Stimpilgjöld, Uppgreiðslugjöld, Samkeppni og Íhaldið

Það stingur skökku við að það þurfi Samfylkinguna til að auka samkeppni á milli banka með niðurfellingu uppgreiðslugjalda.    Allar gjaldtökur við skipti á viðskiptavinum eru samkeppnishindrandi hvort heldur það er uppgreiðslugjald eða stimpilgjald.   Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið dyggan vörð um þessi gjöld og endurspeglar það betur enn nokkuð annað hug flokksins til samkeppni, svo ekki verði nú talað um sögu tryggingafélaganna, skipafélaganna, flugfélaganna að ógleymdu olíufélaganna, en þar ber hæst þegar kanadískt olíufélag ætlaði að opna bensínstöð í borg Davíðs, þá fengu þeir enga lóð. 

Nú eru stimpilgjöldin ekki afnumin nema af fyrsta láni til íbúðakaupa svo þessi niðurfelling mun ekkert auka samkeppnina seinna meir.   Niðurfelling uppgreiðslugjalds hefur samfylkingin talað fyrir en íhaldið orðið að kyngja.   Eigum við ekki láta verk Íhaldsins segja okkur hvað þeir hugsa, eða eigum við að láta þá sjálfa segja okkur það.  það er ekki gott samræmi þar á milli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband