9.8.2008 | 14:08
Dómsréttlæti Björns dómsmálaráðherra
Það er einn af hornsteinum nútíma réttarríkis, er aðgreining löggjafavalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Það er alveg ótrúlega erfitt að halda þessu aðgreindu, löggjafavaldið er alltaf að skipta sér að framkvæmdavaldinu, en það sem er sýnu verra er að framkvæmdavaldið er alltaf að skipta sér að dómsvaldinu, og þannig lengja sitt framkvæmdavald út fyrir sitt svið Það er gömul og ný saga að framkvæmdavaldið (dómsmálaráðherra, lesist Björn Bjarnason) handvelji dómara. Þetta er órtúlega mikilvægt fyrir framkvæmdavaldið, þegar þeir fara að úthluta vinum sínum lífsins gæðum á kostað þjóðarinnar. Hér hafa kvótamálin varðað þessa leið framkvæmdavaldsins alla leið til Brussel. Nú hafa mörg mál fallið framkvæmdamálinu í vil varðandi kvótamálið. Mér er minnisstæt að fyrir all löngu var mál sem kallaðist Valdimars málið að mig minnir, og niður staðan í því var að allir væri jafnir fyrir lögum en útvaldir voru bara jafnari. Einn mætur lögfræðingur skrifaði bók um hlutdrægni hæstaréttar, og framkvæmdavaldis valdi hann þá í hæstarétt (Jón Steinar) Til þess að tryggja enn betur hlutdræg völd framkvæmdavaldsins, þá vill Björn nú auka völd lögreglunnar, þar ber hæst möguleikar njósnadeildarinnar (lesist greiningadeild) til að hlera síma án þess að spyrja kóng eða prest, bara Björn Bjarnason eins og þeir spurðu áður Bjarna(son). Það er alveg ótrúlegt hvað þessum manni dettur í hug að ganga á friðhelgi einstaklingsins. Í dag er það dómari sem metur þörfina og vegna eðli málsins þá er ekki hægt að hlusta á sjónarmið þess sem á að hlera. Því er það mjög mikilvægt að einhver gæti hagsmunar hans, og til þess er dómarinn. Lögreglan þarf alltaf að rökstyðja og verja sín sjónarmið. Þegar þeir þurfa þess ekki, þá fer þetta í þann farveg að grensurnar færast og það mjög hratt. Þessa dagana er verið að afhjúpa hvernig hleranir voru misnotaðar hér á árum áður, bæði hérlendis og erlendis. Þetta gerðist þrátt fyrir að dómarar áttu áð verja rétt þess sem var hleraður. Það er ekki að sjá að dómarar hafi verði mikill tálmi í því, því þetta fór út í það að ekki bara hlera stjórnarastæðinga, heldur líka ungt fólk með hlutverk. Í gamla voru þetta vinstri menn, andstæðingar Víetnamstríðsins en núna eru þetta umhverfissinnar og friðarsinnar. Það nýjasta í þessu máli er spurningin um það hvort lögreglan eigi að útskurða með nálgunarbann. Nú ætla ég ekki að taka afstöðu til nýfallins dóms, en þar voru nokkur sjónarmið á ferðinni því dómurinn var klofinn, og ég er ekki viss um að menn geri sér grein fyrir því að þetta var ekki refsing mansins fyrir það grófa ofbeldi sem hann framdi, heldur var verið að skerða frelsi hans til fara um bæinn, sennilega eftir að hann hafi verið búinn að taka út sína refsingu. Það er svo allt annað mál að refsingar eru almennt allt of lágar, bæði í kynferðis- og ofbeldisafbrotum og þar kemur til kasta löggjafavaldsins en hvorki dóms- né framkvæmdavaldsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.