshafi.   Ísland verður kjörin staður fyrir olíuhreinsistöð sem um leið væri uppskipunarhöfn fyrir olíu sem dreifist svo um þessi mikilvægu efnahagssvæði.
  6. Ísland getur orðið miðstöð vöruumskipunar eins og Rotterdam var á síðustu öld.
  7. Ísland er miðju tímabelti vestast í Norður-Ameríku og Austur-Evrópu.   Sem gerir miðstöð gagnagrunna enn hagstæðari, en bara út frá ódýru rafmagni og kulda.  Hér er hægt að nýta tölvurnar nánast allar sólarhringinn og þannig ná miklu betri nýtni á tölvum.
  8. Sjálfstæði Grænlands mun sennilega aukast, þjónusta við þá mun sennilega líka aukast, bæði hvað varðar heilbrigðismál, öryggismál og tæknimál.   Þeir munu sennilega fara út í orkuframkvæmdir, því þeir munu hafa mikið af jökulám sem við höfum mikla reynslu í að virkja, þeir hafa sennilega líka jarðauðlindir eins og málma.  Það væri sennilega mikill fengur að fá þá inn í EFTA með okkur, Noregi og Lichenstein.
  9. Ef það finnst olía einhvern tímann í framtíðinni, þá mun hún ekki finnast innan Íslenska efnahagssvæðisins, heldur innan efnahasssæðis EU, ef við erum gegnin í EU.
  10. Við höfum EFTA samninginn við EU, en hann hverfur ef við förum í EU.   Ef við förum út, þá er mjög ólíklegt að við fáum hann aftur.

Allir þessir punktar eru í hendi nema punktur 9.  en það eru allar líkur á því að hann verði líka í hendi.

Þá er það spurningin hvort við eigum að taka upp evruna (€).   Vissulega eru sveiflur í gengi mjög bagalegar, og gengisfall mjög slæmt fyrir skuldara.   Það var marg varað við því að taka erlend lán ef viðkomandi væri með tekjur í Íkr.   Það var mjög vara við því að taka erlend lán þegar krónan var mjög sterk en viðskiptahalli samfellt neikvæður í áraraðir og erlendar skuldir orðnar 10-faldar þjóðartekjunnar.  En það hlustaði enginn.  Nú ætla ég ekki að mæla því mót að þeir sem lentu í þessum hremmingum verði fleytt yfir brimbrjótið sem nú gengur yfir, og reyndar mikilvægt að menn tapi ekki eigum sínum vegna þessa.

Aðalatvinnuvegur íslendinga er annað hvort tengdur útflutningi (sjávarútvegur, stóriðja, ferðaiðnaður, Actavis, Marel, Össur og svo fjölda annarra fyrirtækja, t.d. forritun ) og þjónustu og verslun.   Við erum ekki að framleiða neysluvörur eins og bíla, farsíma, heimilistæki.  Því stendur íslensk framleiðsla vel.   Rökin sem ég sem ég tel fyrir því að við eigum að halda krónunni.

  1. Tekjur útflutningafyrirtækjanna stóraukast svo þau geta eflst mjög
  2. Útflutningsfyrirtæki geta vegna mikilla tekna annað hvor aukið framleiðslu sína, eða keypt innlenda þjónustu eins og viðhald á fasteignum.
  3. Laun (ráðstöfunartekjur) lækka vegna hækkandi innflutningsverðs sem dregur úr innflutningi  bæði á vörum og þjónustu (ferðalögum erlendis)
  4. Vegna þessa þá verður atvinnuleysi mun minna en ella, þar sem innlend vara er svo miklu hagstæðari en erlend vara. Skildi ekki vera betra fyrir skipafélögin að hafa nú íslenskar áhafnir á íslenskum krónum..

Það er ljóst að fyrir þá sem hafa örugga vinnu, þá er evran hagstæðari, því þá hækkar ekki verðlag, en fyrir þann sem missir vinnuna er þessu öfugt farið.   Nú þegar atvinnuleysi er að aukast, þá fer það að verða svo að langflestir  annað hvort missa vinnuna eða þekkja einhvern sem hefur misst hana.  Þeir ættu að huga að því að þá er krónan betri en evran.

Það er mikill misskilningur að lönd sem hafa evru séu eitthvað betri, það hefur komið fram að atvinnuástand er mjög slæmt á Spáni, Ítalíu og víðar.   Peningamálin eru líka að hrynja, í Bretland, þýskalandi og jafnvel í Sviss, sem var bjargið í briminu.   Vissulega fara íslendingar verstir út, vegna þess að forráðamenn peningamála á íslandi voru í póker, en þeir hefðu líka farið illa út þótt þeir væru með evru og ekki er dollarinn mikið betri.

Það eru allar líkur á því að krónan styrkist mjög mikið með vormánuðum, þá er búið innleysa öll krónubréfin og ferðamanna iðnaðurinn að fara í hönd með miklum gjaldeyristekjum

Mun eitthvað annað verða eitthvað betra í framtíðinni ?  Er það ekki bara spurning að eyða ekki um efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir þessi skilmerkilegu skrif Kristinn. Ég held að ég sé á sömu nótum og þú.

Ágúst H Bjarnason, 27.11.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rökin fyrir því að fara ekki í EU er mjög skiljanleg og góð.

En: Tekjur útflutningafyrirtækjanna stóraukast svo þau geta eflst mjög.?

Fá þau ekki greitt í gjaldeyri og þau greiða fyrir aðföng í gjaldeyri af hverju gætu þau ekki greitt fyrir aðföng héðan og laun með sama gjaldeyri? Og sleppt við að selja og kaupa krónur. Lækkað alla kostnað því samsvara með minni um umsvifum hjá Ríki og Bönkum.

 Það geta allir reiknað út laun greidd í krónum hverju þau samsvara í Evrum.

Um þessar mundir eru laun um helmingi lægri í Evrum samanborið við sömu vinnu í Danmörku.

Júlíus Björnsson, 27.11.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Allt góðir punktar  en hér kemur einn í viðbót.

Við höfum undanfarin ár verið að ná táfestu í stækkandi mörkuðum A-Asíu þar sem við höfum stefnt að fríverslun en í þessum löndum eru risaháir tollar á fisk.  Ef við förum í ESB tapast þessir markaðir.

Sigurður Þórðarson, 11.12.2008 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband