Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.10.2008 | 14:26
Sproti á leið til Kanada
Mér var sagt frá litlu sprotafyrirtæki sem er staðsett á Höfn við Hornafjörð, að það væri búið að gefast upp á annars vegar rekstraraðstæðum og fyrirgreiðsluleysi hérlendis og væru að fara með fyrirtækið til Kanada. Fyrirtækið heitir Northtasaste (http://www.northtaste.com/index.htm) og framleiðir bragðefni úr sjáfarafurðum til að setja í matvæli. Sjálfur hef ég bragðað þetta og er það meiriháttar, og ekki gert eins og önnur sjávarkrydd úr fiskimjöli. Þetta er afrakstur rannsókna í líftækni sem var mikið talað um fyrir rúmum áratug. Nú er árangurinn að koma í ljós og þá neyðist fyrirtækið til að flytja meginhluta starfseminnar til Kanada. Kanadamenn eru ekki bara fegnir að fá fyrirtækið, heldur skilja þeir ekkert í því að íslendingar skuli sleppa því úr landinu.
Svona fer fyrir þeim sem hafa ekki pólitísk ítök, heldur verða að berjast á eigin spýtum fyrir sinni tilveru. Nei það er enginn spámaður í eigin föðurlandi.
Áform um ný störf í sprotafyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 14:14
Lækningin er alltaf erfið, líka lækningin við skuldasýki
Mótmæla vaxtahækkun Seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 10:42
Lausnir ríkisins eru handan við hornið
Eftir þær hörmungar sem þjóðin hefur orðið fyrir, þá byggist lausnin á því að ríkissjóður annars vegar auki tekjur sínar og minnki útgjöld sín. Vandinn er að enginn vill hærri skatta, enda margir komnir undir fjalaköttinn og hafa enga útleið. Því gæti lausnin falist í.
Til að minnka útgjöldin
- Fækka erlendum sendiráðum (tekur strax gildi)
- Afnema lífeyrisforréttindi þingmanna (gæfi gott fordæmi, og færi strax að virka)
- Fækka þingmönnum (umtalsverður sparnaður bæði í launum þingmanna og þjónustustofnunum þess, sem og fasteignum. Tekur ekki gildi fyrr en eftir tvennar kosningar)
- Innkalla kvótann og leigja út (tekur mörg ár, en gæfi stigvaxandi tekjur)
- Leigja orkufyrirtækjunum orkuauðlindirnar (gefur litlar tekjur í upphafi, en til lengri tíma getur þetta orðið ríkinu umtalsverðar tekjur)
- Brjóta upp Landsvirkjun og selja hluta þess (gefur strax mikla peninga og myndi efla samkeppni á orkumarkaðinum)
26.10.2008 | 16:15
Gott silfur Egils er gulli betra
Þátturinn Silfur Egils í dag (26.okt.2008) var hreint frábær. Var gaman að heyra gáfufólkið rökræða ástandið og í fyrsta hlutanum þótt mér Gylfi formann ASÍ og Edda Rós tala af mikilli rósemi og án sleggjudóma
Næst koma Guðmundur Magnússon og var kynnt þar nýútkomna bók (Nýja Íslanda, listin að tína sjálfum sér) sem hann skrifaði og var hans þáttur mjög góður.
Rúsínan í pylsuendanum varviðtal við Jóhannes Björn sem heldur úti vefsíðunni vald.org Þar sem hann varar við þróuninni.
Ég held að mér sé óhætt að segja að þetta hafi verið einn besta silfur Egils og hvet alla að sjá þegar það verður endurtekið í kvöld. Raunar ætti að vera skylduáhorf á þáttinn.
Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 10:49
Lægstu stýrivextir í heimi ?
Nú er verðbólgan að nálgast 20% og þá greip seðlabankinn, vegna þrýstings frá vel flestum í landinu, til þess ráðs að lækka stýrivexti í 12%. Enginn talar um það að þetta eru með lægstu vöxtum í heiminum miðað við verðbólgu. Nú er verið að brenna upp sparifé og lausafé. Er von að illa sé komið fyrir þjóðinni, þegar svona stefna er viðhöfð. Ætli ég og aðrir sem tilheyra pupilnum geti fengið fé á þessum vöxtum.
Það er auðveld leið úr þessu og hún er að leyfa verðtryggingu á öllum lánsviðskiptum sem eru yfir lengri tíma en mánuður. Þá þarf ekki svona háa nafnvexti, og ef menn vilja ekki verðtryggingu, þá velja menn bara nafnvexti. Þannig væri hægt að verja sparifé sem er samfélaginu nauðsynlegra nú en nokkrum sinnum fyrr.
Það á að vera algjört frelsi um það hvort menn vilja verðtryggingu eða ekki, en ekki miðstýring að ofan eins og Jón Magnússon berst fyrir. Var hann og er hann ekki í Frjálslindaflokknum.
Spá yfir 20% verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2008 | 18:19
Nú ætti að brjóta Lansvirkjun upp og selja
Nú er lag til að skipta Landsvirkjun upp í nokkur fyrirtæki og selja flest þeirra á almennum markaði til einkaaðila. Það þarf bara að tryggja að eignadreifing sé góð og koma í veg fyrir fákeppni eins og þegar er orðin á orkufyrirtækjunum. Samræming á rafmagnsverði er besta dæmið um fákeppnina ríkir á markaðnum, þótt það eigi að heita að 7 fyrirtæki séu á markaðinum, nú er mesti munur á rafmagnsverði 6%, þar sem samkeppni er, en það er margfalt meiri munur á dreifingunni þar sem engin samkeppni er.
Fela ætti Friðriki það hlutverk að vinna að þessu, og svo gæti hann horfið af vettvanginum.
Ríkissjóður gæti einnig fengið umtalsverða aura til að þrífa upp eftir sig og útrásarguttanna.
Ráðningarsamingur við Friðrik framlengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 13:05
Þjófur tapar þýfi
Sveitastjórnir kvarta vegna skilagjalda á lóðum.
Sveitarstjórnir höfuðborgarinnar ákváðu að stórhækka lóðaverð, langt langt umfram gatnagerðagjöld. Þetta var og er ekkert annað en skattlagning sem á sér enga lagastoð, og ég kalla það þjófnað. Lóðaverðið fór í það að verða 4-falt gatnagerðagjöldin. Ef sveitastjórnirnar þurfa ekki að skila 1/4 af lóðunum, þá halda þeir eftir útlögðum kostnaði vegna gerð hverfanna. En þær væla eins og stunginn grís fyrir að þurfa að skila því sem þeir með ólögmætum hætti höfðu af saklausum byggjendum sem flönuðu út í vitleysuna vegna gylliboða bankanna.
Fyrir mér er þetta eins og að hafa samúð með þjófi sem þarf að skila hluta þýfisins.
Milljarða bakreikningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2008 | 13:48
Það stendur í Íhaldinu að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Norðmenn afar vinsamlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2008 | 13:49
Svona hverfur lausaféið
SPRON lækkar vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 13:33
Almenna krafan um þjófnað og eignarupptöku
Háir nafnvextir í mikilli verðbólgu, er ekkert annað en leið til að viðhalda verðgildi krónunnar. Verðbólgan er ekki gengin niður og því eru allir, samtök atvinnulífsins, ASÍ og nú síðast Neytendasamtökin að krefjast þess að sparifé þeirra sem það eiga, verði gerð að hluta upptæk fyrir fyrirtæki og skuldara. Þær hremmingar sem nú ganga yfir munu að vonum endurtaka sig, því eftir nokkur ár verða allir búnir að gleyma þessu alveg eins og forysta allra samtaka og félaga eru búnir að gleyma því hvernig ástandið var þegar sparifé brann upp. þegar ég var ungur, þá var hvatt til ráðdeildar og sparnaðar. Þær hvatningar hljóma sem soglegt gamanmál í dag.
Einn möguleikinn er að stytta binditíma verðtrygginga úr 3 árum í 3 mánuði. Því það er alveg öruggt að ef menn vilja að sparifé muni brenna upp, þá mun það líka hverfa. Datt einhverjum annað í hug.
Nú þekki ég ekki til hvort Seðlabankinn geti verið með verðtryggingu á stýrivöxtum, sennilega ekki og því reikna ég með að hann muni lækka Nafn-stýrivexti um leið og verðbólga fari niður.
Ég bara frábið mér því að hlusta alla krefjast eignarupptöku á sparifé almennings.
Neytendasamtökin krefjast stýrivaxtalækkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kristinn Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar