4.2.2009 | 10:47
Fyrir hvað er verið að borga STEF-gjald af tómum diskum
Þegar ég kaup tóma CD (og DVD) diska til að taka afrit af myndum og tölvugögnum, þá borgar ég til STEFS. Mér leikur hugur á að vita hvers vegna ég er að borga þeim, ef ég má ekki hala niður efni af netinu. Það er ljóst að þeir eru orðnir eins og ríkið vilja og ætla bæði að sleppa og halda.
Lögbann á Torrent staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Þú getur vist farið eitthvað (í STEF?) með diskana eftirá til að sýna fram á að ekkert ólöglegt sé á þeim og átt þá að fá þessa "sekt" endurgreidda. Það kom a.m.k. einhvern tímann fram.
Annars er náttúrulega auðvelt, þó það sé víst rangt lagalega séð, að halda því fram að maður megi setja hvaða höfundarréttarvarða efni sem manni sýnist á þessa diska, þar sem sektin hafi verið greidd fyrirfram.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:34
Mogginn er með samsetta mynd að hætti slúðurblaða, ef myndin er stækkuð þá sést að grunnurinn er icetorrent sem er ekki sama vefsíða og istorrent.
Og ef fólk les dóminn þá sést að smáís tapaði helstu kröfum sínum, þeir fá bara milljón fyrir kostnaði sem hefur pottþétt kostað smáís miklu meira en það.
Kristján (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:35
Það ber að nefna að ef maður kaupir tónlistardisk þá má taka afrit af honum sé það notað til einkanota, (ekki opinberar birtinga) þess er keypti hinn upprunalega hljómdisk eða heimilismanna hans. Dæmi ég fer og kaupi nýju plötu Emiliönu Torrini þá má ég taka af honum afrit til að hafa inni í stofu, annað til að hafa í bílnum osfrv.
Gísli Sig. (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:38
Ekki má gleyma að þetta gjald er líka rukkað við kaup á hörðum diskum í tölvunni, spólur og kassettur. Það sem þykir nú einkennilegast af þessu er að það er verið að "sekta" okkur sem fyrirfram skilgreindan afbrotamann - og síðast þegar ég gáði átti einhversstaðar að standa að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð.
Óðinn, 4.2.2009 kl. 12:53
það er orðið svo auðvelt að finna efni á netinu og hala inn í tölvuna og skrifa á disk eða setja á flakkarann og horfa eða hlusta á sama hvers kyns efnið er. Ef maður horfir út frá sjónarhorni tónlistarmannsins. Þá kostar svona um það bil milljón að gera plötu (hjá sumum telst það vel sloppið). Jæja prenta 5000 eintök kostar enga smáaura. diskurinn er seldur á 2000kr.- Og það er nóg að einn íslendingur asnist út í búð kaupi diskinn setji hann á torrent og þá geta allir sótt efnið endurgjaldslaust og öllum finnst það bara besta mál. Sjáum aðra hlið. Tökum sjómanninn sem dæmi: Hann fer út á sjó og hættir lífi sínu til að veiða fisk gera að honum og raða honum fallega í kör og ísa vel yfir svo hann komi með flott hráefni í land. Mynduð þið fara með poka niðra bryggju og hirða fisk úr körunum hans og hafa í matinn og henda nokkrum flökum i vini og vandamenn? Nei það gerir fólk ekki. Heldur kaupir fisk út í búð dýrum dómi og finnst ekkert að því. En er ekki tilbúið að borga fyrir tónlist sem þau geta hlustað á í mörg hundruð ár. Fiskinn borðar maður bara einu sinni og sér hann aldrei aftur. Tónlistarmaðurinn er á "veiðum" hann er að koma efninu sínu fyrir á plötu og vandar til verka og vill skila frá sér góðu hráefni nákvæmlega eins og sjómaðurinn. Btw ég er bæði svo ég veit hvað ég er að tala um!
Birkir Ingason (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:54
Þá á nú bara að setja betri vörn á diskana. Fólk verður að sætta sig við það að þessi möguleiki (að afrita diska) er til.
Það var nú líka pælt í því að banna vídjó tæki (VHS) því hægt var að taka upp þætti úr sjónvarpinu.
Man að ég keypti einhvertíman Quarashi disk og ætlaði að setja hann inná ipod-inn, en það var það góð vörn að hann spilaðist ekki einu sinni í tölvuni.
Oddur (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:42
Fyrst það er svona auðvelt að nálgast tónlistina á netinu af hverju nýta tónlistarmenn sér þetta ekki í auknum mæli? Svo er það orðið svo í dag að nánast allir geta gefið út tónlist, af því að það er orðið svo einfalt. Þú þarft ekki stúdíó, plötuumslög, osfrv. Þú þarft í dag bara tölvu og upptökubúnað (tölvuforrit og hljóðnemar) og stúdíó-ið getur þú einnig sett upp á tölvunni. Og í dag er hægt að nálgast svokallaðar open source útgáfur sem eru nokkuð góðar af öllu því sem þig vantar - og þá má minnast á að open source útgáfur eru allar fríar og breytanlegar, hafi maður forritunarkunnáttuna til þess.
Það sem virðist gleymast er að allir eru að flýta sér í dag og fólk vill nálgast hlutina á einfaldan hátt. Að nálgast hlutina á netinu er einfaldara heldur en að fara út í búð og kaupa þá þar. Að nálgast þá á einfaldan hátt á netinu er svo annað mál, ef það er farið að vera of flókið þá nenna margir því ekki.
Svo má benda á að þegar fólk kaupir fartölvur í dag, þá eru þær með geislaskrifara og harðan disk, að venju. Þú borgar því STEF gjöld af fartölvunni þinni. Þessari stofnun þarf að breyta og hún þarf að fara að fá almennilega umfjöllun í fjölmiðlum - þeas. þess háttar umfjöllun að hún sé ekki fegruð og réttlætuð svona svakalega eins og mörgum finnst þurfa. Svo finnst mér alltaf eins og þeir séu mun meira að hafa áhyggjur af dreifingaraðilunum, hvernig efnið dreifist. Þeir vilja semsagt stjórna því hverjir geta og mega hlusta á efnið. Þeir vinna semsagt fyrir Skífuna en ekki fyrir tónlistarmennina.
Það er fínt að það sé stofnun eða stofnanir sem vilji verja rétt höfunda. Hinsvegar að ef ég væri tónlistarmaður og vildi vera frægari en innan fjölskyldunnar þá myndi ég vilja að sem flestir myndu hlusta á mig og mína tónlist. Veit ég ekki hvernig Bach, Mozart og Beethoven myndu líka við svona stofnanir eins og STEF. Þeir nutu þó ekki góðs af CD, DVD og internetinu.
Spekingur (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:50
"The quickest way to lose an argument is to overstate your case".
Ef menn ætla að tala gegn niðurhali verða menn að gera það á réttan hátt.
1. Það að afrita er EKKI sambærilegt við að stela.
2. Það hefur ekki verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti að það hafi slæm áhrif á sölu.
3. Margt af því sem finnst á netinu er ekki hægt að nálgast á Íslandi.
Ég er svona frekar hlutlaus í þessu máli og ætla ekki að fara réttlæta brot á höfundarréttalögum en ég veit það að STEF, SMÁÍS og fleiri, sem sjá um fjármál listamanna, hafa eitt miklu fjármagni í svona lagað.
Og ég spyr sér einhver árangur?
Carlos Valderama, 4.2.2009 kl. 15:16
Það er ótrúlegt hvað sumum finnst höfundarréttarlög einsog þau eru núna sjálfsögð. Þegar höfundarréttarlög komu fyrst til, var þetta talið í þágu almennings, það var engin leið fyrir einstaklinga að afrita svona á milli sín. Þessi lög áttu að gefa höfundinum sjálfum einkarétt á verki sínu í nokkur ár, sem hvatning fyrir höfunda. Og almenningur féllst á að gefa þeim það, vegna þess að almenningur var ekki að tapa neinu nema rétti sem ekki nýttist þeim þá . Þetta átti að hindra að fyrirtæki gætu hafið iðnaðarframleiðslu á verkum höfunda án þess að borga þeim. Nú er þetta svo snúið við að það eru stórfyrirtæki, dreifendur og "hagsmunasamtök" sem græða fúlgur á þessum lögum meðan almenni borgarinn fer fyrir dómstóla fyrir að vera góður við nágranna sína og höfundurinn er heppinn ef hann sér nokkrar krónur. Með breyttri tækni eru þessi lög ekki viðeigandi lengur.
Einar (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.