23.1.2009 | 12:18
Er einhver hissa á litlu trausti fréttastofu Stöðvar 2
Stöð 2 hefur alla tíð farið silkihöndum um sína eigendur, og munar þar miklu á þeim og Ruv. Þeir hafa verið ósparir á gagnrýnina á ríkisstjórnina, skilanefndirnar og sagt ítarlega frá mótmælunum undanfarið. Allt er þetta með einum eða öðrum hætti í óþökk eigandans, ríkisins. Þegar kemur að Stöð 2 þá hafa þeir alltaf farið silkihöndum um Jón Ásgeir og ef þeir mislíkar við umfjöllun fréttamanna þá eru þeir ekki að hika viða að reka þá þótt það séu bestu fréttamenn þeirra, má þar nefna Þóru Kristínu, Þorfinn og nú síðast Sigmund Ernir.
Nei engin fréttastofa er betri en hlutdræg fréttastofa, og er ég á því að þeir ættu að spara meira.
Fréttamenn hafa ekki sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 14:20
Aðalatriðið er ekki að stjórnin fari strax
Það er ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera, en það sem þarf að gera strax er að lykilmenn viðskipta í ríkisstjórninni segi af sér strax í gær. Þar skipar hæst fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, svo er þetta spurning um dóms- og forsætisráðherra. Það er líka möguleiki að fá utanþingsstjórn.
Nýir ráðherrar þurfa næst að skipta um yfirmenn eftirlitsstofnanna, og gæta þess að þeir séu ekki tengdir gamla fjármálakerfinu og flokkskerfunum. Síðan þarf að gera gagngera hreingerningu í bönkunum,bæði hvað varðar bankaráðin, ekki hafa þar gamla flokksborgara sem eru aldir upp í því að hygla hver örðum og taka tillit til hvers annars. Síðan þarf að skipta út efstu lögunum í bönkunum, annað hvor með uppsögnum eða stöðulækkun. Þeir sem voru í því að búa til skítinn munu núna ekki draga hann upp á yfirborðið. Þeir munu draga upp það sem minnsti fnykurinn er af og hafa það neðst sem mesti óþefurinn er af. Undir þeim vinnur fólkið á gólfinu og gerir það sem þeir vilja. Það er makalaust að eftir næstum 4 mánuði síðan hrunið varð og alltaf er meiri skítur og óþefur að koma upp á yfirborðið skuli ekkert hafa verið gert til að hreinsa til og fá óháða og jafnvel erlenda aðila til að moka út flórinn.
Næst þarf að undirbúa kosningar. Sökum þess að stjórnarskrábreytingar þurfa tvennar þingkosningar þá þarf að koma breytingum á stjórnarskránni að næstu kosningum. Þar þarf að koma á
- Aðskilja betur á milli framkvæmda-, löggjafa- og dómsvalds. T.d. með því að ráðherrar séu ekki þingmenn, og jafnvel utanþings. Forsætisráðherra kosinn beinni kosningu. Það eru margir kostir í stöðunni.
- Auka vægi atkvæða í því hverjir sitja á þingi, t.d. með auknu vægi útstrikana og jafnvel beinu vali á þingmönnum. En ekki að flokksvélin handvelji þingmenn eins og þeir hafa handvalið dómara.
- Auðveldara á að krefjast þjóðaratkvæðis. Það er t. d. algjörlega ófært að þing geti sjálft án tillits til þjóðar, gengið í Evrópusambandið. Það væri eins og að bæta við stjörnu í Ameríska fánann. Og það verður hægara sagt en gert að fara út úr því. Þá gætum við setið einangraðir með tollamúra allt í kringum okkur. Því á þjóðin að hafa skilyrðislausan rétt til að ákveða þetta sjálft.
- Fækka þingmönnum. Það er enginn ástæða að hafa fleiri en 31 þingmenn. Afköst og gagn hafa ekki verið í hlutfalli við fjölda þeirra né blaðrið í þeim, nema þá helst í öfugu hlutfalli.
Það hefur verið allt of lítið talað um þessar breytingar á stjórnarskránni. Nú þyrfti að stofna þrýstihóp til að koma þessu í gegn. Njörður Njarðvík hefur látið þessi mál taka til sín. Ólafur Hannibalsson gekkst fyrir hópi manna sem vildi tryggja þjóðinni aðgang að lýðræðinu með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég er á því að Rödd Fólksins ætti einnig að taka á þessu, við eigum bara að hafa einn mótmælandahóp, allt annað er bara til að auðvelda flokksveldunum að sitja og verja lén sín.
Fundað með flokksformönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2009 kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2009 | 07:17
Nú er tækifærið að ná kvótanum undir þjóðina
Sjávarútvegsfyrirtæki berjast fyrir lífi sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 01:49
Afstæðar vegalengdir í Heilbrigðisráðuneytinu
Það eru alveg ótrúleg rökin sem beitt er til að sannfæra almenning um að Landspítalinn eigi að gína yfir allri heilbrigðisþjónustu á stórhöfuðborgarsvæðinu (og seinna landsbyggðinni).
Fyrir nokkrum árum þegar heilbrigðisráðherra og Landspítalinn þurfti að sannfæra almenning um að Landspítalinn þyrfti að yfirtaka Fæðingarheimilið þá var það vegna þess að það væri of langt Þvert yfir Eiríksgötuna að Landspítalanum til að flytja konur í nauð. Nú í gær var yfirlæknir fæðingardeildar Landspítalans (og heilbrigðisráðuneytisins) að sannfæra landsmenn um að Reykjanesbrautin endilöng frá Reykjanesbæ í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og hálfa Reykjavík að Landspítalanum væri ekkert of löng til að flytja fæðandi konur í nauð á Landsítalan. Er vona að maður undrist yfir því hvað hafi breyst á þessum liðlega áratug sem er liðinn síðan Fæðingarheimilið var yfirtekið af Landspítalanum. Hitt veit ég að hefur ekki breyst, er að Landspítalinn hefur aldrei þolað nokkra samkeppni við sig í þessu samfélagi.
Reykjanesbær, Akranes og Selfoss hafa notið vaxandi vinsælda hjá fæðandi konum. Bráðum mun það sennilega verða styttra frá Akranesi í gegnum Hvalfjarðargönngin, Mosfellsbæ, alla Miklubrautina til Landspítalans en þvert yfir Eiríksgötuna
Það er heldur ekki undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur aldrei verið neitt gefinn fyrir samkeppni og því ekki að undra þótt lítið hafi breyst þegar þeir tóku við af framsókn í heilbrigðisráðuneytinu.
Ég vil að lokum benda á blogg mitt um þörf Landspítalans að yfirtaka allar heilbrigðisstofnanir á höfðaborgarsvæðinu í gegnum tíðina: http://kristinnsig.blog.is/blog/kristinnsig/entry/763023/
Langur fundur með ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 19:24
Hefur einhver sparnaður orðið af sameiningum
Ég man þá tíða þegar Borgarspítalinn yfirtók Landakot, allt í nafni hagræðingar. Mig minnir að hún hafi eitthvað staðið á sér og því kom þessi hugmynd að Landspítalinn yfirtæki Borgarspítalann. Og aftur var þetta í nafni hagræðingar. Það stóð nokkuð á þeirri hagræðingu og var þá borið við að það væri alltaf nokkur kostnaður við sameiningu, t.d. að hafa hjartadeild, bráðamóttöku o. fl. á báðum stöðum. Mikið vatn hefur síðan runnið í sjóinn og miklir peningar fokið út um gluggann. Næst var þetta spurningin um að hafa stofnunina á einum stað, það á nú að leysa allan vanda. Ekki dreg ég í efa að það mun gera það miðað við núverandi ástand, en hafði sameiningin hagrætt eitthvað í gegnum tíðina. Það fylgir gjarnan stórum stofnunum að fjöldi millistjórnenda vex, viðbrögð á milli gólfs og höfuðs lengjast og stofnunin verður eins og tröll í myrkri. Þá er samkeppni frá smáum keppinautum óhagstæð og þá þarf að byrja að lobbýast og yfirtaka þau. Allt í nafni hagræðingar en í raun bara til að auka völd stjórnendanna og losna við óhagstæðan samanburð svo maður tali nú ekki um óþægilega gagnrýni. Gagnrýni innan Landspítalans er ekki til þess að hrósa spítalanum fyrir opna, líflega og óhefta umræðu. Þegar umræðan um aukinn kostað kemur upp, þá er borið við að þjóðin eldist, farið er út í dýrari aðgerðir o. s. fr. Þetta eru sennilega innihaldslaus rök, sem forráðamenn beita af því að erfitt er nema fyrir innanbúðarmenn að gagnrýna, en þaðan kemur eingin gagnrýni eðli málsins samkvæmt. Það hafa orðið stórstígar framfarir í lækningum, og flestar á venjulegum rútínu aðgerðum eins. Skurðaðgerðir eru margar hverjar orðnar fljótlega og litlar, t.d. sagði læknir um daginn að það tæki ekki nema 10 að skipta um augastein. Lyf verða einnig betri, annars ættu læknar að halda sig við gömlu lyfin sem og gömlu tækin ef þau eru ódýrari. Þetta ættu allir að sjá nema þeir sem sitja í fílabeinsturni Landsspítalans og heilbrigðisráðuneytinu.
Já nú ættu fagmenn að fara ofan í saumana á hagkvæmninni.
Hreyfing gegn flutningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2009 | 16:12
Kvótinn og forréttindin
4.1.2009 | 00:09
Er aumingjaskapur utanríksiráðuneytisins í þágu ESB
Nýr kafli í hörmulegri sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2009 | 23:17
Athyglisvert bréf til Birnu
Sveinn Valfells skrifar athyglisvert bréf til Birnu Einarsdóttir bankastjóra með minnu á umræðusvæði visir.is (http://visir.is/article/20090102/SKODANIR03/5696985/-1#).
Ég hvet menn til að kíkja á bréfið
Hún var síðan í feb 2007 (í næstum 2 ár) búin að vera í framkvæmdastjórn Glitnis og hún er núna bankastjóri. Það þurfa fleiri að mæta á Austurvöll á laugardögum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2009 | 22:44
Hverra hagsmuna skildi hún gæta
Hermanni var sagt upp vegna þess að hann vildi gæta hagsmuna neytendanna á kosnað Teymis.
Hverra hagsmuna skildi Ragnhildur gæta.
Ragnhildur tekur við Tal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2009 | 16:43
Sendiráðin eru óþörf
Styrmir: Vill skera niður í utanríkisþjónustunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 11:56
Allir jafnir, en sumir eru jafnari
Wernerssonum líklega úthýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2008 | 12:25
Það þurfti rok til að silkihúfurnar fuku.
Tveimur sagt upp til viðbótar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2008 | 09:32
Hvernig verður Bush minnst.
Bush verður þakkað, segir Rice | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2008 | 18:41
Mega bara Ísraelsmenn verja sig
Það er undarlegt að þegar Hamas samtökin skjóta nánast gagnslausum flugskeytum yfir til Ísrael, þá gefur það Ísraelsmönnum rétt til að myrða og eyðileggja nánast takmarkalaust. Mega Palestínumenn ekki verja sig, þótt þeir beiti nánast gagnlausum vopnum. Það er mikið skrítið í þessum heimi og þar eru Bandaríkjamenn skrítnastir, sem styðja þessi morð og þykjast svo vera friðar og mannréttindasinnar.
Af hverju hafa Ísraelsmenn aldrei tekið í mál að alþjóðastofnanir hafi friðargæslulið í Palestínu eins og er víða um heim á ófriðarsvæðum. Því spyrja menn Ísrael og Bandaríkjamenn aldrei um þetta.
195 látnir, yfir 300 særðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2008 | 14:36
Hefur Sturla ekki áhyggjur af vinnunni.
Sturla Jónsson stofnar flokk til að losa íslendinga við krónuna svo þeir hafi stöðugt verðlag. Sennilega veit hann ekki, að þá myndu fjöldi fólks sem vinnur í samkeppnisatvinnu missa vinnuna. Því þá væru innlendar vörur ekki nærri eins hagkvæmar og erlendar. Ég hélt að bílstjórar berðust við litla vinnu og jafnvel atvinnuleysi, en það er skrítið að hann skuli ekki skilja að aðrir gera það líka. Það er alveg ljóst að þeir sem hafa örugga vinnu, þá er stöðugt verðlag (evran) best, en fyrir þá sem missa vinnuna þá er það miklu verra að hafa ekkert, enn að hafa minna til að bíta í og brenna. Vegna þess að við höfum krónuna þá er atvinnuleysi lítið hjá aðalatvinnuvegum íslendinga.
- Sjávarútvegi
- Stóriðju
- Ferðaiðnaður
- Margháttaður útflutningsvegur eins og Marel. Össur, Actavis, 66° Norður, CCP (tölvuleikjafyrirtæki), Promens (plastker, Dalvík), DN (ökurita, Northtast (hátækniþekking til að vinna bragðefni úr fiski) og að lokum bjórverksmiðjur,
Allur þessi útflutningaiðnaður nýtur þess að gengið er lágt og á mun auðveldara með að styrkja undirstöðurnar og markaðssetja sig erlendis, eins og bjórverksmiðjur ættu nú að gera. Nú kaupa menn frekar innlendar eldhúsinnréttingar og húsgögn, en innfluttar
Halda menn að það allt sé betra þar sem evran er, eins og t.d. á Spáni, Grikkland, Ítalíu og jafnvel víðar í Evrópu, Írlandi Halda menn að evran hafi gert lífið þar glæsilegt. Halda menn að ófarir íslendingar séu krónunni að kenna, en ekki ofvexti bankanna þar sem miljarðar hafa horfið og þá á ábyrgð Íslendinga, halda menn að ábyrgðin hyrfi ef við værum í ESB. Halda menn að þeir gætu haldið áfram að byggja og byggja húsnæði endalaust, þótt ekki væru til fólk og fyrirtæki til að nota þetta húsnæði. Halda menn að Evran með sínu Evrópubandalagi myndi bjarga einhverju. Vilja menn miðstýringu ESB, þar sem það skipti máli hvernig grænmetið leit úr, halda menn að útlit grænmetis hjálpi Íslendingum.
Nei það eru margar ástæður til þess að halda sig utan ESB og evrunnar. (sjá slóð á aðra bloggfærlslu mína)
Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2008 | 23:21
Það bítur enginn í höndina sem gefur þér að éta
Íhugar málsókn gegn Kastljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2008 | 18:58
Einbeittur brotavilji Glitnis
Það er ljóst að það þarf að fara í saumana á Glitnisflíkinni. Ef við tökum saman nokkra punkta varðandi einbeittan brotavilja Glitnis sem lýsir vel i þvílíkri lausa- og eiginfjárkrísu þeir voru.
- þeir stungu 7000 miljónum úr sjóði norska nýsköpunarsjóðnum í eigin vasa, greiddu af láninu, bæði vexti og afborganir til að villa um fyrir sjóðnum og segja að þetta hafi bara verið mistök.
- Þeir lána tekjuhærri starfsmönnum miljónir til að kaupa hlutabréf í sjálfum sér.
- Þeir gefa út skuldabréf sem þeir láta peningamarkaðssjóðinn kaupa langt umfram verklagslegum sjóðsins og eru þannig búnir að brjóta á þeim sem áttu bréf í sjóðnum.
- Þeir láta starfsfólk sitt hringja í sparifjáreigendur og hvetja þá til að kaupa í bréf í peningamarkaðssjóðnum, og láta það sannfæra viðskiptavinina um að þetta séu örugg fjárfesting. Þetta gera þeir þrátt fyrir að þeir vita að öruggi hluti sjóðsins (ríki og sveitafélög) er kominn langt niður fyrir það sem segir í verklagsreglum og að þeir sjálfir eru komnir með allt of stóran hlut og standa sjálfir mjög hæft svo ekki sé meira sagt. Þannig að þeir voru vel meðvitaðir um að sjóðirnir voru ekki lengur öryggi, þar sem þeir voru aðal skuldararnir.
- Þeir stofan eignarhaldsfélag og lána því stórfé til að kaupa eigin hlutabréf án þess að nokkur veð séu til staðar.
- Endurskoðendur skrifa upp á allt þetta, sennilega til að blekkja eftirlitið.
Það má ljóst vera að brotaviljinn var mjög einbeittur og má það undarlegt vera að vel flestir sem stóðu að þessu er enn starfsmenn bankans og eru að rannsaka eigin verk.
Ætli Björgvin viðskiptaráðherra reikni með að það komi nokkuð út úr þessu.
Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2008 | 14:23
Er eitthvað annað eitthvað betra ?
Allir eru að leita skjóls í þessu gjörningaveðri sem nú gengur yfir efnahagslífið og horfa menn helst til Evrópubandalagsins (EU) og Evrunnar () í von að þar sé skjól. Við þurfum ekki að fara til EU því þeir munu koma til okkar. Ástæða þess að ég tel það vera hið mesta óráð að fara til EU eru.
- Íslend er mitt í miklum fiskveiðimiðum sem eru bæði gjöful og með hækkandi sjávarhita hafa nýjar tegundir komið inn, sem EU vill örugglega hafa hönd í bagga með, það verður tæpast samið um það, þótt samið verði um gamlar tegundir. EU er nánast búið að rústa öllum sínum fiskimiðum.
- Ísland hefur mjög mikla orku. Verðmæti og eftirspurn eftir henni mun örugglega aukast.
- Með hækkandi sjávarhita er Norður íshafsleiðin til Asíu að opnast. Ísland er mitt á milli sterkustu efnahagskerfa heimsins, Norður-Ameríku, (Norður) Evrópu og Asíu. Það er auðlind sem er mjög verðmæt.
- Vatn er að verða munaðarvara um allan heim. Íslendingar eiga stórkostleg tækifæri ekki bara við vatnsútflutning á flöskum eða í gámum heldur líka við framleiðslu á vatnsfrekum vörum eins og bjór.
- Byrjað er að vinna olíu norður af Noregi og fljótlega í Barentshafi. Ísland verður kjörin staður fyrir olíuhreinsistöð sem um leið væri uppskipunarhöfn fyrir olíu sem dreifist svo um þessi mikilvægu efnahagssvæði.
- Ísland getur orðið miðstöð vöruumskipunar eins og Rotterdam var á síðustu öld.
- Ísland er miðju tímabelti vestast í Norður-Ameríku og Austur-Evrópu. Sem gerir miðstöð gagnagrunna enn hagstæðari, en bara út frá ódýru rafmagni og kulda. Hér er hægt að nýta tölvurnar nánast allar sólarhringinn og þannig ná miklu betri nýtni á tölvum.
- Sjálfstæði Grænlands mun sennilega aukast, þjónusta við þá mun sennilega líka aukast, bæði hvað varðar heilbrigðismál, öryggismál og tæknimál. Þeir munu sennilega fara út í orkuframkvæmdir, því þeir munu hafa mikið af jökulám sem við höfum mikla reynslu í að virkja, þeir hafa sennilega líka jarðauðlindir eins og málma. Það væri sennilega mikill fengur að fá þá inn í EFTA með okkur, Noregi og Lichenstein.
- Ef það finnst olía einhvern tímann í framtíðinni, þá mun hún ekki finnast innan Íslenska efnahagssvæðisins, heldur innan efnahasssæðis EU, ef við erum gegnin í EU.
- Við höfum EFTA samninginn við EU, en hann hverfur ef við förum í EU. Ef við förum út, þá er mjög ólíklegt að við fáum hann aftur.
Allir þessir punktar eru í hendi nema punktur 9. en það eru allar líkur á því að hann verði líka í hendi.
Þá er það spurningin hvort við eigum að taka upp evruna (). Vissulega eru sveiflur í gengi mjög bagalegar, og gengisfall mjög slæmt fyrir skuldara. Það var marg varað við því að taka erlend lán ef viðkomandi væri með tekjur í Íkr. Það var mjög vara við því að taka erlend lán þegar krónan var mjög sterk en viðskiptahalli samfellt neikvæður í áraraðir og erlendar skuldir orðnar 10-faldar þjóðartekjunnar. En það hlustaði enginn. Nú ætla ég ekki að mæla því mót að þeir sem lentu í þessum hremmingum verði fleytt yfir brimbrjótið sem nú gengur yfir, og reyndar mikilvægt að menn tapi ekki eigum sínum vegna þessa.
Aðalatvinnuvegur íslendinga er annað hvort tengdur útflutningi (sjávarútvegur, stóriðja, ferðaiðnaður, Actavis, Marel, Össur og svo fjölda annarra fyrirtækja, t.d. forritun ) og þjónustu og verslun. Við erum ekki að framleiða neysluvörur eins og bíla, farsíma, heimilistæki. Því stendur íslensk framleiðsla vel. Rökin sem ég sem ég tel fyrir því að við eigum að halda krónunni.
- Tekjur útflutningafyrirtækjanna stóraukast svo þau geta eflst mjög
- Útflutningsfyrirtæki geta vegna mikilla tekna annað hvor aukið framleiðslu sína, eða keypt innlenda þjónustu eins og viðhald á fasteignum.
- Laun (ráðstöfunartekjur) lækka vegna hækkandi innflutningsverðs sem dregur úr innflutningi bæði á vörum og þjónustu (ferðalögum erlendis)
- Vegna þessa þá verður atvinnuleysi mun minna en ella, þar sem innlend vara er svo miklu hagstæðari en erlend vara. Skildi ekki vera betra fyrir skipafélögin að hafa nú íslenskar áhafnir á íslenskum krónum..
Það er ljóst að fyrir þá sem hafa örugga vinnu, þá er evran hagstæðari, því þá hækkar ekki verðlag, en fyrir þann sem missir vinnuna er þessu öfugt farið. Nú þegar atvinnuleysi er að aukast, þá fer það að verða svo að langflestir annað hvort missa vinnuna eða þekkja einhvern sem hefur misst hana. Þeir ættu að huga að því að þá er krónan betri en evran.
Það er mikill misskilningur að lönd sem hafa evru séu eitthvað betri, það hefur komið fram að atvinnuástand er mjög slæmt á Spáni, Ítalíu og víðar. Peningamálin eru líka að hrynja, í Bretland, þýskalandi og jafnvel í Sviss, sem var bjargið í briminu. Vissulega fara íslendingar verstir út, vegna þess að forráðamenn peningamála á íslandi voru í póker, en þeir hefðu líka farið illa út þótt þeir væru með evru og ekki er dollarinn mikið betri.
Það eru allar líkur á því að krónan styrkist mjög mikið með vormánuðum, þá er búið innleysa öll krónubréfin og ferðamanna iðnaðurinn að fara í hönd með miklum gjaldeyristekjum
Mun eitthvað annað verða eitthvað betra í framtíðinni ? Er það ekki bara spurning að eyða ekki um efni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2008 | 13:53
Aflétta á trúnaði í bankamálinu en ekki hlerunarmálinu
Þegar Björn stóð frammi fyrir því að rannsaka átti hlerunarmálið, þá var ekki nokkur leið að aflétta trúnaði yfir þeim sem bjuggu yfir þeim. Þar var þó ekki verið að aflétta persónulegum upplýsingum eins og talað er um núna, heldur hvort og hversu miklar hleranirnar hefðu verið, og hvort í öllum tilfellum hafi verið farið eftir lögum. Öll málefnin sem um ræddi eru ekki nein trúnaðarmál lengur, að örðu leiti en að það hefði hugsanlega komið á daginn að menn hefðu tekið rangar og jafnvel ólöglegar ákvarðanir.
Vitaskuld er bankaleynd ekki bara mikilvæg, heldur MJÖG mikilvæg. Ef hún hverfur, þá hverfur féð líka úr bönkunum. Öflugustu bankarnir eru þar sem besta leyndin er. Þessir bankar (Lux,Lichtenst og Sviss) hafa þó skuldbundið sit til að afhjúpa bankaleynd ef rökstuddur grunur er um alvarlegan glæp, en það þarf rökstuddan grun, en ekki venjulegt rabb ráðherra eða duttlunga leynilöggu (greiningardeild rannsóknarlögreglu) því allt svoleiðis fer úr böndum, þegar það er enginn sem gætir hagsmuna þess sem á að rannsaka (dómari sem gerir það án þess að viðkomandi veit af því). Ef það er enginn sem gætir hagsmuna þess sem á að rannsaka, þá hliðrast viðmiðunin ósjálfrátt í tímans rás, eins og hún gerði með matið á hvað væri örugg fjárfesting.
Öflugur banki er sá sem hefur góða bankaleynd og öflugt bakland (varasjóð, gjaldeyrisvarasjóð) og þetta verður ekki tryggt, þá getum við gleymt því að eignast öfluga banka sem geta eflt fjárfrekar framkvæmdir á Íslandi eins og stóriðju, orkuframleiðslu, flutningafyrirtæki (framtíðarinnar um norðleiðina) og jafnvel olíuvinnslu á Drekasvæðinu
Íslendingar eiga nefnilega ótrúleg tækifæri í framtíðinni og þurfum því hvorki að ganga í Evrópusambandið, né taka upp evruna, bara spila rétt úr spilunum og hafa hemil á græðginni og huga frekar að örygginu.
Bankaleyndin víki vegna rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 16:37
Það er gott ef aðrir geta sparað við sig
Ráðinn fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar