23.10.2008 | 10:49
Lægstu stýrivextir í heimi ?
Nú er verðbólgan að nálgast 20% og þá greip seðlabankinn, vegna þrýstings frá vel flestum í landinu, til þess ráðs að lækka stýrivexti í 12%. Enginn talar um það að þetta eru með lægstu vöxtum í heiminum miðað við verðbólgu. Nú er verið að brenna upp sparifé og lausafé. Er von að illa sé komið fyrir þjóðinni, þegar svona stefna er viðhöfð. Ætli ég og aðrir sem tilheyra pupilnum geti fengið fé á þessum vöxtum.
Það er auðveld leið úr þessu og hún er að leyfa verðtryggingu á öllum lánsviðskiptum sem eru yfir lengri tíma en mánuður. Þá þarf ekki svona háa nafnvexti, og ef menn vilja ekki verðtryggingu, þá velja menn bara nafnvexti. Þannig væri hægt að verja sparifé sem er samfélaginu nauðsynlegra nú en nokkrum sinnum fyrr.
Það á að vera algjört frelsi um það hvort menn vilja verðtryggingu eða ekki, en ekki miðstýring að ofan eins og Jón Magnússon berst fyrir. Var hann og er hann ekki í Frjálslindaflokknum.
Spá yfir 20% verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll, hvernig er verið að brenna upp fé þó að vextir séu 15% og verðbólga 15-20% 1 árið og vextir í fyrra voru 15% og verðbólga 5%, þetta er bara vitleysa í þér.
Stefnan er fín, vextir eru hækkaðir til að stemma stigu við verðbólgu með því að styrkja gengið og í þeirri von að ríkisstjórnin setji skinsöm fjárlög og skili miklum afgangi, þetta gerðist ekki.
Kannski við ættum að fara að hætta með verðtrygginguna, hefði átt að gerast þegar nóg var að lánsfé 100% lán og 4,15%, þá hefði átt að hætta með verðtrygginguna. Hefði jafnvel fengið banka til að hugsa sig2svar um áður en þeir voru að moka út þessum fé. Vandamálið við afnám verðtryggingar núna er að þá vill engin lána og ástandið verður eins og 1995 þar sem engin fékk lán.
Vextir þurfa líka að vera háir hér svo að einhver vilji lána okkur, svo að íslenskur almenningur vilji ekki bara spara í Evru. Þá verður ekkert lánsfjármagn
PS. stýrivextir eru 12%ekki 13%
Johnny Bravo, 23.10.2008 kl. 11:02
Eigum við bara ekki að fella niður skuldirnar á þá sem tóku þátt í góðærinu (sem féllst aðalega í því að auðvelt var að fá lán og skuldsetja sig duglega ) og þurrka upp inneignir þeirra forsjálu sem lögðu fyrir. Er sammála fyrri ræðumanni, hvort sem svo stýrivextirnir eru 12 eða 13%.
Smári Sigurjónsson, 23.10.2008 kl. 11:20
Ef vextir eru lægri en verðbólga þá brennur féð upp, Ef verðbólga er 20% en vextir 12%. þá rýrnað það um ca 8% á ári (6,7%) Ef ég lána þér 400 kr. til að kaupa kaffipakka þá kostar hann 480 kr. eftir ár, og er eitthvað óeðlilegt að ég fái að minnsta kosti til baka verð kaffipakkans, eða bara kaffipakka. en með 12 vöxtum fæ ég bara 448 kr til baka sem er aðeins 93,3 % af verði pakkans (6,7 minna). Nei ég held að ég vilji ekki lána þér fyrir kaffi, heldur fæ mér bara sjálfur kaffi núna.
Kristinn Sigurjónsson, 23.10.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.