17.12.2008 | 14:36
Hefur Sturla ekki áhyggjur af vinnunni.
Sturla Jónsson stofnar flokk til að losa íslendinga við krónuna svo þeir hafi stöðugt verðlag. Sennilega veit hann ekki, að þá myndu fjöldi fólks sem vinnur í samkeppnisatvinnu missa vinnuna. Því þá væru innlendar vörur ekki nærri eins hagkvæmar og erlendar. Ég hélt að bílstjórar berðust við litla vinnu og jafnvel atvinnuleysi, en það er skrítið að hann skuli ekki skilja að aðrir gera það líka. Það er alveg ljóst að þeir sem hafa örugga vinnu, þá er stöðugt verðlag (evran) best, en fyrir þá sem missa vinnuna þá er það miklu verra að hafa ekkert, enn að hafa minna til að bíta í og brenna. Vegna þess að við höfum krónuna þá er atvinnuleysi lítið hjá aðalatvinnuvegum íslendinga.
- Sjávarútvegi
- Stóriðju
- Ferðaiðnaður
- Margháttaður útflutningsvegur eins og Marel. Össur, Actavis, 66° Norður, CCP (tölvuleikjafyrirtæki), Promens (plastker, Dalvík), DN (ökurita, Northtast (hátækniþekking til að vinna bragðefni úr fiski) og að lokum bjórverksmiðjur,
Allur þessi útflutningaiðnaður nýtur þess að gengið er lágt og á mun auðveldara með að styrkja undirstöðurnar og markaðssetja sig erlendis, eins og bjórverksmiðjur ættu nú að gera. Nú kaupa menn frekar innlendar eldhúsinnréttingar og húsgögn, en innfluttar
Halda menn að það allt sé betra þar sem evran er, eins og t.d. á Spáni, Grikkland, Ítalíu og jafnvel víðar í Evrópu, Írlandi Halda menn að evran hafi gert lífið þar glæsilegt. Halda menn að ófarir íslendingar séu krónunni að kenna, en ekki ofvexti bankanna þar sem miljarðar hafa horfið og þá á ábyrgð Íslendinga, halda menn að ábyrgðin hyrfi ef við værum í ESB. Halda menn að þeir gætu haldið áfram að byggja og byggja húsnæði endalaust, þótt ekki væru til fólk og fyrirtæki til að nota þetta húsnæði. Halda menn að Evran með sínu Evrópubandalagi myndi bjarga einhverju. Vilja menn miðstýringu ESB, þar sem það skipti máli hvernig grænmetið leit úr, halda menn að útlit grænmetis hjálpi Íslendingum.
Nei það eru margar ástæður til þess að halda sig utan ESB og evrunnar. (sjá slóð á aðra bloggfærlslu mína)
Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Facebook
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann hefur málefni sín og vörubílstjóra einna til sjónarmiða og ég tel mjög ólíklegt að svona einkahagsmuna flokkur nái kjöri.
Sérð bara mótmælinn þeirra á sínum tíma. Þau stóðu gegn tvísköttun á atvinnubílstjóra og að þeim skorrti hvíldaraðstöðu. Hann kom samt í öllum fjölmiðlum og fékk almenning í lið með sér á þeirri blekkingu að hann væri að reyna að lækka álögur ríkissins á eldsneyti sem ætti að skila sér til almennings!
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:50
Mikið til í þessu hjá þér Kristinn.
Ef vandlega er hugað að því hvernig hagkerfi virka, má sjá hve öflugt vopn alþýðu hvers lands það er að hafa eigin gjaldmiðil, jafnvel þótt hann sé veikburða.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:01
Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.