4.7.2008 | 20:03
Undirlægjuháttur og ofbeldishneigð yfirvalda
Í máli vesalings Kenýamannsins Paul Ramses, endurspeglast betur en nokkuð annað, annars vegar ofríki ríkisvaldsins gagnvart venjulegum þegnum, hvort sem það er þessa eða annars lands þegnar og hins vegar undirlægjuhátt gagnvart þjóðhöfðingjum og ríkisstjórnum. Þar má nefna Falon Gong sem toppaði hvort tveggja, undirlægjuhátt gagnvart kínverskum stjórnvöldum og þeirrar þjóðhöfðingjum og ofbeldi gagnvar Falon Gong friðarsinnum á borð við Tíbetbúa. Hvað svo rammt að því að umboðsmaður Alþingis gaf stjórnvöldum ofanígjöf vegna þessa, en þeir komast upp með allt og sinna ekki svona átölum. Mugabe „forseti“ Zimbawe er nú byrjaður að ofsækja sína stjórnarandstæðinga eins og Rames var ofsóttur í Kenýa. Hvað skyldu nú íslensk eða önnur stjórnvöld gera, jú fordæma þetta og síðan ekkert meira. Hann veit að hann kemst upp með allt og gerir það sem honum sýnist, hann þarf hvorki að hafa áhyggjur af íslenskum né öðrum stjórnvöldum, og ekki heldur þótt Ísland komist í öryggisráðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.7.2008 kl. 00:05 | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1524
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.