Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.4.2009 | 18:06
Grasið slitið upp með rótum
Það er synd þegar forysta Frjálslynda flokksins sleit sambandinu við grasrótina og tapaði öllum þingsætunum. Flokkurinn á fullt erindi á þing en ekki flokksforystan.
Það vantar frjálslyndan hægri flokk sem er ekki undir hæl fyrirtækjanna og getur hlúð að fyrirtækjunum og eflt samkeppni þeirra á milli, almenningi til hagsbóta.
Það vantar frjálslyndan hægri flokk sem getur endurheimt verðmæti þjóðarinnar á hafi úti og leyft öllum að koma að fiskikvótunum umhverfis landið.
Það þarf að skipta algjörlega um forystu í Frjálslynda flokknum.
Aftur á sjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 09:01
Þökk sé íslensku krónunni
Útsöluferðir til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 18:05
Frjáls samkeppni og Sjálfstæðisflokkurinn
Nú þegar kosningar eru að fara í hönd er rétt að rifja upp nokkur mál þar sem steinn hefur verið lagður í götu frjálsrar samkeppni, sem sjálfstæðisflokkurinn hefur kennt sig við, eða ætla má að fyrirtæki hafi stutt flokkinn til þess að fá annað hvort fyrirgreiðslu eða koma í veg fyrir samkeppni. Án þess að ég muni hvenær Sjálfstæðisflokkur hafi verið við völd, þá er hans valdaskeið svo langt að hann hefur mjög líklega verið við völd í nánast öllum tilfellum, ef ekki öllum þeim tilfellum sem hér verða talin. Gaman væri að fá fleiri dæmi og umræður um þessa misskildu frjálshyggju
- Útgerðafélögin. Vilja ekki afnema gjafakvótann til að nýir aðilar geti komist að, þrátt fyrir að mannréttindadómstóllin hafi úrskurðað þetta ólöglegt.
- Flugsamgöngur. Arnarflug fékk ekki lendingarleyfi á norðurlöndunum eða í London. Guðni í Sunnu skrifaði bók um málið fyrir nokkrum árum síðan.
Air Canada fékk ekki að taka upp farþega á leið sinni milli Kanada og Evrópu.
Afgreiðsla við flugvélar á keflavíkurvelli var (og gæti enn verið) bundin við einokun eins fyrirtæki. - Sjósamgöngur. Bæði Hafskip og Samskip fengu hér á árum áður ekki að sigla fyrir varnarliðið.
- Bifreiðaskoðun. Þegar Bifreiðaeftirlit Ríkisins var lagt niður, þá fengu nokkrir einkavinir að reka einokunarfyrirtæki í mörg ár, án þess að aðrir fengu að koma að.
- Olíufélögin. Fyrir nokkrum árum reyndi kanadískt olíufyrirtæki að stofna sölustaði á Íslandi. Þeir fengu engar lóðir nema fjarri megin umferðarsamgöngum.
Sagan segir að þegar Óli í Olís var að veita hinum olíufélögunum samkeppni, reyndi Landsbankinn sem þá var ríkisbanki (eins og nú) að stilla honum upp við vegg svo hann neyddist til að selja Olís. Hann hafi bjargað sér með samningi við Texaco. - Bankamál. Það hefur nú komið á daginn að bankarnir voru Einkavinavæddir með mjög svo takmarkaðri eignardreifingu, svo einum í einka(vina)væðingarnefndinni ofbauð og sagði sig úr henni.
Mig minnir að það hafi komið fram, annað hvort hjá Guðmundi Ólafssyni á útvarpi Sögu eða í Silfri Egils að þýskur banki hafi leita fyrir sér með að opna útibú á Íslandi en fengið lítinn og lélegan hljómgrunn. - Tryggingar. FÍB tryggingar urðu að leggja upp laupana vegna þess að þeir fengu ekki endurtryggingu hjá Lloyd's. Hvers vegna fengur þeir ekki endurtryggingu hjá Íslenski Endurtrygging eða hvers vegna gerðist þetta án þess að íslensk stjórnvöld aðhefðust nokkuð.
- Verktakastarfsemi. Íslenski Aðalverktakar sátu einir að framkvæmdum á Vellinum og svo þegar ríkið neyddist svo til að rjúfa þá einokun, þá var það eikavinavædd með ránddýra byggingalóð (Blikastaðir) sem heimamund. Sá gjörningur var svo dæmdur óeðlilega, án þess að nokkuð var aðhafst.
Það hefur ekki þótt einleikið hvað sum byggingafyrirtæki hafa fengið góðar lóðir í Reykjavík, á meðan aðrir fá engar lóðir eða miklu lakari. Það er undarlegt hvernig deiliskipulagi er breytt til þess að leyfa verktökum að byggja íbúðir á völdum svæðum.
Ég heyrði að samtök Aldraðra hafi ítrekað verið synjað um byggingalóðir, en svo geta keypt íbúðir af útvöldum verktökum - Smávöruvenslun. Það hefur komið fram hjá Samkaupum að þeir hafi aldrei fengið lóð í Reykjavík þótt þeir hafi margsinnis sótt um. Það hefur líka komið fram að Hagar (Baugur) og Kaupás (Netto og Krónan) hafi skipt með sér Grafarvoginum.
Það hefur komið fram að Bauhaus hafi margsinnis reynt að reisa byggingavöruverslun á Íslandi, en aldrei fengið lóð, fyrr en nú nýlega eftir að það komst í hámæli að þeim hafi margsinnis verið synjað um lóðir. - Það var haft eftir Sigurði G. lögmanni að þegar hann hafi verið nýbyrjaður sem framkvæmdastjóri Stöðvar 2. þá hafi tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins komið til hans og sagt að fyrirtæki af hans stærðargráður ætti að borga 5 milljónir til flokksins. Sigurður hafnaði því og daginn eftir var lán hjá Landsbankanum (sem þá var ríkisbanki) gjaldfellt.
Er nema von að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að kjósendur velji þingmenn, því þá gætu fyrirtækin ekki eins haft áhrif á það hverjir veljast til valda og þjóni þeirrar hagsmunum.
Er nema von að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki innkalla gjafakvótann, því hann hornsteinn að styrkjum útgerðafélagana til flokksins
Nei sagan er löng og lítið skemmtileg. Ef einhverjir hafa fleiri sögur eða ítarlegri upplýsingar þá endilega látið mig vita, eins bið ég menn að leiðrétta mig ef mig hefur misminnt um eitthvað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2010 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2009 | 17:15
Það á aldrei að láta undan kúgurum
Danir þreyttir á Tyrkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2009 | 08:56
Ódýrt lánsfé var ein af ástæðum hrunsins.
4 ára þorskveiði til að mæta útflæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 23:20
Setja þarf samskiptin við Ísrael í annað samhengi
Ísraelar frömdu voðaverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 12:50
Á að vera bankaleynd yfir afbrotum, en ekki friðhelgi heimilis
Það er skrítið að það skuli eiga að vera bankaleynd yfir afbrotum, hvort heldur er afbrot gagnvart refsilögjöf eða vinnureglum bankanna sem kom ómældum útgjöldum á þegna landsins. Það er alveg ótrúlega að þessir aðilar eru hneykslaðir yfir því að við fáum að vita hvers vegna hvert eitt einasta okkar þarf að borga margar miljónir vegna hegðunar þeirra sem eigum svo ekki að vita.
Þetta er eins og friðhelgi heimilisins væri brotin af því að löggan fer þar inn til að sækja hassplöntur. Þessir sömu aðilar hneykslast ekki á því, þótt þau brot séu brot af þeirra brotum.
Fráleit bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 21:25
Forræðishyggja þingmanna á sér engin takmörk
Fyrsti vændiskaupandinn fyrir rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 13:33
Er það öruggt að ríkið eigi að eiga listaverk
Vill listaverk bankanna í ríkiseigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2009 | 20:33
Hann Jón er kominn heim
Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar