4.3.2010 | 23:48
Bandaríkin fordæma þjóðarmorð
Bandríkin samþykktu nú að morð Tyrkja á Armennum í seinni heimstyrjölinni væri þjóðarmorð. Hvað skyldu þeir nú kalla meðhöndlun Ísrael á Palestínsku þjóðinni. Nú er verið að herða reglur í Bretlandi um lögsókn gegn stríðsglæpamönnum eftir að það passaði ekki að ráðherra Ísraels var kominn á þann hóp.
Er nema von að sumum svo ég tali nú ekki um sumar þjóðir þyki lýðræði og mannréttindi vera afstætt hugtak eftir því í hvaða hópi maður er, eða réttar sagt eftir því hvaða þjóð maður tilheyrir.
Er einhver hissa þótt vestrænar þjóðir séu ekki hátt skrifuð í arabalöndunum.
Tyrkir æfir út af þjóðarmorðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tyrkir myrtu allt að 1.500.000 Armena á þessum árum með hryllilegum hætti. Lögregla og her slátruðu varnarlausu fólki, tyrknskir nágrannar fóru um eigur þeirra ránshendi og slátruðu þeim undir vökulu auga lögreglunnar, hundruðir þúsunda voru hraktar án matar og vatns gegnum eyðimerkur Tyrklands - fólkið féll eins og flugur, enginn fékk hjálp eða miskunn.Konum og stúlkum var nauðgað í tugþúsunda tali og síðan voru þær myrtar.
Ekki skal ég afsaka framferði Ísraelsmanna gegn Palestínu - eða sjálfsmorðsárásir araba ggn Ísraelsmönnum, en þjóðarmorð átti sér stað í Tyrklandi á fyrri hluta 20. aldar, blóðugt, óhuggulegt og til þessa ekki viðurkennt.
Ég tek hattinn af fyrir USA að taka hér af skarið.
Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 00:15
Ég tæki líka ofan, hefði ég eitthvert höfuðfat, fyrir þessari samþykkt Bandaríkjaþings.
Og mér er spurn, Kristinn (frábæri Kristinn, ef þú ert sá á Rúvinu – annars þekki ég ekkert til þín): Hvernig dettur þér í hug að líkja þjóðarmorði Tyrkja á Armenum við "meðhöndlun Ísraels á palestínsku þjóðinni"? Hefur farið fram þjóðarmorð á þessari síðastnefndu þjóð?
Jón Valur Jensson, 5.3.2010 kl. 01:51
Má ég vekja athygli á að þetta er ekki ályktun þingsins. Svo vil ég líka vekja athygli á að stjórnvöld hvers lands hafa einkarétt á að myrða landsmúginn. Ekkert særir þjóð eins og þegar utanaðkomandi stjórnvöld myrða landsmúginn. Skýrast kemur þessi mikla sorg fram í Kína og fyrrum Sovétríkjunum þar sem utanaðkomandi herveldi frekjaðist til að myrða á blóðakri Maos og Stalíns.
Að auki: Þegar Assad Sýrlandsforseti lét myrða tíuþúsund Sýrlendinga á einum degi heyrðist ekki púst.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.3.2010 kl. 02:32
Það má gagnrýna alla út frá einhverjum forsendum. En þetta skref er mikilvægt til að staðfesta glæpi Tyrkja gegn Armenum. Eitt skref í einu, takk fyrir. Svo koma hin málin þegar tími þeirra rennur upp.
Ólafur Þórðarson, 5.3.2010 kl. 03:51
Ég verð að viðurkenna fáfræði mína í sögu og þótti innlegg Þórhalls fróðlegt. Ég er heldur ekki frábær Kristinn á RUV, en vona samt að ég sé ekki mjög illur. Ég er fyrst og fremst að vekja athygli á því að lýðræði og mannréttindi eru afstæð hugtök eftir því hvaða þjóð á í hlut og mótast meira af trúarskoðunum en málefnalegri umræðu. Innlegg Kristjáns er því einnig gagnlegt í þessu samhengi.
Kristinn Sigurjónsson, 5.3.2010 kl. 08:25
hér er smá fróðleikur um málið
Kári (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 08:44
http://www.liveleak.com/view?i=f06_1266936847
kari (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.