29.9.2008 | 13:49
Davið, Glitnir, Jón Ásgeir, handaflið og bankastjóralaunin
Davíð er alltaf snjall. Á sínum tíma tók hann út sparifé sitt í Kaupþingsbanka, og ef hann hefur sett það inn á Íslandsbanka (nú Glitni) þá er hann búinn að tryggja sitt sparifé. Hann er grunaður að hafa lengi haft horn í síðu Jóns Ásgeirs. Ekki tókst að fella hann á hné með réttarkerfinu. en nú hefur honum tekist að ná af honum margfalt meiri peningum sem hlutafé í Glitni, en honum hefur dreymt um að ná af honum í sektarfé. Kannski hefur handaflinu tekist það sem réttarkerfinu tókst ekki, svo tala menn illa um þá sem láta hendur bókstaflega bókstaflega standa fram úr ermum.
Á blaðamannafundi seðlabankans var Davíð spurður um launakjör stjórnenda bankanna. Sjálfur fékk hann rífleg kauphækkun vegna launa bankastjóranna. Skildi seðlabankinn vera á sömu brauðfótunum og hinir bankarnir, skildi seðlabankinn lækka í launum eins og bankastjóri Glitnis, skildi Davíð ganga fram með góður fordæmi og lækka launin sín, eða skildi Davíð bara yfirleitt hafa hugleitt þetta.
Á blaðamannafundi seðlabankans var Davíð spurður um launakjör stjórnenda bankanna. Sjálfur fékk hann rífleg kauphækkun vegna launa bankastjóranna. Skildi seðlabankinn vera á sömu brauðfótunum og hinir bankarnir, skildi seðlabankinn lækka í launum eins og bankastjóri Glitnis, skildi Davíð ganga fram með góður fordæmi og lækka launin sín, eða skildi Davíð bara yfirleitt hafa hugleitt þetta.
Óttast keðjuverkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já, voðalega "snjall" að eyða fé ríkissjóðs í "hjálp" sem er bara hefnd, í stað þess að reyna að styrkja krónuna,
en þú og ég borga svo brúsann, eða heldurðu að endalaus gengisfelling rati ekki til okkar?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:54
Skemmtilegur arfur, eða þannig, sem Davíð skilur eftir handa börnunum okkar, en sjálfur á ég þrjú slík sem hafa engan þroska til að skilja hvað er á seyði. Auðvitað munu þau þurfa að borga fyrir þessa yfirtöku þegar öllu er á botnin hvolft, og ég bíð því spenntur eftir að þau fái hlutabréfin sín send í pósti! Mundu bara að nota ábyrgðarpóst Davíð, því eins og þú hefur nú fengið að reyna sjálfur á síðustu dögum þá er jafnvel virðulegustu mönnum ekki treystandi fyrir pappírsverðmætum. En hversu lengi þurfum við eiginlega að búa við svona bananalýðræði, er ekki kominn tími til að ganga inn í 21. öldina með okkur hinum?
Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2008 kl. 15:28
Mikið var ég fegin að sjá að ég er ekki sú einna sem hugsaði þetta, hef ekki þorað að hugsa upphátt í dag, ( Davíð að ná sér niður á Jóni Ásgeiri ) Vonandi fær ríkisstjórnin sjónina sem fyrst, því það gengur ekki mikið lengur fyrir þá að vera á þessu vappi svona sjónlausir, þeim verður eitthvað svo lítið úr verki.
Sigurveig (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.