17.10.2008 | 13:48
Það stendur í Íhaldinu að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Vitaskuld stendur það í íhaldinu að ræða við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, því hann setur skilyrði. Þessi skilyrði fjalla meðal annars um að minnka spillingu, en íhaldið sér enga spillingu. En það sem skiptir meira máli er að það þarf að minnka ríkisútgjöld og þeir gætu farið að finna að eyðslu utanríkisþjónustunnar í öllum þessum sendiráðum. Þeir gætu líka farið að finna að ofurlífeyrisrétti þingmanna og ráðherra, svo ég tali nú ekki um kostnaðinn af því að útvega afdönkuðum þingmanni eða ráðherra feitt starf, sem kostar margfalt meira en lífeyrinn sem hann fær. Þeir gætu líka fundið að því að verðmætum þjóðarinnar væru gefnir útvöldum flokksbroddborgurum sem kvóti. Hér tapar ríkið miklum verðmætum, sem íhaldið sér als ekki sem tapað fé, bara vel varið í höndum manna sem nú græða á tá og fingri vegna lágs gengis og olíuverðs og styrkja flokksvélina vel. Ef einhver dugur er í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum þá ætti hann að taka á þessu og lækka ríkisútgjöldin enn frekar, með því að fækka þingmönnum um ca. 22 sem sparar sennilega nærri 300 stöðugildi með feitum launum og feitum eftirlaunarétti.
Norðmenn afar vinsamlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef meiri áhyggjur af því að sett verði skilyrði um aðgang útlendinga að ýmsum auðlyndum, orku t.d. Einnig að ráðist verði á íbúðalánsjóð, heilbriðgiskerfið og annað sem hefur verið flokkað sem "bruðl" af einkavæðingarsinnum. Mun Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn ekki halda fast við sínar kreddur (einkavæðingar, minni ríkisafskipti og "frjálsan" markað) rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert, þótt ógæfa þjóðarinnar hafi blasað við.
ragnar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.