Hefur Sturla ekki áhyggjur af vinnunni.

Sturla Jónsson stofnar flokk til að losa íslendinga við krónuna svo þeir hafi stöðugt verðlag.   Sennilega veit hann ekki, að þá myndu fjöldi fólks sem vinnur í samkeppnisatvinnu missa vinnuna.  Því þá væru innlendar vörur ekki nærri eins hagkvæmar og erlendar.    Ég hélt að bílstjórar berðust við litla vinnu og jafnvel atvinnuleysi, en það er skrítið að hann skuli ekki skilja að aðrir gera það líka.   Það er alveg ljóst að þeir sem hafa örugga vinnu, þá er stöðugt verðlag (evran) best, en fyrir þá sem missa vinnuna þá er það miklu verra að hafa ekkert,  enn að hafa minna  til að bíta í og brenna.   Vegna þess að við höfum krónuna þá er atvinnuleysi lítið hjá aðalatvinnuvegum íslendinga.

Allur þessi útflutningaiðnaður nýtur þess að gengið er lágt og á mun auðveldara með að styrkja undirstöðurnar og markaðssetja sig erlendis, eins og bjórverksmiðjur ættu nú að gera.  Nú kaupa menn frekar innlendar eldhúsinnréttingar og húsgögn,  en innfluttar

Halda menn að það allt sé betra þar sem evran er, eins og t.d. á Spáni, Grikkland, Ítalíu og jafnvel víðar í Evrópu, Írlandi   Halda menn að evran hafi gert lífið þar glæsilegt.  Halda menn að ófarir íslendingar séu krónunni að kenna, en ekki ofvexti bankanna þar sem miljarðar hafa horfið og þá á ábyrgð Íslendinga, halda menn að ábyrgðin hyrfi ef við værum í ESB.  Halda menn að þeir gætu haldið áfram að byggja og byggja húsnæði endalaust, þótt ekki væru til fólk og fyrirtæki til að nota þetta húsnæði.  Halda menn að Evran með sínu Evrópubandalagi myndi bjarga einhverju.   Vilja menn miðstýringu ESB, þar sem það skipti máli hvernig grænmetið leit úr, halda menn að útlit grænmetis hjálpi Íslendingum.

Nei það eru margar ástæður til þess að halda sig utan ESB og evrunnar. (sjá slóð á aðra bloggfærlslu mína)


mbl.is Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann hefur málefni sín og vörubílstjóra einna til sjónarmiða og ég tel mjög ólíklegt að svona einkahagsmuna flokkur nái kjöri.

Sérð bara mótmælinn þeirra á sínum tíma.   Þau stóðu gegn tvísköttun á atvinnubílstjóra og að þeim skorrti hvíldaraðstöðu.  Hann kom samt í öllum fjölmiðlum og fékk almenning í lið með sér á þeirri blekkingu að hann væri að reyna að lækka álögur ríkissins á eldsneyti sem ætti að skila sér til almennings!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:50

2 identicon

Mikið til í þessu hjá þér Kristinn.

Ef vandlega er hugað að því hvernig hagkerfi virka, má sjá hve öflugt vopn alþýðu hvers lands það er að hafa eigin gjaldmiðil, jafnvel þótt hann sé veikburða.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Marel hefur verið áberandi fyrir fylgjandi upptöku sterks gjaldmiðils. Sem lækkar verð á innflutningi. Því fylgir aukinn kaupmáttur. Almenn betri lífskjör gera meiri gröfur um gæði.  Og minnkar þörfina fyrir innfluttning á sérstaklega framleiddum lágverðs vörum. Viðhorfsbreyting samfara uppfræðslu og flutningskostnaði til landsins í gæðavöru myndi svo leiða til þess að innlend framleiðsla á gæðavöru á hátekjuneytaendamarkað yxi fiskur um hrygg.  Útlendingar sætta sig ekki við gengisskráningu sem virkar eins og tollamúr. Dollar strax. Íslenskir neytendur sætta sig ekki við gengisskráningu sem nýtist sem millifærsla á þjóðartekjum frá almennum neytendum til að greiða með illa reknum rekstri.  Þjóðartekjur eru of háar til þess að telja fólki trúi um að við öll getum ekki haft það ofurgott.  Við eigum raunverulegar auðlindir sem styrkja stefnuna í átt að ofurvelferðaþjóðfélagi allra stétta. Gjaldmiðillinn er eitt.  ESS annað: opnað leið innrásarinnar og kippti stoðunum undan mörgum hér áður góðum fyrirtækum með áherslum á fákeppni.  ESB er að safnan safn þjóða með skort á auðlindum og því minnkandi þjóðartekjum með atvinnuleysi að leiðarljósi í atvinnu og rekstrarmálum, hafa ekki efni á því að reka arðbær fyrirtæki. Íslendingar geta stórnað sínum efnhagsmálum málum með sköttum og tollum ef þeir hafa fullræði í sínum málum líkt og USA. Sterkur gjaldmiðill auðveldar alþjóðaviðskipti [inn og út] og lækkar fjárfestingarkostnað og auðveldar hagstæðari lánafyrirgreiðslur á allþjóðavettfangi. Dollar strax.

Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband