Höfundaréttur arkitekta

Í útvarpi Sögu föstudaginn 1. ágúst sl fara þeir á kostum, Sigurður og Guðmundur að vanda.  Þar lýsti Guðmundur því yfir að honum þætti fáránlegt að eigendur húsa mættu ekki breyta húsinu, vegna höfundaréttarlaga.   Ég er Guðmundi svo hjartanlega sammála,  maður á að ráða yfir því sem maður á, hvort heldur það sé bók, mynd, garður eða hús.    Ef ég á bók, þá má ég skrifa í spásíur, ég má rífa úr henni síður.  Ég má mála á mynd sem ég á, ég má breyta garðinum sem ég á og er það mjög algent að menn planti eða rífa upp plöntu sem vaxið hefur upp í loftið.   Það sem ég má aftur á móti ekki gera er að selja þessi verk sem verk upphaflega höfundar, enda er ég búinn að leggja hönd á þau.   Nú gildir eitthver allt önnur regla um hús, það er ekki nóg með að ég megi ekki selja teikninguna sem ég borgaði fyrir, vegna höfundarréttarins, heldur nær þessi regla miklu lengra, ég má strangt til tekið ekki mála húsið í þeim litum sem ég vil, þótt allir í hverfinu hafi breytt litum á sínum húsum og mitt stingur í stúf við umhverfið.   En síður má ég breyta húsinu svo það henti betur þörfum mínum, sem hafa annað hvort breyst síðan húsið var byggt, eða ég keypt það af öðrum af því það féll þokkalega að mínum þörfum, eins og t.d. hverfi vegna skóla barna, skjól eða útsýnis, en húsið sjálft og innanbú hentaði miklu síður.   Þess ber þó að geta, að í lang flestum tilfellum þá samþykkja arkitektar breytingar og það heyrir til undantekningar að þeir hafni þeim.   Mér er ekki kunnugt um að þeir hafi skipt sér að litavali húsa, þótt þeir hafi rétt til þess.

Ég er hjartanlega sammála Guðmundi Ólafssyni lektor, að þetta er fáránlegt og misskilningur á túlkun höfundaréttar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1383

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband