29.1.2009 | 00:04
Ólíkindaþvaður hvalverdunarsinna
Það er alveg með ólíkindum hvað hvalverndunarsinnar eru óþreytandi á að þvaðra um það, að efnahagur íslendinga mun falla í rúst ef farið verður að veiða hvali. Reynslan sýnir það gagnstæða. Þegar Íslendingar fóru að veiða hrefnur þá jókst ferðaiðnaðurinn og uppgangur íslendinga varð meiri enn nokkru sinni fyrr (þótt það hafi ekki verið vegna hvalveiðanna) og erlendis dáðust menn af íslendingum og enginn nefndi hvalveiðar. Þegar Íslendingar fóru að veiða langreiðar þá varð stóraukning í ferðaiðnaðinum. Nákvæmlega það sama gerðist í Noregi. Ferðaiðnaður á norðlægum slóðum jókst á sama tíma og þeir fóru að veiða hrefnur. Hafa Japanir misst spón úr sínum aski vegna hvalveiðanna ? Nú þurfum við bara að bæta um betur og bjóða ferðamönnum að skoða hvalskurð í hvalstöðinni eins og hér forðum. Þá voru rútur í löngum röðum til að skoða hvalskurð. Hvalaskoðunarfyrirtækin gætu boðið ferðamönnum að enda ferðina í Hvalfirðinum. Það eru engin rök gegn hvalveiðum, þetta eru sjálfbærar veiðar sem efla ekki aðeins atvinnulífið í hringum veiðarnar, heldur líka fiskveiðar allt í hringum landið, því hvalurinn þarf líka að éta meðan hann lifir, en hættir því þegar hann er veiddur og er þá sjálfur étinn. (þetta gætu nú friðunarsinnar reynt að skilja) Beint afleiddar greinar af hvalveiðum er mjög margar, það er skurður, pakkning, frysting og flutningur og er þetta margfalt meira en hvalaskoðunarfyrirtækin veita, þar situr ekkert eftir annað en laun áhafnar, sem eru sennilega miklu lægri en laun hvalveiðiskipanna. Vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og ýmis þjónustuverkstæði njóta einnig góðs af hvalveiðum, því hvalveiðiiðnaðurinn kaupir mikið af þjónustu frá þeim.
Ef stjórnvöld leyfa ekki hvalveiðar, þá er ljóst að þau vantar ekki tekjur fyrir þjóðarbúið, hvorki frá hval- né fiskveiðum eða ferðaiðnaðinum. Kannski geta þeir skorið svo mikið niður í utanríkisþjónustunni.
Skildi það vera líkt með stjórnmálamönnum og hvalfriðunarsinnum að þeir geta ekki lært af reynslunni.
Skýr skilaboð frá Svíum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stjórnarskrá Íslands 1947 býður upp Þjóðveldi [þjóðvöld] sem greinist í Forsetavald [þjóratkvæði] og Löggjafarvald. [þjóðaratkvæði].
Frá Forsetaveldinu koma framkvæmdavöldin [velur ráðherra] [sameiginlegar þjóðarframkvæmdir] til skýrgreiningar og aðhalds hjá Löggjafarvaldinu.
Frá Löggjafarvaldinu kemur Dómsvald sem Forsetavald skipar.
Klíkuskapur frá 1947 hefur réttlætt þess einföldun á nýtingu stjórnarskrár út í yztu æsar.
Þögn Þjóðar, Forseta, lagasmiða:alþingismanna.
Hér hefur því alltaf ríkt ráðherra einræði í reynd en vald eins ráðherra er skilgreint með lögum utan stjórnarskrár, samkvæmt stjórnskipunarlögunum: Stjórnarskránni.
Leitum ekki langt yfir skammt. Tækifærisinnar kunna ekki að lesa og hafa því ekki farið eftir stjórnarskránni að flestu leyti síðan 1947
Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.