Hjarðhegðun greiningadeilda bankanna

Það er undarlegt að bankarnir eru með hóp manna sem eiga að vera hámenntaðir og eru mjög sennilega mjög vel launaðir, en þeir hegða sér ekki eins og fagmenn, heldur eins og hjörð sem fylgir fjöldanum, þótt hann sé að hlaupa fyrir björg.   Það var lítið talað um innra virði fyrirtækja og fjárfestingabanka, eins og það að þeir ættu hver í öðrum og verðgildi þeirra var spanað upp með viðskiptum sem líktust meira á Matador leik en viðskiptum með raunverulega verðmæti, samanber úttekt á FL Group á You Tube.   Það er fjarri því að þetta sé sér einkenni íslenskra greiningadeilda, því verðmat útlendinga á íslensku krónunni bendir einnig til hjarðhegðunar, en ekki að hér séu fagmenn sem meti undirstöður atvinnuveganna, að þeir eru til þess að gera óháðir sveiflukenndum neyslumarkaði eins og bíla-, sjónvarps- eða annarri lúxusframleiðslu eins og víðast erlendis, heldur á áli, fiski sem vaxandi eftirspurn er eftir.   Þegar ameríska fjármálakerfið hrynur eins og spilaborg, þá fellur íslenska krónan en ekki dollarinn.   Nú var sænska fjármálaeftirlitið að athuga athafnir vogunarsjóða, sem einmitt spila á hjarðhegðun og vita að það er lítið vit í faglegri umræðu þessara sérfræðinga og þeir planta orðspori og þá er hjörðin hlaupin af stað.   Það sem vekur mesta undrun mína er að fréttastofur eru enn að tala við greiningadeildir, frekar en spákonur og þær vísu konur sem lesa í garnir nú á þessari sláturtíð.   Það kæmi meira vit úr þeim, því þær hafa séð að nú er orðinn nokkur erlend eftirspurn eftir innmatnum svo sennilega eru góðar garnir orðnar gulls ígildi.
mbl.is Markaðsmisnotkun rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þeir kalla okkur líka búfénað, lögreglu og hermenn kalla þeir heimsk dýr .

Kreppan á fyrri hluta síðustu aldar var ýkt og stýrt af alþjóðlegum bankamönnum, er einhver ástæða til að halda að nú sé annað á bakvið tjöldin?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband