10.7.2008 | 19:52
Paul Ramses ætti að læra á bobbsleða
Það væri ekki svo vitlaust að Paul Ramses lærði á bobbsleða og keppti fyrir íslands hönd á ólympíuleikunum. Það hefur yfirleitt ekki verið vandi fyrir íþróttafélög að fá dvalarleyfi fyrir íþróttamenn. Að mínu áliti hafa þeir þjóðinni að engu gagni og aðeins verið til trafala, þar sem meiri hætta er á að íþróttir sjónvarpstöðvanna gangi yfir hefðbundnar dagskrár. Fræg er bíómynd (og kannski saga) þegar Jamaíka fór að keppa í bobbsleða íþróttinni. Þar sem við höfum ekki keppnislið í þessari grein, þá gæti Paul Ramses leitt þennan hóp og fengið um leið dvalarleyfi á Íslandi. Það á að gæta sama jafnræðis fyrir hann og þá íþróttamenn sem hingað hafa komið, annað hvort verði honum leyft að vera á landinu eða þeim vísað úr landi.
Það var reyndar skrítið að ég reyndi nokkuð að finna á netinu undirskriftalistann til stuðnings dvalarleyfi hans og mér var fyrirmunað að finna hann. Slóð hans kom hvergi fyrir í fréttum né á leitarvél Google.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:57 | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.