26.10.2008 | 16:15
Gott silfur Egils er gulli betra
Þátturinn Silfur Egils í dag (26.okt.2008) var hreint frábær. Var gaman að heyra gáfufólkið rökræða ástandið og í fyrsta hlutanum þótt mér Gylfi formann ASÍ og Edda Rós tala af mikilli rósemi og án sleggjudóma
Næst koma Guðmundur Magnússon og var kynnt þar nýútkomna bók (Nýja Íslanda, listin að tína sjálfum sér) sem hann skrifaði og var hans þáttur mjög góður.
Rúsínan í pylsuendanum varviðtal við Jóhannes Björn sem heldur úti vefsíðunni vald.org Þar sem hann varar við þróuninni.
Ég held að mér sé óhætt að segja að þetta hafi verið einn besta silfur Egils og hvet alla að sjá þegar það verður endurtekið í kvöld. Raunar ætti að vera skylduáhorf á þáttinn.
Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það skrýtið með menn eins og Guðmund Magnússon sem hefur tekið eftir því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur færst til öfgafullrar frjálshyggjustefnu á síðustu árum, en samt haldið áfram að kjósa þetta glæpahyski. Það er sorglegt að upp undir 30% landsmanna skuli enn styðja þessa menn sem hafa tekið hagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Hvenær ætlar þjóðin að vakna og kenna Sjálfstæðisflokknum lexíu?
Valsól (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 16:49
Vandinn með sjálfstæðisflokkinn er að hann hefur hugsað meira um sína (þá sem greiða í flokksvélina) en landsmenn. Hann er lengi búinn að vera í hagsmunagæslu fyrir sína. Hér má lengi telja upp atriði þar sem enginn samkeppni hefur verið, þrátt fyrir að við völd sé flokkur sem þykist berjast fyrir samkeppni. má þar meðal annars nefna flugsamgöngu (Arnarflug) sjóflutningar (Hafskip, Samskip), Olíufélögn (Earving feðgar) Tryggingafélögn (FÍB tryggingar), Annað er ekki eins ljóst eins og byggingaverktakar (Íslenski Aðalverktaka og Blikastaðir og Ingvar og Gylfa)
Nei sjálfstæðisflokkurinn og frjáls samkeppni er tvennt óskylt.
Kristinn Sigurjónsson, 26.10.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.