27.12.2008 | 18:41
Mega bara Ísraelsmenn verja sig
Það er undarlegt að þegar Hamas samtökin skjóta nánast gagnslausum flugskeytum yfir til Ísrael, þá gefur það Ísraelsmönnum rétt til að myrða og eyðileggja nánast takmarkalaust. Mega Palestínumenn ekki verja sig, þótt þeir beiti nánast gagnlausum vopnum. Það er mikið skrítið í þessum heimi og þar eru Bandaríkjamenn skrítnastir, sem styðja þessi morð og þykjast svo vera friðar og mannréttindasinnar.
Af hverju hafa Ísraelsmenn aldrei tekið í mál að alþjóðastofnanir hafi friðargæslulið í Palestínu eins og er víða um heim á ófriðarsvæðum. Því spyrja menn Ísrael og Bandaríkjamenn aldrei um þetta.
195 látnir, yfir 300 særðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Friðargæslulið er óvelkomið vegna Hamas. Vonandi tæmir Ísrael allt Gazasvæðið núna og mér sýnist á öllu að það sé ætluninn.
Það er auðvelt að kalla Ísrael morðóða, enn hvað eru Palestínumenn? Þeir eru með þá stefnuskrá að reka Ísrael í sjóinn! Yfilíst stefna hjá þeim. Vorkenni þeim ekki hið minnsta....
Ísraelar þurfa að taka öll völd á Gazasvæðinu svo það verði einhvert stopp á þessu. Og taka þessa Hamasliða og hengja þá alla saman. Kalla sig hermenn og skýla sér á bak við konur og börn. Og börnin senda þeir með sprengjur á Ísrael.
Hvað myndir þú gera? Ég styð Ísrael algjörlega í þessum aðgerðum...
Óskar Arnórsson, 27.12.2008 kl. 21:11
Hvað myndir þú gera Óskar, ef þú værir skilinn eftir með allri fjölskyldu þinni í einhverri óræktanlegri eyðimörk og óvinurinn hefur margfalt betri tækjabúnað heldur en þú?
Myndir þú hlaupa beint á skriðdrekana og láta keyra þig niður strax, skilja fjölskylduna þína eftir varnarlausa og láta þurrka hana út.
Þú ert nú meiri vitleysingurinn ef þér finnst réttlætanlegt að Ísraelsmenn megi drepa alla Palestínumenn á Gaza á þeim forsendum að ákveðnir aðilar séu að skjóta eldflaugum yfir landamærin og að þeir séu að gera þetta í nafni sjálfsvarnar.
Brynjar (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 00:18
Ég myndi aldrei vera svo vitlaus að reyna að ráðast á þá sem fyrirséð að káli mér og mínum.
Ég hef þurft að verja fjölskyldu mína og börn með skotvopnum. Vill svo til að ég er með þá leiðinda reynslu.
Sagði ég einhverstaðar að Ísraelar ættu að drepa alla á Palestínusvæðinu? Getur þú reynt að fara með rétt mál?
Ég sagði: "Ísraelar þurfa að taka öll völd á Gazasvæðinu....restin stendur skrifuð þarna...
Ég veit ekki hvað þú hefur mikla reynslu af vopnuðum átökum, enn ég hef smávegis af henni.
Ég er sjálfsagt ekkert meiri eða minni vitleysingur enn þú, eða hver sem er. Það á bara að stoppa þessa Hamas-liða sem eru með yfirlýsta stefnu að keyra Ísrael í sjóinn...
Og Ísrael er líka fjölskyldufólk sem kæra sig ekki um Palestínubörn með sprengjuvesti komandi yfir landamærinn...eftir að hafa útskrifast úr sprengjuskólum Hamas-liða....vonandi fara þessir skólar allir saman kílómeter ofaní jörðina ef þeir gefast ekki upp, sem þeir gera aldrei.
Þá á bara að skjóta þá. Einfalt mál. Ég styð Ísraela því Hamas VILL EKKI hætta stríðsleikjum sínum...
Vonandi láta Ísraelar ekki undan vælukjóum heimsins sem eru flestir eins og þeir sjálfir.
Svo talar þú í færslunni um "gagnslausar" rakkettur! Það er búið að ske meira enn það sem réttlætir þessa aðgerð og vona ég að Ísraelar taki loksins upp stálhanskanna. Stríði fylgir alltaf blóð og dauði, hvar sem er í heiminum....
Óskar Arnórsson, 28.12.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.