Aftur er dygðin orðin að glæp

Þegar ég var mjög ungur, þótti það dygð að spara, og mér voru innprentað máltækið „Græddur er geymdur eyrir“.    Svo þegar ég var bara ungur, þá ákváðu stjórnvöld að brenna upp spariféð og komust sjálfir í þá skemmtilegu stöðu að geta skammtað sér lánsfé hjá ríkisbönkunum og þannig upplifað gróða sem kallarður var verðbólgugróði.   Þetta var að ríða efnahagslífinu að fullu,  enda réðst afkoma fyrirtækja ekkert af rekstrahagkvæmni, heldur af aðgangi að lánsfé.    Sem betur fer var þetta hörmungaskipulag aflagt með komu verðtrygginga.    Aftur varð það dygð að spara, en óráðsía og ráðdeildarleysi að eyða um efni fram og fram í væntanlegar tekjur, en ekki út á unninn verðmæti.   Þá fór ríkið að skattleggja dygðina, því þeir sem lifðu um efni fram hafa alltaf verið eins og góðir bændur og barmað sér hástöfum.   Þetta olli því meðal annars að vextir hér urðu háir, vegna lítils framboðs á lánsfé, enda var slíkur gróði skattlagður eins og um þýfi væri að ræða.   Erlendis er litið á það sem dygð að spara og þar er mikið framboð af lánsfé og vextir lágir.   Er nema vona að óráðsíumennirnir sæktu sitt lánsfé erlendis.   Það kom að því að óráðsían kom aftan að þeim með gengisfalli krónunnar.   Nú ætlar ríkisstjórnin aftur að refsa hagsýnum og ráðdeildarsömum með 18% fjármagnssköttum eins og þetta væri þýfi.  Aftur er dygðin gerð að glæpi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér var kennt þetta líka og veðjaði á að festa í fasteign þá sáu stjórnvöld sér leik á borði.

Innlánsvextir á sparireinkingum jafngilda 1% rýrnun á höfuðstól miðað við bólgu.

1,6 milljón á 6% vöxtum er undaþegin skatti að öðruleytti en bankans.

Í dag greiðir ríkisbanki almenningi mest 6 kr fyrir 100 kallinn og lánar hann aftur fyrir minnst 14 Kr. 230% Álagning sem er sértaklega gott í öllum rekstri ofan á kostnað.    

Almenningur ætti að lána sínum nánustu til að kaupa þá út úr Ríkisverndaða okrinu. Taka til dæmis 10 kr. á hundraðkallinn með sama veði. Það er 60% hærra en innlánsvextir bankanna og 30% lægra en útlánsvextirnir.   

Júlíus Björnsson, 19.11.2009 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband