Lausnir ríkisins eru handan við hornið

Eftir þær hörmungar sem þjóðin hefur orðið fyrir, þá byggist lausnin á því að ríkissjóður annars vegar auki tekjur sínar og minnki útgjöld sín.    Vandinn er að enginn vill hærri skatta, enda margir komnir undir fjalaköttinn og hafa enga útleið.   Því gæti lausnin falist í.

Til að minnka útgjöldin

  1. Fækka erlendum sendiráðum (tekur strax gildi)
  2. Afnema lífeyrisforréttindi þingmanna (gæfi gott fordæmi, og færi strax að virka)
  3. Fækka þingmönnum (umtalsverður sparnaður bæði í launum þingmanna og þjónustustofnunum þess, sem og fasteignum.   Tekur ekki gildi fyrr en eftir tvennar kosningar)
Til að auka tekjurnar má
  1. Innkalla kvótann og leigja út (tekur mörg ár, en gæfi stigvaxandi tekjur)
  2. Leigja orkufyrirtækjunum orkuauðlindirnar (gefur litlar tekjur í upphafi, en til lengri tíma getur þetta orðið ríkinu umtalsverðar tekjur)
  3. Brjóta upp Landsvirkjun og selja hluta þess (gefur strax mikla peninga og myndi efla samkeppni á orkumarkaðinum)
Auðlindir þjóðarinnar (liður 1 og 2) eiga sér ekki upphaf á takmörkuðu svæði sem hægt er að merkja ákveðnum aðila, hvorki hafið umhverfis landið,  regnvatnið á hálendinu, né bergið undir landinu, þótt yfirborðið sé á höndum einkaaðila, þá er orkan komin frá regnvatninu og sprungusvæði sem liggur þvert og endilagt um landið.   Því má líta á þessar auðlindir sem sameign þjóðarinnar sem nýtendur leigja af þjóðinni eins og olían umhverfis Noreg.   Leigan mun einnig auðvelda nýjum aðilum að komast inn á markaðinn og þannig auka samkeppnina og þannig gera nýtnina betri.
En það er borin von að Sjálfstæðisflokkurinn geti hugsað sér að gera nokkuð af þessu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband