Nú þarf Svandís Svavars að passa upp á ferðamenn við hveri

Nú þegar Svandís umhverfisráðherra er búinn að herða reglur um mengun H2S, þá þarf að ganga þannig frá svæðum umhverfis hverasvæði og önnur náttúrusvæði að ferðamenn "fari sér ekki að voða" við hverasvæði eða önnur hitasvæði landsins.   Þetta verður að gerast annað hvort með því að banna þeim aðkomu eða útdeila gasgrímum áður en þeir hætta sér of nærri svæðinu.   Nú þarf að setja upp neyðaráætlun til að rýma allt suðurlandið ef Katla fer að gjósa.

Vitleysan  og vandræðin í kringum þessa konur taka engan enda


mbl.is Hertar reglur vegna aukins styrks brennisteinsvetnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Ég geri semsagt ráð fyrir að í þinni fjölskyldu séu engir astmasjúklingar sem búa í úthverfum höfuðborgarsvæðisins og hafa þurft að leita læknisaðstoðar þegar brennisteinsvetnismengunin hefir farið yfir velsæmismörk?

Gott hjá þér - en það eru ekki allir svo heppnir.

Púkinn, 22.6.2010 kl. 12:56

2 identicon

Auðveldlega er hægt að eyða brennisteinsvetninu úr útblæstri jarðgufuvikjana eins og skylda er að gera í öllum iðnaði í Evrópu og Norður Ameríku (reyndar líka hægt að kaupa losunarkvóta í USA). Eina vandamálið er að það kostar peninga, sem íslensk orkufyrirtæki virðast ekki vera tilbúin til að bæta ofan á raforkuverðið.

Iðntækistofnun og síðar Nýsköpunarmiðstöð hafa þekkingu á þessu sviði. Mastersverkefni verkfræðingsins Kristínar Völu Matthísasdóttur við Lundar háskóla í Svíþjóð fjallaði um hvernig væri hægt að hreinsa brennisteinsvetni úr Nesjavallavirkjun.

Geir Guðmundssson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 13:15

3 identicon

Fyrir áhugasama, þá er hægt að finna vísindagrein eftir Kristínu Völu Matthíasdóttur á vefnum. Þar kemst hún að því að með nýjustu hreinsunaraðferðinni á Nesjavöllum fengist verðmætt vetni sem hægt væri að nota í iðnaði eða á bíla. Sama gildir væntanlega líka um Hellisheiðarvirkjun.

Miðað við hennar forsendur gæfi fjárfestingin í hreinsun arð upp á 60 millj. ISK, sem gæti kannski verið notað til að minnka annað tap OR.

http://www.chemeng.lth.se/exjobb/E251.pdf

Geir Guðmundssson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 13:28

4 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Það er alveg rétt hjá púkanum að fyrir þá sem þjást af öndunarfærasjúkdóma, þá getur H2S verið vandamál, án þess að ég viti hvor það valda asmaköstum frekar en annað, þetta er ekki svifryk, heldur efni sem er mjög víða í kringum okkur eins og í þarmagasi og er almennt ekki talið hættulegt sökum þess hver lyktsterkt það er.   Það er þó eitrað og þegar menn hætta að finna lyktina, þá eru loftþéttleiki þess orðinn hættulegur.    Það sem ég er að gagnrýna er að Svandís setur mörkin 1/3 af því sem sett eru af Evrópubandalaginu þar sem þéttleiki iðnaðarfyrirtækja og fólks er miklu meiri.    Lofthreinsun þar er miklu minni ef við höfum af hafinu í kringum okkur og því enn minni ástæða til að vera með lægri mörk en Evrópubandalagið.   þetta er bara ein leið Svandísar til að setja stein í götu stóriðju og orkufyrirtækja og ekkert annað.

Kristinn Sigurjónsson, 22.6.2010 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband