Einbeittur brotavilji Glitnis

Það er ljóst að það þarf að fara í saumana á Glitnisflíkinni.   Ef við tökum saman nokkra punkta varðandi einbeittan brotavilja Glitnis sem lýsir vel i þvílíkri lausa- og eiginfjárkrísu þeir voru.

  1. þeir stungu 7000 miljónum úr sjóði norska nýsköpunarsjóðnum í eigin vasa, greiddu af láninu, bæði vexti og afborganir til að villa um fyrir sjóðnum og segja að þetta hafi bara verið mistök.
  2. Þeir lána tekjuhærri starfsmönnum miljónir til að kaupa hlutabréf í sjálfum sér.
  3. Þeir gefa út skuldabréf sem þeir láta peningamarkaðssjóðinn kaupa langt umfram verklagslegum sjóðsins og eru þannig búnir að brjóta á þeim sem áttu bréf í sjóðnum.
  4. Þeir láta starfsfólk sitt hringja í sparifjáreigendur og hvetja þá til að kaupa í bréf í peningamarkaðssjóðnum,  og láta það sannfæra viðskiptavinina um að þetta séu örugg fjárfesting.  Þetta gera þeir þrátt fyrir að þeir vita að öruggi hluti sjóðsins (ríki og sveitafélög) er kominn langt niður fyrir það sem segir í verklagsreglum og að þeir sjálfir eru komnir með allt of stóran hlut og standa sjálfir mjög hæft svo ekki sé meira sagt.  Þannig að þeir voru vel meðvitaðir um að sjóðirnir voru ekki lengur öryggi, þar sem þeir voru aðal skuldararnir.
  5. Þeir stofan eignarhaldsfélag og lána því stórfé til að kaupa eigin hlutabréf án þess að nokkur veð séu til staðar.
  6. Endurskoðendur skrifa upp á allt þetta, sennilega til að blekkja eftirlitið.

Það má ljóst vera að brotaviljinn var mjög einbeittur og má það undarlegt vera að vel flestir sem stóðu að þessu er enn starfsmenn bankans og eru að rannsaka eigin verk.  

Ætli Björgvin viðskiptaráðherra reikni með að það komi nokkuð út úr þessu.


mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tók aldrei eftir því að aðrir bankar en Glitnir, á vefsíðum sínum, væru að freista íslensks almennings með myntkörfulánum þegar öllum átti að vera ljóst að Krónan hlyti að koma niður úr skýjunum eða myndi aldrei stíga meira en komið var.

Júlíus Björnsson, 7.12.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband