Lokun St. Jósefsspítala í Hafnafirði og Reykjavík

Það er sagt að sagan endurtaki sig, og það má svo sannarlega segja um sparnað í heilbrigðiskerfinu.   Sigurjón Vilbergsson skrifaði grein í morgunbaðinu um það hvernig verið er að murka starfsemina úr St. Jósefsspítala.  Það er rétt að rifja upp endalok Landakotsspítala.  Það byrjaði með því að skrúfa fyrir fjármagnið, og þannig var lífið murkað úr spítalanum.  Hann varð að hætta að taka neyðarvaktir og fljótlega eftir það var hann yfirtekinn af Borgarspítalanum.   Ég spáði því þá að svona færi fyrir öllum spítölunum, þeir verða allir lagðir undir Landsptítalann.    Ástæðan er sú að það er öllum illa við að vera í samkeppni og á það ekki síst við um Landspiltalann.   Hann mun ekki linna látum fyrr en hann öll sjúkrahússtarfsemi verði innan hans ramma.   Allt í nafni hagræðingar, en það þarf að skoða hagræðinguna í því þegar Landakot var yfirtekinn af Borgarspítalanum og svo Borgarspítalinn yfirtekinn af Landspítalanum.   Í upphafi var umræðan sú að sameiningin kostaði sitt, en svo myndi þetta allt skila sér, síðan kom hljóð og það heyrðist hvorki hósta né stuna, enda er ráðamönnum illa við að tala um það þegar þeim tekst illa upp.    Það er undarlegt að Landspítalinn er aðal krabbameinsspítali landsins, en ræður ekki við eigið krabbamein.
mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband