Bílstjórar, eldsneytisverð og vökulög

Ég verð að segja að ég hef mikla samúð með flutningabílstjórum í þeirra hrópi úti í eyðimörkinni.  Eldsneytisverð er hátt, en það versta er hversu lítill hluti þeirra rennur til vegamála.   Frekar vildi ég auka hlut þess til vegamála, bæði í dreifbýli og þéttbýli.   Það er staðreynd að alvarlegustu slysin eru þegar menn fara á öfuga akrein og lenda á umferð á móti.   Því væri verulegur akkur í því að byggja upp 1+2 vegi sem víðast, sem mætti svo breyta í 2+2 vegi seinna meir.    Svo mætti nota eitthvað örlítið af aurunum til að kaupa reglustikur og það margar handa vegagerðinni.   Því það er algjörlega óþolandi að sumir (flutningabílstjórar og aðrir með tengivagna) þurfa að keyra á bugðóttum vegi á lægri hámarkshraði en aðrir.   Þá eru venjulegt fólk á kraftmiklum bílum að fara fram úr við aðstæður sem eru ekki boðlegar, en vegagerðin býður okkur.
Ég hef líka samúð með flutningabílstjórum vegna krafna um hvíldartíma, það að ætla þeim að þurfa hvíla sig út í vegkanti eftir 4,5 tíma er fáránlegt, eins og annað sem ég hef heyrt er í sama dúr.  Flugmenn farþegaþotna fljúga í 11- 12 tíma, er skífa í flugvélunum.   Einhver kom í fjölmiðla og sagði að algengasta orsök bílslysa væri þreyta,  en það er líka langt á milli ökkla og eyra.  Það er skiljanlegt að akstur þeirra gangi ekki til lengdar út yfir nauðsynlega vökutíma, en það þurfa að stoppa eftir 4,5 tíma og hvíla sig  er fáránlegt.   Það sem er hættulegast í umferðinni er þegar menn verða samdauna umferðinni m.a. vegna hægagangs en ekki bara vegna syfju.  Þá gleyma menn sér og taka ekki eftir aðsteðjandi hættum.    Ég er ekki viss um að vitlaus vökulög lagi það ástand.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband