Færsluflokkur: Bloggar
4.6.2008 | 16:22
Bjarnarkvöl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 12:54
Stjórnendur eiga að bera ábyrgð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2008 | 12:47
Er fasteignamarkaðurinn að hrynja ?
Þegar bankar stórjuku framboð peninga til íbúðakaupa, þá gerðist það sem allur gátu vænst, verðið hækkaði með vaxandi eftirspurn. Það sem ekki gerðist í sama skapi, og það var framboð lóða, sérstaklega hafði R-listinn mjög svo takmarkarann áhuga á því að úthluta einbýlislóðum, því þar voru ekki þeirra kjósendur. Við þetta varð verulegur skortu á lóðum og verðið fór upp úr öllu valdi. Þá sáu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sér leik á borði og margfölduðu lóðarverðið. Hér áður fyrr var gatnagerðagjaldið í Rvík 4 millj. en nú fór verð á einbýlisfrímerki í rúmar 11 millj. (Úlfarsfellið) og heilar og fullvaxta einbýlishúslóðir hafa verið seldar hér í útjaðri höfuðborgarsvæðisins á 20 - 30 millj (Leirvogstunga/Helgafell). Það kostar aldrei minna en 40 millj að byggja 200 fm einbýlishús og oft meira eftir þeim íburði sem nú er í húsum. Hér sjáum við að byggingakostnaður er kominn um og upp fyrir 70 millj. og aðallega vegna kostnaðar sveitafélaganna. Það er ljóst að ef sveitafélögin lækka ekki lóðagjaldið (hætta okrinu), þá er hæpið að verktakar fari að byggja íbúðir til þess eins að gefa kaupendum.
Það eru jú sveitarfélögin með Reykjavík í broddi fylkinga sem hafa stuðlað að hækkun fasteignaverðsins á liðnum árum. Kannski heldur bygging íbúða og einbýlishúsa áfram að vera í nágrannasveitarfélögum eins og Reykjanesbæ, Vogum, Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn, með þeirri umferðaaukningu á þjóðvegunum sem því fylgir og mengun og slysum sem virðist ætla að verða óhjákvæmilegur fylgifiskur umferðarinnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2008 | 13:05
Sendiherrar Páfans og S..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 09:54
Vextir og barlómur banka.
Nú gráta bankar hástöfum yfir skuldatryggingaálagi. Háir vextir til almennings hafa verið óskaplega ofarlega í þessari umræðu. Fáir hefur tekið upp hanskann fyrir sparifjáreigendur, en þar hefur Pétur Blöndal verið fremstur í flokki. Sú var tíðin að ráðdeild og sparnaður þótti dyggð en nú er svo komið að það þykir skömm og sneypa. Nú talar fólk niður til sparifjáreigenda, en gleyma að þetta fólk eru oft eldri borgarar samfélagins sem hafa sparað til mögru áranna, því mögru árin koma hjá þessu fólki, óháð því hversu mikil uppsveifla er í landinu. Ef þetta fólk er ekki þegar búið að missa vinnuna, þá situr það í lægst launuðu störfunum. Unga fólkið sem er á kafi í lífsgæða kapphlaupinu kann ekki fótum sínum forráð í fjármálum og er alltaf skuldsett vegna hárra vaxta. Nú er það svo að hægt er að fá ágæta ávöxtun á venjulegum bankareikning á meðan vextir á yfirdráttar- og neyslulán eru mjög háir. Mig langar til að benda fólki á það hversu arðvænlegt það er að safna sér fyrir hlut, í stað þess að taka lán fyrir honum. Ef maður kaupir hlut í dag sem kostar 100 kr með neysluláni (24,5%) sem er borgað eftir eitt ár, þá greiðir hinn sami kr. 124,5 kr. Ef sá hinn sami safnar fyrir honum í 1 ár og hann kostar þá 106 kr. vegna verðbólgu, en hann fær 11% vexti eftir fjármagstekjuskatt þá þarf hann að leggja til 95,5 kr í dag til að eiga eftir árið 106 kr. Hefði hann keypt hlutinn á láni strax þá hefði hann þurft að greiða rúmlega 30% meira fyrir þennan sama hlut. Hér er ekki tekið tillit til ýmis kosnaðar við lántökur. Við þetta bætist svo að ef hluturinn er rafeindatæki eins og flatskjár, nýmóðins kaffivél eða eitthvað svoleiðis, þá fær sá sami væntanlega sambærilegan hlut bæði betri, fullkomnari og á lægra verði eftir árið, flatskjár eru besta dæmið um það.
Til þess að bæta hag sparifjáreigenda þá mætti afnema fjármagnstekjuskatt og minnka vaxtamun bankanna, en hjá þessum aðilum virðist enginn vilji vera til að auka sparnað . Jafnvel þótt bankar taka há gjöld fyrir nánast hvert einasta lítilræði sem þeir þurfa að gera. Það fer að styttast í það að bankar taka fyrir það ef starfsmaður er spurður um það hvernig vinna sé.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 09:52
Framhleypni karla í stjórn fyrirtækja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar