Færsluflokkur: Bloggar

Bjarnarkvöl

Ætlar þessi blessaða fjölmiðlaumræða vegna vesalings björns engan enda að taka,   Nú keppast allir um að vera eftirá vitrir og koma með gott innlegg eftir á.    Engum til gangs en mörgum til leiðinda.   Umræðan hefur ekkert gildi, og jafnvel þótt gerð viðbragðsáætlun þá er óvist að hún komi að gagni þegar næst björn kemur, ef til vill eftir 20 ár, þegar allir eru búnir að gleyma áætluninni.  Það er nefnilega svoleiðis að henni þarf að halda við, og í fjársvelti er óvíst að menn munu ekki frekar halda við og æfa áætlun vegna náttúru- og samgönguhamfara. Er ekki komið nóg af þessari umræðu

Stjórnendur eiga að bera ábyrgð

Það þar nú ekki að koma neinum á óvart nema ef vera skyldi Svandísi Svavarsdóttir að Guðmundur Þóroddsson forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur skyldi þurfa að taka pokann sinn.    Hann ásamt fleirum fóru kerfisbundið á bak við Vilhjálm f.v. borgarstjóra til þess að koma REI undir FL group og Hannes Smárason.    Vilhjálmur og Hannes voru látnir taka sína poka, og því spyr maður sig hvers vegna Guðmundur ætti ekki líka að gera það.    Það eru enn nokkrir umframpokar enn inna Orkuveitunnar sem mega missa sín, reyndar er þörf á að fjarlægja þá.

Er fasteignamarkaðurinn að hrynja ?

Þegar bankar stórjuku framboð peninga til íbúðakaupa, þá gerðist það sem allur gátu vænst, verðið hækkaði með vaxandi eftirspurn.   Það sem ekki gerðist í sama skapi, og það var framboð lóða, sérstaklega hafði R-listinn mjög svo takmarkarann áhuga á því að úthluta einbýlislóðum, því þar voru ekki þeirra kjósendur.   Við þetta varð verulegur skortu á lóðum og verðið fór upp úr öllu valdi.  Þá sáu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sér leik á borði og margfölduðu lóðarverðið.    Hér áður fyrr var gatnagerðagjaldið í Rvík 4 millj. en nú fór verð á einbýlisfrímerki í rúmar 11 millj. (Úlfarsfellið) og heilar og fullvaxta einbýlishúslóðir hafa verið seldar hér í útjaðri höfuðborgarsvæðisins á 20 - 30 millj (Leirvogstunga/Helgafell).   Það kostar aldrei minna en 40 millj að byggja 200 fm einbýlishús og oft meira eftir þeim íburði sem nú er í húsum.   Hér sjáum við að byggingakostnaður er kominn um og upp fyrir 70 millj. og aðallega vegna kostnaðar sveitafélaganna.   Það er ljóst að ef sveitafélögin lækka ekki lóðagjaldið (hætta okrinu), þá er hæpið að verktakar fari að byggja íbúðir til þess eins að gefa kaupendum.

Það eru jú sveitarfélögin með Reykjavík í broddi fylkinga sem hafa stuðlað að hækkun fasteignaverðsins á liðnum árum.   Kannski heldur bygging íbúða og einbýlishúsa  áfram að vera í nágrannasveitarfélögum eins og Reykjanesbæ, Vogum, Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn, með þeirri umferðaaukningu á þjóðvegunum sem því fylgir og mengun og slysum sem virðist ætla að verða óhjákvæmilegur fylgifiskur umferðarinnar


Sendiherrar Páfans og S..

Ráðningar ríkisins ríða ekki við einteyming.   Nú var valinnkunnur hópur silkihúfa skipaður sendiherra.   Það er reyndar ekki búið að finna lönd til að senda þetta ágæta fólk til.    En eru nokkur lönd eftir sem ekki er búið að stofna sendiráð hjá.   Mig langar þó til að minna á að hugmyndir utanríkisráðuneytisins er þá ekki bundin við aðildarlönd sameinuðu þjóðanna, því fyrir nokkur þá voru skipaðir sendiherrar hinum megin við móðuna miklu.   þeir voru tveir og sennilega öðrum ætlað verið ætlað að vera í efra og hinum í neðra.   Til þess að hægt væri að skipa þá sendiherra varð að gera það á meðan þeir voru á launaskrá, en þeir voru að detta inn í eftirlaunakerfið.   Nú hef ég verið búsettur erlendis og aldrei haft gagn af sendiráði né sendiherra og oft furðað mig á umfangi kostnaðarins.    Kannski á ég eftir að vera upplýstur um hlutverk þeirra, nú þegar prestsfrú er orðin sendiherra hérnamegin þilja og þá skiptir minna máli hvar mín endanlega vistarvera verður enda veit ég ekki hvort sendiherrarnir þar eru komnir á sinn áfangastað.

Vextir og barlómur banka.

Nú gráta bankar hástöfum yfir skuldatryggingaálagi.   Háir vextir til almennings hafa verið óskaplega ofarlega í þessari umræðu.   Fáir hefur tekið upp hanskann fyrir sparifjáreigendur, en þar hefur Pétur Blöndal verið fremstur í flokki.     Sú var tíðin að ráðdeild og sparnaður þótti dyggð en nú er svo komið að það þykir skömm og sneypa.    Nú talar fólk niður til sparifjáreigenda, en gleyma að þetta fólk eru oft eldri borgarar samfélagins sem hafa sparað til mögru áranna, því mögru árin koma hjá þessu fólki, óháð því hversu mikil uppsveifla er í landinu.   Ef þetta fólk er ekki þegar búið að missa vinnuna, þá situr það í lægst launuðu störfunum.   Unga fólkið sem er á kafi í lífsgæða kapphlaupinu kann ekki fótum sínum forráð í fjármálum og er alltaf skuldsett vegna hárra vaxta.    Nú er það svo að hægt er að fá ágæta ávöxtun á venjulegum bankareikning á meðan vextir á yfirdráttar- og neyslulán eru mjög háir.   Mig langar til að benda fólki á það hversu arðvænlegt það er að safna sér fyrir hlut, í stað þess að taka lán fyrir honum.    Ef maður kaupir hlut í dag sem kostar 100 kr með neysluláni (24,5%) sem er borgað eftir eitt ár, þá greiðir hinn sami kr. 124,5 kr.   Ef sá hinn sami safnar fyrir honum í 1 ár og hann kostar þá 106 kr. vegna verðbólgu, en hann fær 11% vexti eftir fjármagstekjuskatt þá þarf hann að leggja til 95,5 kr í dag til að eiga eftir árið 106 kr.   Hefði hann keypt hlutinn á láni strax þá hefði hann þurft að greiða rúmlega 30% meira fyrir þennan sama hlut.   Hér er ekki tekið tillit til ýmis kosnaðar við lántökur.  Við þetta bætist svo að ef hluturinn er rafeindatæki eins og flatskjár,  nýmóðins kaffivél eða eitthvað svoleiðis, þá fær sá sami væntanlega sambærilegan hlut bæði betri, fullkomnari og á lægra verði eftir árið, flatskjár eru besta dæmið um það.

Til þess að bæta hag sparifjáreigenda þá mætti afnema fjármagnstekjuskatt og minnka vaxtamun bankanna, en hjá þessum aðilum virðist enginn vilji vera til að auka sparnað .  Jafnvel þótt bankar taka há gjöld fyrir nánast hvert einasta lítilræði sem þeir þurfa að gera.   Það fer að styttast í það að bankar taka fyrir það ef starfsmaður er spurður um það hvernig vinna sé.


Framhleypni karla í stjórn fyrirtækja

Það var skrítið að sjá Markaðsfréttirnar þriðudaginn 5. feb á stöð 2.  þar sem talað var við tvær framá konur í atvinnulífinu.    Fyrr í fréttatímanum var var sýnt af sprengidegi í barnaskóla þar sem fréttamaðurinn var að reyna að ræða við nokkrar  stúlkur borða saltkjöt og baunir, en strákarnir voru alstaðar í kríng að reyna að troða sér inn á myndarammann.   Það sáust stúlkurnar aldrei gera.   skyldi þetta vera raunsönn lýsing á ástandinu sem forvígiskonur atvinnulífsins ræddu um mun kynjanna í atvinnulífinu, en tóku ekkert á hegðunarmynstri kynjanna, þ.e.a.s. á mun á framhleypni kynjanna,   nema ef vera skyldi að karlmenn ættu nú að nota sína framhleypni til að draga konur inn í stjórnir fyrirtækna.   Þær ætla að bíða eftir að karlmenn geri eitthvað.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband