Grasið slitið upp með rótum

Það er synd þegar forysta Frjálslynda flokksins sleit sambandinu við grasrótina og tapaði öllum þingsætunum.   Flokkurinn á fullt erindi á þing en ekki flokksforystan.

Það vantar frjálslyndan hægri flokk sem er ekki undir hæl fyrirtækjanna og getur hlúð að fyrirtækjunum og eflt samkeppni þeirra á milli, almenningi til hagsbóta.

Það vantar frjálslyndan hægri flokk sem getur endurheimt verðmæti þjóðarinnar á hafi úti og leyft öllum að koma að fiskikvótunum umhverfis landið.

Það þarf að skipta algjörlega um forystu í Frjálslynda flokknum.


mbl.is Aftur á sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökk sé íslensku krónunni

Útlendingar kæmu ekki í hópum eins og fréttin um Færeyingana sem flykkjast hingað í útsöluferðir, nema vegna þess að ísland er ódýrt í augum útlendinga.   Staðan væri ekki svona ef við hefðum anna gjaldmiðil.  Þá hefðum við minni vinnu af ferðaiðnaðinum, verslun og viðskiptum og minni tekjur vegna virðisaukaskattsins.   Þökk sé íslensku krónunni.
mbl.is Útsöluferðir til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjáls samkeppni og Sjálfstæðisflokkurinn

Nú þegar kosningar eru að fara í hönd er rétt að rifja upp nokkur mál þar sem steinn hefur verið lagður í götu frjálsrar samkeppni, sem sjálfstæðisflokkurinn hefur kennt sig við, eða ætla má að fyrirtæki hafi stutt flokkinn til þess að fá annað hvort fyrirgreiðslu eða koma í veg fyrir samkeppni.   Án þess að ég muni hvenær Sjálfstæðisflokkur hafi verið við völd, þá er hans valdaskeið svo langt að hann hefur mjög líklega verið við völd í nánast öllum tilfellum, ef ekki öllum þeim tilfellum sem hér verða talin.  Gaman væri að fá fleiri dæmi og umræður um þessa misskildu frjálshyggju

  • Útgerðafélögin.   Vilja ekki afnema gjafakvótann til að nýir aðilar geti komist að, þrátt fyrir að mannréttindadómstóllin hafi úrskurðað þetta ólöglegt.
  • Flugsamgöngur.  Arnarflug fékk ekki lendingarleyfi á norðurlöndunum eða í London.  Guðni í Sunnu skrifaði bók um málið fyrir nokkrum árum síðan.
    Air Canada fékk ekki að taka upp farþega á leið sinni milli Kanada og Evrópu.
    Afgreiðsla við flugvélar á keflavíkurvelli var (og gæti enn verið) bundin við einokun eins fyrirtæki.
  • Sjósamgöngur.   Bæði Hafskip og Samskip fengu hér á árum áður ekki að sigla fyrir varnarliðið.
  • Bifreiðaskoðun.   Þegar Bifreiðaeftirlit Ríkisins var lagt niður, þá fengu nokkrir einkavinir að reka einokunarfyrirtæki í mörg ár, án þess að aðrir fengu að koma að.
  • Olíufélögin.   Fyrir nokkrum árum reyndi kanadískt olíufyrirtæki að stofna sölustaði á Íslandi.  Þeir fengu engar lóðir nema fjarri megin umferðarsamgöngum.
      Sagan segir að þegar Óli í Olís var að veita hinum olíufélögunum samkeppni,  reyndi Landsbankinn sem þá var ríkisbanki (eins og nú) að stilla honum upp við vegg svo hann neyddist til að selja Olís.  Hann hafi bjargað sér með samningi við Texaco.
  • Bankamál.  Það hefur nú komið á daginn að bankarnir voru Einkavinavæddir með mjög svo takmarkaðri eignardreifingu, svo einum í einka(vina)væðingarnefndinni ofbauð og sagði sig úr henni.
      Mig minnir að það hafi komið fram, annað hvort hjá Guðmundi Ólafssyni á útvarpi Sögu eða í Silfri Egils að þýskur banki hafi leita fyrir sér með að opna útibú á Íslandi en fengið lítinn og lélegan hljómgrunn.
  • Tryggingar.  FÍB tryggingar urðu að leggja upp laupana vegna þess að þeir fengu ekki endurtryggingu hjá Lloyd's.   Hvers vegna fengur þeir ekki endurtryggingu hjá Íslenski Endurtrygging eða hvers vegna gerðist þetta án þess að íslensk stjórnvöld aðhefðust nokkuð.
  • Verktakastarfsemi.  Íslenski Aðalverktakar sátu einir að framkvæmdum á Vellinum og svo þegar ríkið neyddist svo til að rjúfa þá einokun, þá var það eikavinavædd með ránddýra byggingalóð (Blikastaðir) sem heimamund.  Sá gjörningur var svo dæmdur óeðlilega, án þess að nokkuð var aðhafst.
      Það hefur ekki þótt einleikið hvað sum byggingafyrirtæki hafa fengið góðar lóðir í Reykjavík, á meðan aðrir fá engar lóðir eða miklu lakari.   Það er undarlegt hvernig deiliskipulagi er breytt til þess að leyfa verktökum að byggja íbúðir á völdum svæðum.
    •  Ég heyrði að samtök Aldraðra hafi ítrekað verið synjað um byggingalóðir, en svo geta keypt íbúðir af „útvöldum“ verktökum
  • Smávöruvenslun.   Það hefur komið fram hjá Samkaupum að þeir hafi aldrei fengið lóð í Reykjavík þótt þeir hafi margsinnis sótt um.   Það hefur líka komið fram að Hagar (Baugur) og Kaupás (Netto og Krónan) hafi skipt með sér Grafarvoginum.
    •  Það hefur komið fram að Bauhaus hafi margsinnis reynt að reisa byggingavöruverslun á Íslandi, en aldrei fengið lóð, fyrr en nú nýlega eftir að það komst í hámæli að þeim hafi margsinnis verið synjað um lóðir.
  • Það var haft eftir Sigurði G. lögmanni að þegar hann hafi verið nýbyrjaður sem framkvæmdastjóri Stöðvar 2.  þá hafi tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins komið til hans og sagt að fyrirtæki af hans stærðargráður ætti að borga 5 milljónir til flokksins.   Sigurður hafnaði því og daginn eftir var lán hjá Landsbankanum (sem þá var ríkisbanki) gjaldfellt.

Er nema von að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að kjósendur velji þingmenn, því þá gætu fyrirtækin ekki eins haft áhrif á það hverjir veljast til valda og þjóni þeirrar hagsmunum.

Er nema von að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki innkalla gjafakvótann, því hann hornsteinn að styrkjum útgerðafélagana til flokksins

Nei sagan er löng og lítið skemmtileg.   Ef einhverjir hafa fleiri sögur eða ítarlegri upplýsingar þá endilega látið mig vita, eins bið ég menn að leiðrétta mig ef mig hefur misminnt um eitthvað.


Það á aldrei að láta undan kúgurum

Nato á ekki að taka í mál að láta undan kúgun Tyrkja.  Það er leið í miklar ógöngur ef við byrjum á því að láta undan öfgahópum, hverrar trúar sem þeir eru, múslímar, gyðingar eða kristnir.   Því eiga önnur Natoríki að standa fast á þeim fulltrúa sem þau hafa komið sér saman um (Anders Fogh Rasmussen) en ekki láta öfgamenn stilla sér upp við vegg.   Það er sambærilegt og að láta undan mannræningjum, vandinn verður bara stæri og stærri á eftir.
mbl.is Danir þreyttir á Tyrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrt lánsfé var ein af ástæðum hrunsins.

Ein af ástæðum efnahagshrunsins var mikið og ódýrt lánsfé.   Ódýrt lánsfé er lánsfé með lágum vöxtum.  Ætla menn að halda áfram á þeirri braut sem kom efnahagslífinu á kaldan klaka.   Eiga menn enn að taka rekstrarlán.   Þau lán leiða bara til glötunar, þá vaða menn bara lengra út í forina.
mbl.is 4 ára þorskveiði til að mæta útflæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setja þarf samskiptin við Ísrael í annað samhengi

Evrópusambandið og EFTA einnig, með Ísland í farabroddi ættu að setja viðskiptabann á ísrael, ef það gengur ekki, þá ætti að skattleggja öll viðskipti við ísrael, bæði inn og útflutning og nota skattinn til að byggja upp það sem ísrael er búið að eyðileggja í Palestínu
mbl.is Ísraelar frömdu voðaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að vera bankaleynd yfir afbrotum, en ekki friðhelgi heimilis

Það er skrítið að það skuli eiga að vera bankaleynd yfir afbrotum, hvort heldur er afbrot gagnvart refsilögjöf eða vinnureglum bankanna sem kom ómældum útgjöldum á þegna landsins.  Það er alveg ótrúlega að þessir aðilar eru hneykslaðir yfir því að við fáum að vita hvers vegna hvert eitt einasta okkar þarf að borga margar miljónir vegna hegðunar þeirra sem eigum svo ekki að vita.

Þetta er eins og friðhelgi heimilisins væri brotin af því að löggan fer þar inn til að sækja hassplöntur.   Þessir sömu aðilar hneykslast ekki á því, þótt þau brot séu brot af þeirra brotum.


mbl.is Fráleit bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forræðishyggja þingmanna á sér engin takmörk

Það er skrýtið réttlætið að það sem allir mæra og hvetja til aukins kynlífs og telja það bæði hafa andleg og líkamlega jákvæð áhrif.   Allir eru sammála um að stunda með fullu samþykki beggja, allir eru sjálfráða og lögráða, þá er allt í einu annar brotlegur en ekki hinn.    Er þetta ekki kennslubókardæmi um forræðishyggju þingmanna eins og að ekki megi borða grænmeti ef útlit þess er því að þingmanna Evrópusambandsins.
mbl.is Fyrsti vændiskaupandinn fyrir rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það öruggt að ríkið eigi að eiga listaverk

Ég er ekki svo sannfærður um að ríkið eigi að eiga listaverk.  Fjöldinn allur af fólki, ellilífeyrisþegar, eldra fólk og venjulegt fólk töpuðu stórfé (sumir aleigunni) á peningabréfum bankanna, eiga þeir ekki kröfu í listaverkin eins og hverjar aðrar eigur.    Vissulega gæti ríkið keypt þessi listaverk, en þá bara í samkeppni við aðra kaupendur (þeir eru sennilega hvorki margir né sterkir).   Aðalatriðið er að listaverkin verði ekki gefin sem gjafaaukar, næst þegar íhaldið kemst í aðstöðu til að gefa bankana aftur.
mbl.is Vill listaverk bankanna í ríkiseigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann Jón er kominn heim

Ætli Jón Magnússon sé kominn heim til Sjálfstæðisflokksins til að bjarga syninum.  Ekki er það til að afnema verðtrygginguna eða taka upp evruna.
mbl.is Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjámur er vel að þessum verðlaunum kominn

Þótt margur séu verðir þeirra verðlauna og heiðrana sem þeir fá, þá tel ég að öðrum ólöst þá finnist varla nokkur sá maður hafi verðskuldað ein vel svona heiður eins og Vilhjálmur Bjarnason. 
mbl.is Vilhjálmur verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er lag að fækka þingmönnum

Nú kemur hver þingmaðurinn fram á eftir öðrum og lýsir því yfir að þeir ætla ekki að bjóða sig fram til þings.   Allir, nema þingmenn vita þörfina á því að breyta stjórnarskránni.    Því er bráðnauðsynlegt að breyta stjórnarskránni núna og grípa tækifærið og fækka þingmönnum.   Þingmenn vilja ekki frekar enn aðrir leggja niður sín störf, óháð hversu gagnslaus þau eru.   Núna þegar fjöldinn allur af þingmönnum er búinn að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að bjóða sig fram, þá á að grípa tækifærið og fækka þingmönnum niður í 31.   Það eru  miklar líkur á því að margir þingmenn missi vinnuna út af því einu saman, því það er líka viðbúið að auk þeirra sem ætla að hætta þingmennskur, þá verði nokkur uppstokkun í þingliðinu.

Grípum tækifærið og fækkum þingmönnum niður í 31.


mbl.is Valgerður ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnús er nú ekki séra Davíð

Það makalaust þegar hægt er að kasta hæfum mönnum sem hafa sinnt vinnu sinni í áratugi, eins og hver annarri tuski.  Því er svo borið við að staða fyrirtækisins sé slæm.     Meðan svona er farið með (góða)starfsmenn eftir áratuga (vel unnin) störf.  Þá er ekki hægt að losna við silkihúfur úr seðlabankanum eða stjórnkerfinu sem hafa lítið unnið, og það litla verið illa unnin störf.   Ofan á allt saman er staða seðlabankans miklu verri en Keflavíkurflugvallar ohf því seðlabankinn er tæknilega gjaldþrota og þar ættu menn að missa vinnuna en ekki fá tugmilljóna starfslokasamning.   Ríkið svíkur öll réttindi á þessum manni, en getur ekkert gert við fyrrum silkihúfu alþingis.    Það þarf að taka meira til, og gera meiri kerfisbreytingu en nú er í farvatninu hjá þessum silkihúfum.
mbl.is Fyrir neðan allar hellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að sýna lit þegar tjáning á spillingu er refsiverð

Það er nú alveg ljóst að Toyota hyglir sínum toppum eins og bankarnir (seðlabankinn og fjármálaeftirlitið meðtalið) gerðu og koma þjóðinni á vonarvöl.   Ef ekki er brugðist við svona alveg í fæðingu, þá mun þetta vaxa þar til farið er fram af bjargbrúninni.   Því fyrr sem tekið er í taumana  því fyrr.   Ef Haraldur Þór framkvæmdastjóri Toyota verður ekki látin tala pokann sin og fara með hann á bakinu en ekki í skottinu á fína bílnum, þá verðum við að sniðganga Toyota og öll fyrirtæki þess (Artic truck).   Annar mun spillingin halda áfram.
mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hvað er verið að borga STEF-gjald af tómum diskum

Þegar ég kaup tóma CD (og DVD) diska til að taka afrit af myndum og tölvugögnum, þá borgar ég til STEFS.  Mér leikur hugur á að vita hvers vegna ég er að borga þeim, ef ég má ekki hala niður efni af netinu.  Það er ljóst að þeir eru orðnir eins og ríkið vilja og ætla bæði að sleppa og halda.
mbl.is Lögbann á Torrent staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem hefðu fengið vinnu, eiga heldur engan bótarétt

Það er ábyrgðarlaust að á tímum þegar atvinnuleysi er að nálgast 10% að leita ekki allra leiða til að skapa vinnu og auka verðmæti þjóðarbúsins.   Steingrímur mun ekki bera ábyrgð á því, frekar en þingmenn almennt.
mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar í endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn með lík í lestinni sem heitir Framsókn.

Ný ríkisstjórn með lík í lestinni sem heitir Framsókn.

Það er greinilegt að Framsókn ætlar að pressa nýja ríkisstjórn til að gera ýmsar óvinsælar aðgerðir og taka afleiðingarnar af því, sem gæti kostað fylgi í vor.   Sjálfir ætla þeir svo að njóta þess að koma að geta komið að búi sem búið er að gera allar erfiðustu ákvarðanirnar og hægt að fara að nóta ávaxtanna án þess að hafa sáð til þeirra.

Væri ekki heillegra að vera bara í ríkisstjórninni og taka ábyrgð á sínum ákvörðunum.


mbl.is Framsókn ver nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt eftir bókinni

Uppgjör við fyrrum silkihúfur bankanna verður sennilega eftir bókinni.   Þessir menn hafa haft hundruð þúsunda (jafnvel miljónir) í mánaðartekjur og gátu vænst tug og jafnvel hundruð miljóna tekjuhagnaðar af hlutabréfabraski,  en tapið fer á okkur almúgann.
mbl.is Stjórn Kaupþings: Engin ákvörðun um ábyrgðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti ekki að vera refsivert að blekkja

Danska þingið er að spá í að refsa bönkum fyrir að blekkja fólk til að taka þátt í áhættusömum fjárfestingum.    Það ætti að vera refsivert að blekkja fólk, jafnvel þótt það hafi sjálft skrifað undir eins og það hafi verið þeirra ákvörðun (eftir eftirgang bankamanna).   Það er borin von til þess að hér verði nokkur annar en hinn almenni borgari látinn bera ábyrgð á gjörðum sínum.   Toppar og tildurrófur þurfa aldrei að bera ábyrgð.   Það gilda ekki einu sinni um þá sömu lög og um almenning.   Samanber að ríkið hefur margoft lagt niður störf til að losna við menn (m.a. þjóðhagsstofnun), en nú er ekki hægt að leggja niður bankastjórastarf til að losna við þá.
mbl.is Bankarnir bæti fyrir blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkindaþvaður hvalverdunarsinna

Það er alveg með ólíkindum hvað hvalverndunarsinnar eru óþreytandi á að þvaðra um það, að efnahagur íslendinga mun falla í rúst ef farið verður að veiða hvali.  Reynslan sýnir það gagnstæða.  Þegar Íslendingar fóru að veiða hrefnur þá jókst ferðaiðnaðurinn og uppgangur íslendinga varð meiri enn nokkru sinni fyrr (þótt það hafi ekki verið vegna hvalveiðanna) og erlendis dáðust menn af íslendingum og enginn nefndi hvalveiðar.   Þegar Íslendingar fóru að veiða langreiðar þá varð stóraukning í ferðaiðnaðinum.  Nákvæmlega það sama gerðist í Noregi.  Ferðaiðnaður á norðlægum slóðum jókst á sama tíma og þeir fóru að veiða hrefnur.    Hafa Japanir misst spón úr sínum aski vegna hvalveiðanna ?   Nú þurfum við bara að bæta um betur og bjóða ferðamönnum að skoða hvalskurð í hvalstöðinni eins og hér forðum.   Þá voru rútur í löngum röðum til að skoða hvalskurð.    Hvalaskoðunarfyrirtækin gætu boðið ferðamönnum að enda ferðina í Hvalfirðinum.   Það eru engin rök gegn hvalveiðum, þetta eru sjálfbærar veiðar sem efla ekki aðeins atvinnulífið í hringum veiðarnar, heldur líka fiskveiðar allt í hringum landið, því hvalurinn þarf líka að éta meðan hann lifir, en hættir því þegar hann er veiddur og er þá sjálfur étinn.  (þetta gætu nú friðunarsinnar reynt að skilja)   Beint afleiddar greinar af hvalveiðum er mjög margar,  það er skurður, pakkning, frysting og flutningur og er þetta margfalt meira en hvalaskoðunarfyrirtækin veita, þar situr ekkert eftir annað en laun áhafnar, sem eru sennilega miklu lægri en laun hvalveiðiskipanna.   Vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og ýmis þjónustuverkstæði njóta einnig góðs af hvalveiðum, því hvalveiðiiðnaðurinn kaupir mikið af þjónustu frá þeim.

Ef stjórnvöld leyfa ekki hvalveiðar, þá er ljóst að þau vantar ekki tekjur fyrir þjóðarbúið, hvorki frá hval- né fiskveiðum eða ferðaiðnaðinum.  Kannski geta þeir skorið svo mikið niður í utanríkisþjónustunni.

Skildi það vera líkt með stjórnmálamönnum og hvalfriðunarsinnum að þeir geta ekki lært af reynslunni.


mbl.is Skýr skilaboð frá Svíum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband