Færsluflokkur: Menning og listir
7.8.2008 | 10:05
Arkitekt þinglýsir lit á húsi
Í útvarpsþættinum hjá Sigurði G á Sögu 7. ágúst hringdi Ingimundur og varði höfundarétt arkitekta mjög og nefndi annars vegar dæmi um hús sem vinur hans hafði teiknað og eigandinn hafði sett víravirki á. Hann hafið samband við arkitektinn og viku seinna var víravirkið farið. Hann nefndi annan sem lét þinglýsa litnum á húsinu. Ég hélt ekki að einstrengingsháttur arkitekta gæti verið þvílíkur en hann hefur staðfest það. Mun arkitektinn þá einnig skaffa litinn ef hann væri ekki framlengdur lengur. Ég nefndii í bloggi mínu 1. ágúst sl. ýmis rök sem mæltu gegn því að höfundarétturinn ætti að ganga algjörlega yfir eignaréttinn. Ingimundur nefndi að ekki mætti breyta málverki, mér er mjög til efs að ég megi ekki breyta málverkum á mínum veggjum eða farga þeim, ég bara sel þau ekki sem verk upphaflegs höfundar, þótt þau væru betri eða verri á eftir. Það sama á að gilda um húsbyggingar. þegar ég kaupi teikningu af húsi, þá er ég ekki bara að kaupa útlit heldur líka úrfærslu á tæknilegum lausnum. Höfundarétturinn ætti að takmarka rétt minn við að selja þetta hugverk, en ég ætti að geta gert hvað sem mér sýndist um þetta hugverk, jafnvel bæta tæknilegar úrfærslur á eigin húsi ef mér sýndist svo.
4.4.2008 | 08:05
Hannes, Laxness og dómurinn
Nú nýverið var Hannes Hólmsteinn dæmdur fyrir ritstuld á hugverki Halldórs Laxness. Almennt hefur ritstuldur verið talið þegar einhver tekur hugverk annars og gefur út í sýnu nafni og lætur líta út eins og hann hafi samið hugverkið og þiggur laun og fríðindi fyrir. Það gerði vesalings nemandi í Bandaríkjunum, hann teiknaði upp brandara eftir íslenskan höfund og birti í skólablaðinu sem sitt hugverk. Þegar upp komst var honum vikið úr skóla. Hannes var aftur á móti að skrifa bók um Halldór og reyndi að nota málfar og orðatilkæki Halldórs til þess að gefa bókinni anda Halldórs. Hannes var aldrei að gefa í skyn annað en að hér átti að bókin að endurspegla orðafar Halldórs. Hannes var aldrei að gefa í skyn að hann hafði fundið þetta upp hjá sjálfum sér án tengsla við bók um Halldór. Hér er tvennt ólíku að jafna. Mér þykir dómur hæstaréttar líkjast því að hef húseigandi málar hús sitt sömu litum og nágranninn, þá sé hann að stela hugverki hönnuðar á nágrannahúsinu því að úr fjarlægð þá lítur það svipað út. Það er rétt að dómur hæstaréttar er bara álit nokkurra manna sem oftar en ekki hefur verið algjörlega á skjön við þorra þjóðarinnar og í þessu tilfelli sem oftar á skjön við mína skoðun. Enda hæstiréttur handplokkaður af framkvæmdavaldinu til að framlengja sitt vald. Vona að álit þjóðamarinnar sé lítið á hæstaréttardómi. En upphaf þessara skrifa var að Guðný dóttir Halldórs taldi í fréttaviðtali fimmtudaginn 3. april að reka ætti Hannes úr Háskólanum eins og téðan nemanda. Hér endurspeglast skoðun Guðnýjar á Hannesi sem svo margra, sem hafa af einhverjum óskiljanlegum ástæðum talið Hannesi allt til foráttu og hefnigirni og andúð endurspeglar orð hennar frekar enn rökvísi. Þar sem hún vitnar þarna til refsigleði bandaríkjamanna, þá væri gaman að vita hvort hún vildi dæma menn í 25 ára fangelsi fyrir 3. afbrot, óháð alvarleika afbrotsins. Umræddur nemandi fékk ekki aðra refsingu, hann stal hugverkinu og lét eins og hann hefði samið það, en hvorugt átti við um Hannes, hann er búinn að fá sína refsingu og á hún að duga, Brottrekktur úr starfi er miklu alvarlegri, en brottrekstur úr námi og afglöpin eru ólík. Ef Guðný veit það ekki, þá er það einn af hornsteinum samfélaga að refsing er aðeins á höndum dómstóla.
Í framhaldi þessa vil ég benda á Egils (Silfur Egils)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar