6.1.2010 | 13:57
Forsetinn gerði það sem honum bar að gera samkvæmt stjórnarskránni
Tilgangur málskotsréttarins er að þjóðin geti stöðvar þingið, ef það er greinilega að fara þvert á vilja þjóðarinnar. Það á ekki að vera háð því hvort forsetinn er með eða á móti málinu. Þá er gæti forsetinn bara verið framlenging á löggjafarvaldinu, en ekki sjálfstæður. Eins og staðan er núna, þá er gríðarlegur fjöldi sem hefur skrifað undir InDefence söfnunina og venjulega skoðanakönnun hefur bent til þess að almenningur vilji ekki samþykkja ICESAVE málið. Í ljósi þess þá bar honum að skjóta málinu til þjóðarinnar. Nú er ég samþykkur ICSAVE málinu og vil beina gagnrýni minni að þeim sem skrifuðu undir InDefencesöfnunina. Nú þegar atvinnuástand er slæmt, þá ríður meira á að við samþykkjum lögin og komumst á sátt við erlendar þjóðir og banka. Fyrr verða engar stórframkvæmdir á Íslandi. Lánshæfismatið er hrunið og erlend ríki og bankar vantreysta íslendingum. Helguvíkurálverið og orkuframkvæmdir tengdar því fara ekki í gang fyrr en búið verður að samþykkja lögin. Gagnaverið var að stöðvast (af öðrum ástæðum) og það er hætta á því að þeir dragi lappirnar við gagnsetningu þess, sérstaklega þegar orkuöflun er óviss. Þetta eru framkvæmdir sem eru byrjaðar og geta skapað mjög mörgum vinnu NÚNA, en nú fer það á ís í 2-4 mánuði vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og verður i frosti ef lögin verða feld. Sökin er þeirra sem skrifuðu undir hjá InDefence en ekki forsetanum
ESB metur Icesave-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er furðulegur málflutningur að ásaka þá sem hvöttu til að meingölluðum og illa unnum samningi yrði vísað til þjóðarinnar. Stórframkvæmdir fara auðvitað í gang sé eitthvert vit í þeim enda er nægt lánsfé til á innanlandsmarkaði. Það er hins vegar ekki að sjá að sérlega mikið vit sé í framkvæmdum þegar forsendur þeirra eru fyrst og fremst stórfelldir ríkisstyrkir.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2010 kl. 14:10
Nú ætla ég ekki að ræða það hvort lögin séu illa unnin eða ekki. En framkvæmdir fara ekki í gang nema fjármögnun þeirra sé frágengin. Það gilti um aðgang að lánsfé að hann var mjög takmarkaður fyrir opinberar stofnanir og algjörlega lokaður fyrir stór og smá einkafyrirtæki. Nú verða dyr læstar verða nú áfram læstar um sinn.
Kristinn Sigurjónsson, 6.1.2010 kl. 14:17
Þegar yfirstéttinn lærði hér grísku og latínu 14 tíma á dag á öldum saman þá vissu allir hvað vedo réttur stóð fyrir. Einn að frá almenningi er allt komið í vestrænum lýðræðisríkum. Það má segja sem svo að dómarar ættu að vera kosnir/ valdir líka af almenningi líka í sína þágu.
Valdið er frá, fyrir og vegna almennings. Þetta ættu allir sem kalla sitt stjórnsýsluhæfa að vita en ekki koma upp um vanþekkingu sínu.
Ef Íslendingar væru með handstýrt gengi væri nóg fé til í innlands framkvæmdir. Við getum fjárfest í okkur sjálfum og sleppt alþjóða millifærslukostnaði: í ljósi hryllilegrar reynslu. Það er ekkert hagstætt að skipast á verkum við EU þegar upp er staðið. Fyrir minnst 70% þjóðarinnar.
Í kreppunum hér áður fyrr var ekkert EU regluverk eða alþjóða brask þátttaka að eyðileggja fyrir.
Það er bara verið að þrengja að almenningi og jafnvel fækka honum til langframa til að skapa gjaldeyrisafgang án þess að hækka verð hráefnisútflutnings til EU í pundum og evrum. Það er samkeppni um að græða milli ríkja EU.
Júlíus Björnsson, 7.1.2010 kl. 06:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.