Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er einhver hissa á litlu trausti fréttastofu Stöðvar 2

Stöð 2 hefur alla tíð farið silkihöndum um sína eigendur, og munar þar miklu á þeim og Ruv.  Þeir hafa verið ósparir á gagnrýnina á ríkisstjórnina, skilanefndirnar og sagt ítarlega frá mótmælunum undanfarið.  Allt er þetta með einum eða öðrum hætti í óþökk eigandans, ríkisins.   Þegar kemur að Stöð 2 þá hafa þeir alltaf farið silkihöndum um Jón Ásgeir og ef þeir mislíkar við umfjöllun fréttamanna þá eru þeir ekki að hika viða að reka þá þótt það séu bestu fréttamenn þeirra,  má þar nefna Þóru Kristínu, Þorfinn og nú síðast Sigmund Ernir.

Nei engin fréttastofa er betri en hlutdræg fréttastofa, og er ég á því að þeir ættu að spara meira.


mbl.is Fréttamenn hafa ekki sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalatriðið er ekki að stjórnin fari strax

Það er ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera, en það sem þarf að gera strax er að lykilmenn viðskipta í ríkisstjórninni segi af sér strax í gær.  Þar skipar hæst fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, svo er þetta spurning um dóms- og forsætisráðherra.  Það er líka möguleiki að fá utanþingsstjórn.

Nýir ráðherrar þurfa næst að skipta um yfirmenn eftirlitsstofnanna, og gæta þess að þeir séu ekki tengdir gamla fjármálakerfinu og  flokkskerfunum.    Síðan þarf að gera gagngera hreingerningu í bönkunum,bæði hvað varðar bankaráðin, ekki hafa þar gamla flokksborgara sem eru aldir upp í því að hygla hver örðum og taka tillit til hvers annars.   Síðan þarf að skipta út efstu lögunum í bönkunum, annað hvor með uppsögnum eða stöðulækkun.  Þeir sem voru í því að búa til skítinn munu núna ekki draga hann upp á yfirborðið.   Þeir munu draga upp það sem minnsti fnykurinn er af og hafa það neðst sem mesti óþefurinn er af.   Undir þeim vinnur fólkið á gólfinu og gerir það sem þeir vilja.  Það er makalaust að eftir næstum 4 mánuði síðan hrunið varð og alltaf er meiri skítur og óþefur að koma upp á yfirborðið skuli ekkert hafa verið gert til að hreinsa til og fá óháða og jafnvel erlenda aðila til að moka út flórinn.

Næst þarf að undirbúa kosningar.   Sökum þess að stjórnarskrábreytingar þurfa tvennar þingkosningar þá þarf að koma breytingum á stjórnarskránni að næstu kosningum.  Þar þarf að koma á

  1. Aðskilja betur á milli framkvæmda-, löggjafa- og dómsvalds.   T.d. með því að ráðherrar séu ekki þingmenn, og jafnvel utanþings.   Forsætisráðherra kosinn beinni kosningu. Það eru margir kostir í stöðunni.
  2. Auka vægi atkvæða í því hverjir sitja á þingi, t.d. með auknu vægi útstrikana og jafnvel beinu vali á þingmönnum.  En ekki að flokksvélin handvelji þingmenn eins og þeir hafa handvalið dómara.
  3. Auðveldara á að krefjast þjóðaratkvæðis.   Það er t. d. algjörlega ófært að þing geti sjálft án tillits til þjóðar, gengið í Evrópusambandið.  Það væri eins og að bæta við stjörnu í Ameríska fánann.  Og það verður hægara sagt en gert að fara út úr því.   Þá gætum við setið einangraðir með tollamúra allt í kringum okkur.  Því á þjóðin að hafa skilyrðislausan rétt til að ákveða þetta sjálft.
  4. Fækka þingmönnum.  Það er enginn ástæða að hafa fleiri en 31 þingmenn.  Afköst og gagn hafa ekki verið í hlutfalli við fjölda þeirra né blaðrið í þeim, nema þá helst í öfugu hlutfalli.

Það hefur verið allt of lítið talað um þessar breytingar á stjórnarskránni.  Nú þyrfti að stofna þrýstihóp til að koma þessu í gegn.   Njörður Njarðvík hefur látið þessi mál taka til sín.   Ólafur Hannibalsson gekkst fyrir hópi manna sem vildi tryggja þjóðinni aðgang að lýðræðinu með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég er á því að Rödd Fólksins ætti einnig að taka á þessu,   við eigum bara að hafa einn mótmælandahóp, allt annað er bara til að auðvelda flokksveldunum að sitja og verja lén sín.



mbl.is Fundað með flokksformönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er tækifærið að ná kvótanum undir þjóðina

Nú þegar sjávarútvegsfyrirtækin riða til falls, geta stjórnarflokkarnir náð kvótanum undir yfirráð þjóðarinnar, án nokkurra vandræða.  Því miður þá er það bara Frjálslyndi flokkurinn sem hefur áhuga á því, en hvorki aðrir flokkar né þjóðin.  Enda eiga þessir vesalings sægreifar svo bágt, að stjórnarflokkarnir með dyggum stuðningi Framsóknar og góðri velvild Vinstri Grænna, verða að færa þrotabúin á silfurfati með kvóta og án skulda til þessara vesaling sægreifa.
mbl.is Sjávarútvegsfyrirtæki berjast fyrir lífi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afstæðar vegalengdir í Heilbrigðisráðuneytinu

Það eru alveg ótrúleg rökin sem beitt er til að sannfæra almenning um að Landspítalinn eigi að gína yfir allri heilbrigðisþjónustu á stórhöfuðborgarsvæðinu (og seinna landsbyggðinni).

Fyrir nokkrum árum þegar heilbrigðisráðherra og Landspítalinn þurfti að sannfæra almenning um að Landspítalinn þyrfti að yfirtaka Fæðingarheimilið þá var það vegna þess að það væri of langt Þvert yfir Eiríksgötuna að Landspítalanum til að flytja konur í nauð.  Nú í gær var yfirlæknir fæðingardeildar Landspítalans (og heilbrigðisráðuneytisins) að sannfæra landsmenn um að Reykjanesbrautin endilöng frá Reykjanesbæ í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og hálfa Reykjavík að Landspítalanum væri ekkert of löng til að flytja fæðandi konur í nauð á Landsítalan.  Er vona að maður undrist yfir því hvað hafi breyst á þessum liðlega áratug sem er liðinn síðan Fæðingarheimilið var yfirtekið af Landspítalanum.   Hitt veit ég að hefur ekki breyst, er að Landspítalinn hefur aldrei þolað nokkra samkeppni við sig í þessu samfélagi. 

Reykjanesbær, Akranes og Selfoss hafa notið vaxandi vinsælda hjá fæðandi konum.   Bráðum mun það  sennilega verða styttra frá Akranesi í gegnum Hvalfjarðargönngin, Mosfellsbæ, alla Miklubrautina til Landspítalans en þvert yfir Eiríksgötuna

Það er heldur ekki undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur aldrei verið neitt gefinn fyrir samkeppni og því ekki að undra þótt lítið hafi breyst þegar þeir tóku við af framsókn í heilbrigðisráðuneytinu.

Ég vil að lokum benda á blogg mitt um þörf Landspítalans að yfirtaka allar heilbrigðisstofnanir á höfðaborgarsvæðinu í gegnum tíðina:    http://kristinnsig.blog.is/blog/kristinnsig/entry/763023/


mbl.is Langur fundur með ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur einhver sparnaður orðið af sameiningum

Ég man þá tíða þegar Borgarspítalinn yfirtók Landakot,  allt í nafni hagræðingar.   Mig minnir að hún hafi eitthvað staðið á sér og því kom þessi hugmynd að Landspítalinn yfirtæki Borgarspítalann.   Og aftur var þetta í nafni hagræðingar.    Það stóð nokkuð á þeirri hagræðingu og var þá borið við að það væri alltaf nokkur kostnaður við sameiningu, t.d. að hafa hjartadeild, bráðamóttöku o. fl. á báðum stöðum.  Mikið vatn hefur síðan runnið í sjóinn og miklir peningar fokið út um gluggann.  Næst var þetta spurningin um að  hafa stofnunina á einum stað, það á nú að leysa allan vanda.   Ekki dreg ég í efa að það mun gera það miðað við núverandi ástand, en hafði sameiningin hagrætt eitthvað í gegnum tíðina.   Það fylgir gjarnan stórum stofnunum að fjöldi millistjórnenda vex, viðbrögð  á milli gólfs og höfuðs lengjast og stofnunin verður eins og tröll í myrkri.   Þá er samkeppni frá smáum keppinautum óhagstæð og þá þarf að byrja að lobbýast og yfirtaka þau.  Allt í nafni hagræðingar en í raun bara til að auka völd stjórnendanna og losna við óhagstæðan samanburð svo maður tali nú ekki um óþægilega gagnrýni.   Gagnrýni innan Landspítalans er ekki til þess að hrósa spítalanum fyrir opna, líflega og óhefta umræðu.    Þegar umræðan um aukinn kostað kemur upp, þá er borið við að þjóðin eldist,  farið er út í dýrari aðgerðir o. s. fr.    Þetta eru sennilega innihaldslaus rök, sem forráðamenn  beita af því að erfitt er nema fyrir innanbúðarmenn að gagnrýna, en þaðan kemur eingin gagnrýni eðli málsins samkvæmt.   Það hafa orðið stórstígar framfarir í lækningum, og flestar á venjulegum rútínu aðgerðum eins.  Skurðaðgerðir eru margar hverjar orðnar fljótlega og litlar,  t.d. sagði læknir um daginn að það tæki ekki nema 10 að skipta um augastein.   Lyf verða einnig betri, annars ættu læknar að halda sig við gömlu lyfin sem og gömlu tækin ef þau eru ódýrari.   Þetta ættu allir að sjá nema þeir sem sitja í fílabeinsturni Landsspítalans og heilbrigðisráðuneytinu.

Já nú ættu fagmenn að fara ofan í saumana á hagkvæmninni.

 


mbl.is Hreyfing gegn flutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótinn og forréttindin

Það var góður þáttur á Útvarpi Sögu í gær og endurfluttur í dag 4. jan. vegna 10 ára afmælis Valdimarsdómsins.   Þar kom fram hversu rosalega sægreifarnir vörðu hagsmuni sína.  Nú á Visir.is (http://visir.is/article/20090104/FRETTIR01/727350294/-1#) er haft eftir Árna Johnsyni þar sem hann krefst enn frekari fríðinda handa sægreifunum.   Vill að þeir fái ívilnanir af skuldum sína.  Ég vildi líka fá svoleiðis hana mér.   Frekjan og græðgin á sér engin takmörk.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Er aumingjaskapur utanríksiráðuneytisins í þágu ESB

Er aumingjaskapur samfylkingarinnar gagnvart Ísrael vegna þess að þeir vilja ekki hafa sjálfstæða utanríkisstefnu.   Ef þeir hefðu einhvern manndóm, þá væri utanríkisráðuneytið búið að slíta öllu stjórnmálasambandi við Ísrael.   Ef við erum hluti af ESB, þá er utanríkisstefna okkar verulegum annmörkum háð, og er það sem Ingibjörg og Árni vilja.  Það á að leggja utanríkisráðuneytið niður með öllum sínum sendiráðum og sendiherrum og þannig spara stórfé sem ættu að fara í að greiða skuldir þjóðarinnar
mbl.is Nýr kafli í hörmulegri sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert bréf til Birnu

Sveinn Valfells skrifar athyglisvert bréf til Birnu Einarsdóttir bankastjóra með minnu á umræðusvæði visir.is (http://visir.is/article/20090102/SKODANIR03/5696985/-1#). 

Ég hvet menn til að kíkja á bréfið

Hún var síðan í feb 2007 (í næstum 2 ár) búin að vera í framkvæmdastjórn Glitnis og hún er núna bankastjóri.   Það þurfa fleiri að mæta á Austurvöll á laugardögum.

birna.jpg


Hverra hagsmuna skildi hún gæta

Hermanni var sagt upp vegna þess að hann vildi gæta hagsmuna neytendanna á kosnað Teymis.

Hverra hagsmuna skildi Ragnhildur gæta.


mbl.is Ragnhildur tekur við Tal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendiráðin eru óþörf

Ég er hef í gegnum tíðina reynt að komast að því hvað sendiráðin gera.   Allir sem nálægt utanríkisþjónustunni koma, segja að þarna sé unnin mikið og merkilegt starf.   En svo er ekkert farið nánar út í þá sálma.   Því legg ég til að sendiráðin verði aflögð, öll með tölu.   Það her hneisa að Ingibjörg skuli þenja þennan óþarfa út á krepputímum, nota þetta til að hygla vinkonum sínu, nóg er af gömlum pólitíkusum þarna..   Þarna má mikið spara, og við gætum notað tækifærin og eflt samvinnuna við hin norðurlöndin og beðið þá um að aðstoða íslenska tugthúslimi í útlöndum.
mbl.is Styrmir: Vill skera niður í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband