Er fasteignamarkaðurinn að hrynja ?

Þegar bankar stórjuku framboð peninga til íbúðakaupa, þá gerðist það sem allur gátu vænst, verðið hækkaði með vaxandi eftirspurn.   Það sem ekki gerðist í sama skapi, og það var framboð lóða, sérstaklega hafði R-listinn mjög svo takmarkarann áhuga á því að úthluta einbýlislóðum, því þar voru ekki þeirra kjósendur.   Við þetta varð verulegur skortu á lóðum og verðið fór upp úr öllu valdi.  Þá sáu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sér leik á borði og margfölduðu lóðarverðið.    Hér áður fyrr var gatnagerðagjaldið í Rvík 4 millj. en nú fór verð á einbýlisfrímerki í rúmar 11 millj. (Úlfarsfellið) og heilar og fullvaxta einbýlishúslóðir hafa verið seldar hér í útjaðri höfuðborgarsvæðisins á 20 - 30 millj (Leirvogstunga/Helgafell).   Það kostar aldrei minna en 40 millj að byggja 200 fm einbýlishús og oft meira eftir þeim íburði sem nú er í húsum.   Hér sjáum við að byggingakostnaður er kominn um og upp fyrir 70 millj. og aðallega vegna kostnaðar sveitafélaganna.   Það er ljóst að ef sveitafélögin lækka ekki lóðagjaldið (hætta okrinu), þá er hæpið að verktakar fari að byggja íbúðir til þess eins að gefa kaupendum.

Það eru jú sveitarfélögin með Reykjavík í broddi fylkinga sem hafa stuðlað að hækkun fasteignaverðsins á liðnum árum.   Kannski heldur bygging íbúða og einbýlishúsa  áfram að vera í nágrannasveitarfélögum eins og Reykjanesbæ, Vogum, Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn, með þeirri umferðaaukningu á þjóðvegunum sem því fylgir og mengun og slysum sem virðist ætla að verða óhjákvæmilegur fylgifiskur umferðarinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Merkilegt hvernig vandi fólks er alltaf Ríki og yfirvöldum að kenna, en ekki öfugt.  Hvað voru nú aftur margir sem hættu við að kaupa í Úlfarsfelli?  Svo voru verktakar - þeir keyptu greinilega, og eru enn að föndra upp ljótum gámum.

Þeir munu allir fara á hausinn. 

Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband