Aðalatriðið er ekki að stjórnin fari strax

Það er ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera, en það sem þarf að gera strax er að lykilmenn viðskipta í ríkisstjórninni segi af sér strax í gær.  Þar skipar hæst fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, svo er þetta spurning um dóms- og forsætisráðherra.  Það er líka möguleiki að fá utanþingsstjórn.

Nýir ráðherrar þurfa næst að skipta um yfirmenn eftirlitsstofnanna, og gæta þess að þeir séu ekki tengdir gamla fjármálakerfinu og  flokkskerfunum.    Síðan þarf að gera gagngera hreingerningu í bönkunum,bæði hvað varðar bankaráðin, ekki hafa þar gamla flokksborgara sem eru aldir upp í því að hygla hver örðum og taka tillit til hvers annars.   Síðan þarf að skipta út efstu lögunum í bönkunum, annað hvor með uppsögnum eða stöðulækkun.  Þeir sem voru í því að búa til skítinn munu núna ekki draga hann upp á yfirborðið.   Þeir munu draga upp það sem minnsti fnykurinn er af og hafa það neðst sem mesti óþefurinn er af.   Undir þeim vinnur fólkið á gólfinu og gerir það sem þeir vilja.  Það er makalaust að eftir næstum 4 mánuði síðan hrunið varð og alltaf er meiri skítur og óþefur að koma upp á yfirborðið skuli ekkert hafa verið gert til að hreinsa til og fá óháða og jafnvel erlenda aðila til að moka út flórinn.

Næst þarf að undirbúa kosningar.   Sökum þess að stjórnarskrábreytingar þurfa tvennar þingkosningar þá þarf að koma breytingum á stjórnarskránni að næstu kosningum.  Þar þarf að koma á

  1. Aðskilja betur á milli framkvæmda-, löggjafa- og dómsvalds.   T.d. með því að ráðherrar séu ekki þingmenn, og jafnvel utanþings.   Forsætisráðherra kosinn beinni kosningu. Það eru margir kostir í stöðunni.
  2. Auka vægi atkvæða í því hverjir sitja á þingi, t.d. með auknu vægi útstrikana og jafnvel beinu vali á þingmönnum.  En ekki að flokksvélin handvelji þingmenn eins og þeir hafa handvalið dómara.
  3. Auðveldara á að krefjast þjóðaratkvæðis.   Það er t. d. algjörlega ófært að þing geti sjálft án tillits til þjóðar, gengið í Evrópusambandið.  Það væri eins og að bæta við stjörnu í Ameríska fánann.  Og það verður hægara sagt en gert að fara út úr því.   Þá gætum við setið einangraðir með tollamúra allt í kringum okkur.  Því á þjóðin að hafa skilyrðislausan rétt til að ákveða þetta sjálft.
  4. Fækka þingmönnum.  Það er enginn ástæða að hafa fleiri en 31 þingmenn.  Afköst og gagn hafa ekki verið í hlutfalli við fjölda þeirra né blaðrið í þeim, nema þá helst í öfugu hlutfalli.

Það hefur verið allt of lítið talað um þessar breytingar á stjórnarskránni.  Nú þyrfti að stofna þrýstihóp til að koma þessu í gegn.   Njörður Njarðvík hefur látið þessi mál taka til sín.   Ólafur Hannibalsson gekkst fyrir hópi manna sem vildi tryggja þjóðinni aðgang að lýðræðinu með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég er á því að Rödd Fólksins ætti einnig að taka á þessu,   við eigum bara að hafa einn mótmælandahóp, allt annað er bara til að auðvelda flokksveldunum að sitja og verja lén sín.



mbl.is Fundað með flokksformönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Útflutningur Íslands er svo lítil seldur í mörgum gæða einingum vítt og breytt um heimin að þannig flýgur hann yfir tolla. Tollamúrarnir samfara ESB er ekki það sama og ef Ísland gerir sjálfstæða vöruskipta samninga við  við samkeppnis aðila ESB sem eru margir.  ASÍA ein mesta fiskneyslu svæði heimsins. Kjöt og Fisk verð eitt hið hæðsta í Japan. Asíu búar kaup kjöt og fisk í grömmum frekar en kílóum. 5.000 krónur á kíló eru eru 5 krónur á grammið. 50 grömm í hrísgrjóna rétt þykir mikið hjá þeim á einstakling. 

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1397

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband