12.8.2010 | 10:03
Stormur í glösum fjölmiðla vegna lögfræðiálits
Nú blæs mikið fárviðri í fjölmiðlum og umræðum um lögfræðiálit Seðlabankans um hugsanlegt lögmæti gjaldeyrislána. Nú er það svo að það hafa mörg lögfræðiálit fallið um þessi mál og tveir héraðsdómar sem féllu á sitthvorn veginn. Lögfræðiálit er enginn dómur, auk þess var það stofa úti í bæ sem vann það og það hefur nú annað eins komið frá lögfræðistofum úti í bæ.
Hafa menn velt því fyrir sér ef Seðlabankinn eða viðskipta-/forsætisráðuneytin hefðu birt álitið, en dómur fallið á annan veg, þótt ekki væri nema að hluta til, að einhver lán væru ólögleg en önnur lögleg.
Hæstaréttadómar hafa oft fallið á ótrúlegan veg, að mati leikmanns, og getur það m.a. stafað af því að oft liggja undir ástæður sem ekki koma fram í almennum fréttaumræðu, stundum eru ákvæði í öðrum lögum sem breyta niðurstöðunni og stundum hafa almenn viðhorf að því sem virðist haft áhrif. Enda er hæstaréttadómur bara álit 5 lögfræðinga og 1-2 sérfræðinga (meðdómarar)
Í þessu máli var það skoðun allra sem lánin tóku að þeir voru að taka erlend lán og ætluðu að greiða erlendu lánin. Þegar forsendu brustu með falli krónunnar, þá vildu menn ekki standa við þetta. Hefði Hæstiréttur ekki geta tekið tillit til þessa. Það var alltaf litið á þessi eignasöfn bankana sem eignasöfn erlendis.
Opinberar stofnanir geta aldrei birt lögfræðiálit, því ef dómur fellur ekki eins, þá gæti almenningur farið mjög illa, ef þeir breyta hegðun sinni eftir álitinu, t.d. neitað að greiða og svo fá dráttarvexti, fjárnám o.s.frv. Þá væri skaðinn enn meiri, þótt núna hefði það orðið öðruvísi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í lögum um 1982 var hugtakið verðtrygging tengt innlendri opinberri mælingu á heildar neysluverðlagi : það er neysluvísitölu.
Þetta þarf ekki lögfræðing til að skilja. Hinsvegar að blekkja Íslenska neytendur með því að gengistrygging jafngildi verðtryggingu og sé jafnvel betri sem mér árin 2005 til 2007 algjör glæpur.
Lögfræðimerkingar á orðum í lögum annarra þjóða geta hafa allt aðrar merkingar í daglegu máli. Hinsvegar Eru það lögin sjálf sem skilgreina merkingu sina sértæku merkinga. Lögin 1982 eru það almenn og skýr að þau eru ekki spurning um lögfræði álit nema að mati þeirra sem eru ekki læsir.
Júlíus Björnsson, 15.8.2010 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.