Samgöngur í Reykjavík og óhöpp

Nokkur umræða hefur skapast vegna umferðaóhapps í Ártúnsbrekkunni miðvikudaginn 18. júní.

Dæmið lýsir betur enn nokkuð annað, um það ófremdar ástand sem er í umferðarmálum Reykjavíkur.   Það er mjög slæmt þegar ekkert kemur upp á, en þegar slys verða, þá er ástandið Hroðalegra en hægt er að ímynda sér.   Fyrir þá sem þurftu að komast í úthverfin áttu enga leið.   Eina hjáleiðin var í gegnum Breiðholtsbrautina sem er ljósum prýdd með umferðaljósum og annaði þessu engan vegin, hún geri það heldur ekki á venjulegum eftir miðdegi.     Lögreglan er löngu horfin að götunum og sinnir ekki umferðastjórnun eins og hér áður fyrr og allir háðir því að ljósin virki með sínum hraða.  Skyldu yfirvöld velta fyrir sér hvað myndi gerast ef náttúruhamfarir riðu yfir miðbæ eða vesturbæ Reykjavíkur.   Ef hamfarirnar skemma ekki stofnbrautirnar, ef stofnbrautir væri hægt að kalla, þá er næsta öruggt að í óðagotinu sem fylgir fjöldaflótta, að þá verður óhöpp og það mörg.    Hvar verður löggan þá, að funda eins og hún virðist vera að gera öllu jöfnu, eða skyldi hún fást út á göturnar til að stjórna umferð. 

Er von að stjórnamálmenn og lögregla kvarti yfir virðingaleysi almennings, en skyldu þeir nokkurn tíma átta sig á því hvers vegna það er. 


Er séra Jón jafnnari fyrir lögum en Jón ?

Allir vissu, að allir eru jafnir fyrir lögum, flestir vissu að sumir eru jafnari fyrir lögum en aðrir, eftir því hversu mikla peninga þeir eiga, en svo hafa einstaka uppgötvað, að einn og einn eru minna jafnir fyrir lögunum, sérstaklega ef þeir reyna að koma öðrum undir lög og reglur.

Bjarnarkvöl

Ætlar þessi blessaða fjölmiðlaumræða vegna vesalings björns engan enda að taka,   Nú keppast allir um að vera eftirá vitrir og koma með gott innlegg eftir á.    Engum til gangs en mörgum til leiðinda.   Umræðan hefur ekkert gildi, og jafnvel þótt gerð viðbragðsáætlun þá er óvist að hún komi að gagni þegar næst björn kemur, ef til vill eftir 20 ár, þegar allir eru búnir að gleyma áætluninni.  Það er nefnilega svoleiðis að henni þarf að halda við, og í fjársvelti er óvíst að menn munu ekki frekar halda við og æfa áætlun vegna náttúru- og samgönguhamfara. Er ekki komið nóg af þessari umræðu

Stjórnendur eiga að bera ábyrgð

Það þar nú ekki að koma neinum á óvart nema ef vera skyldi Svandísi Svavarsdóttir að Guðmundur Þóroddsson forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur skyldi þurfa að taka pokann sinn.    Hann ásamt fleirum fóru kerfisbundið á bak við Vilhjálm f.v. borgarstjóra til þess að koma REI undir FL group og Hannes Smárason.    Vilhjálmur og Hannes voru látnir taka sína poka, og því spyr maður sig hvers vegna Guðmundur ætti ekki líka að gera það.    Það eru enn nokkrir umframpokar enn inna Orkuveitunnar sem mega missa sín, reyndar er þörf á að fjarlægja þá.

Eins og dómarar séu valdalaus verkfæri

Eins og dómarar séu valdalaus verkfæri í höndum stjórnvalda ......   Þannig lagðist Björn Bjarnasyni orð í munn á þingi vegna hlerananna.    Dómarar og lögreglustjórar er handvaldir af ríkisstjórninni og þannig er ríkisstjórnin, lesist stjórnvald að velja sér dómsvald sem hafi skoðanir eins og þeim þóknast.   Þetta kalla ég að sé það sama og þeir séu viljalausir.   Það hefur marg sannast, síðast í frægu kvótamáli.    Það er betra fyrir framkvæmdavaldið að hafa viljalaust dómsvald.

Bílstjórar, eldsneytisverð og vökulög

Ég verð að segja að ég hef mikla samúð með flutningabílstjórum í þeirra hrópi úti í eyðimörkinni.  Eldsneytisverð er hátt, en það versta er hversu lítill hluti þeirra rennur til vegamála.   Frekar vildi ég auka hlut þess til vegamála, bæði í dreifbýli og þéttbýli.   Það er staðreynd að alvarlegustu slysin eru þegar menn fara á öfuga akrein og lenda á umferð á móti.   Því væri verulegur akkur í því að byggja upp 1+2 vegi sem víðast, sem mætti svo breyta í 2+2 vegi seinna meir.    Svo mætti nota eitthvað örlítið af aurunum til að kaupa reglustikur og það margar handa vegagerðinni.   Því það er algjörlega óþolandi að sumir (flutningabílstjórar og aðrir með tengivagna) þurfa að keyra á bugðóttum vegi á lægri hámarkshraði en aðrir.   Þá eru venjulegt fólk á kraftmiklum bílum að fara fram úr við aðstæður sem eru ekki boðlegar, en vegagerðin býður okkur.
Ég hef líka samúð með flutningabílstjórum vegna krafna um hvíldartíma, það að ætla þeim að þurfa hvíla sig út í vegkanti eftir 4,5 tíma er fáránlegt, eins og annað sem ég hef heyrt er í sama dúr.  Flugmenn farþegaþotna fljúga í 11- 12 tíma, er skífa í flugvélunum.   Einhver kom í fjölmiðla og sagði að algengasta orsök bílslysa væri þreyta,  en það er líka langt á milli ökkla og eyra.  Það er skiljanlegt að akstur þeirra gangi ekki til lengdar út yfir nauðsynlega vökutíma, en það þurfa að stoppa eftir 4,5 tíma og hvíla sig  er fáránlegt.   Það sem er hættulegast í umferðinni er þegar menn verða samdauna umferðinni m.a. vegna hægagangs en ekki bara vegna syfju.  Þá gleyma menn sér og taka ekki eftir aðsteðjandi hættum.    Ég er ekki viss um að vitlaus vökulög lagi það ástand.

Er fasteignamarkaðurinn að hrynja ?

Þegar bankar stórjuku framboð peninga til íbúðakaupa, þá gerðist það sem allur gátu vænst, verðið hækkaði með vaxandi eftirspurn.   Það sem ekki gerðist í sama skapi, og það var framboð lóða, sérstaklega hafði R-listinn mjög svo takmarkarann áhuga á því að úthluta einbýlislóðum, því þar voru ekki þeirra kjósendur.   Við þetta varð verulegur skortu á lóðum og verðið fór upp úr öllu valdi.  Þá sáu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sér leik á borði og margfölduðu lóðarverðið.    Hér áður fyrr var gatnagerðagjaldið í Rvík 4 millj. en nú fór verð á einbýlisfrímerki í rúmar 11 millj. (Úlfarsfellið) og heilar og fullvaxta einbýlishúslóðir hafa verið seldar hér í útjaðri höfuðborgarsvæðisins á 20 - 30 millj (Leirvogstunga/Helgafell).   Það kostar aldrei minna en 40 millj að byggja 200 fm einbýlishús og oft meira eftir þeim íburði sem nú er í húsum.   Hér sjáum við að byggingakostnaður er kominn um og upp fyrir 70 millj. og aðallega vegna kostnaðar sveitafélaganna.   Það er ljóst að ef sveitafélögin lækka ekki lóðagjaldið (hætta okrinu), þá er hæpið að verktakar fari að byggja íbúðir til þess eins að gefa kaupendum.

Það eru jú sveitarfélögin með Reykjavík í broddi fylkinga sem hafa stuðlað að hækkun fasteignaverðsins á liðnum árum.   Kannski heldur bygging íbúða og einbýlishúsa  áfram að vera í nágrannasveitarfélögum eins og Reykjanesbæ, Vogum, Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn, með þeirri umferðaaukningu á þjóðvegunum sem því fylgir og mengun og slysum sem virðist ætla að verða óhjákvæmilegur fylgifiskur umferðarinnar


Hannes, Laxness og dómurinn

Nú nýverið var Hannes Hólmsteinn dæmdur fyrir ritstuld á hugverki Halldórs Laxness.   Almennt hefur ritstuldur verið talið þegar einhver tekur hugverk annars og gefur út í sýnu nafni og lætur líta út eins og hann hafi samið hugverkið og þiggur laun og fríðindi fyrir.    Það gerði vesalings nemandi í Bandaríkjunum, hann teiknaði upp brandara eftir íslenskan höfund og birti í skólablaðinu sem sitt hugverk.   Þegar upp komst var honum vikið úr skóla.   Hannes var aftur á móti að skrifa bók um Halldór og reyndi að nota málfar og orðatilkæki Halldórs til þess að gefa bókinni anda Halldórs.   Hannes var aldrei að gefa í skyn annað en að hér átti að bókin að endurspegla orðafar Halldórs.   Hannes var aldrei að gefa í skyn að hann hafði fundið þetta upp hjá sjálfum sér án tengsla við bók um Halldór.  Hér er tvennt ólíku að jafna.   Mér þykir dómur hæstaréttar líkjast því að hef húseigandi málar hús sitt sömu litum og nágranninn, þá sé hann að stela hugverki hönnuðar á nágrannahúsinu því að úr fjarlægð þá lítur það svipað út.    Það er rétt að dómur hæstaréttar er bara álit nokkurra manna sem oftar en ekki hefur verið algjörlega á skjön við þorra þjóðarinnar og í þessu tilfelli sem oftar á skjön við mína skoðun.    Enda hæstiréttur handplokkaður af framkvæmdavaldinu til að framlengja sitt vald.   Vona að álit þjóðamarinnar sé lítið á hæstaréttardómi.   En upphaf þessara skrifa var að Guðný dóttir Halldórs taldi í fréttaviðtali fimmtudaginn 3. april að reka ætti Hannes úr Háskólanum eins og téðan nemanda.    Hér endurspeglast skoðun Guðnýjar á Hannesi sem svo margra, sem hafa af einhverjum óskiljanlegum ástæðum talið Hannesi allt til foráttu og hefnigirni og andúð endurspeglar orð hennar frekar enn rökvísi.  Þar sem hún vitnar þarna til refsigleði bandaríkjamanna, þá væri gaman að vita hvort hún vildi dæma menn í 25 ára fangelsi fyrir 3. afbrot, óháð alvarleika afbrotsins.  Umræddur nemandi fékk ekki aðra refsingu, hann stal hugverkinu og lét eins og hann hefði samið það, en hvorugt átti við um Hannes, hann er búinn að fá sína refsingu og á hún að duga,  Brottrekktur úr starfi er miklu alvarlegri, en brottrekstur úr námi og afglöpin eru ólík.  Ef Guðný veit það ekki, þá er það einn af hornsteinum samfélaga að refsing er aðeins á höndum dómstóla.

Í framhaldi þessa vil ég benda á Egils (Silfur Egils) 


Stimpilgjöld, Uppgreiðslugjöld, Samkeppni og Íhaldið

Það stingur skökku við að það þurfi Samfylkinguna til að auka samkeppni á milli banka með niðurfellingu uppgreiðslugjalda.    Allar gjaldtökur við skipti á viðskiptavinum eru samkeppnishindrandi hvort heldur það er uppgreiðslugjald eða stimpilgjald.   Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið dyggan vörð um þessi gjöld og endurspeglar það betur enn nokkuð annað hug flokksins til samkeppni, svo ekki verði nú talað um sögu tryggingafélaganna, skipafélaganna, flugfélaganna að ógleymdu olíufélaganna, en þar ber hæst þegar kanadískt olíufélag ætlaði að opna bensínstöð í borg Davíðs, þá fengu þeir enga lóð. 

Nú eru stimpilgjöldin ekki afnumin nema af fyrsta láni til íbúðakaupa svo þessi niðurfelling mun ekkert auka samkeppnina seinna meir.   Niðurfelling uppgreiðslugjalds hefur samfylkingin talað fyrir en íhaldið orðið að kyngja.   Eigum við ekki láta verk Íhaldsins segja okkur hvað þeir hugsa, eða eigum við að láta þá sjálfa segja okkur það.  það er ekki gott samræmi þar á milli.


Sendiherrar Páfans og S..

Ráðningar ríkisins ríða ekki við einteyming.   Nú var valinnkunnur hópur silkihúfa skipaður sendiherra.   Það er reyndar ekki búið að finna lönd til að senda þetta ágæta fólk til.    En eru nokkur lönd eftir sem ekki er búið að stofna sendiráð hjá.   Mig langar þó til að minna á að hugmyndir utanríkisráðuneytisins er þá ekki bundin við aðildarlönd sameinuðu þjóðanna, því fyrir nokkur þá voru skipaðir sendiherrar hinum megin við móðuna miklu.   þeir voru tveir og sennilega öðrum ætlað verið ætlað að vera í efra og hinum í neðra.   Til þess að hægt væri að skipa þá sendiherra varð að gera það á meðan þeir voru á launaskrá, en þeir voru að detta inn í eftirlaunakerfið.   Nú hef ég verið búsettur erlendis og aldrei haft gagn af sendiráði né sendiherra og oft furðað mig á umfangi kostnaðarins.    Kannski á ég eftir að vera upplýstur um hlutverk þeirra, nú þegar prestsfrú er orðin sendiherra hérnamegin þilja og þá skiptir minna máli hvar mín endanlega vistarvera verður enda veit ég ekki hvort sendiherrarnir þar eru komnir á sinn áfangastað.

Olíuhreinsistöð á Íslandi

Nokkuð hefur verið rætt um olíuhreinsistöð á Íslandi.  Í kastljósinu þann 28. feb var rætt við sérfræðing í olíumálum,  Magnús Ásgeirsson og sagði hann að olíuhreinsistöðvar væru annað hvort nærri lindum eða markaði.   Það kom ekki fram að Ísland gæti verið mjög vænlegur kostur  fyrir olíuhreinsistoð.    Þegar olía er hreinsuð þá er henni skipt upp í mörg breytileg efni, allt frá gasi til tjöru.    Sum eru eldsneyti, önnur smurefni og enn önnur fara í efnaiðnað og tjara fer í m.a. í malbik .    Því getur verið æskilegt að hafa olíuhreinsistöð á Íslandi sem verður um leið dreifingarstöð fyrir hin mismunandi efni á mismunandi markað.    T.d.  gæti eldsneyti fyrir flugvélar og skip orðið meira eftir hérlendis og farið til Noregs, en olíuafurðir sem eru notaðar í efnaiðnaði farið til Bandaríkjanna og Þýskalands.   Því gæti Ísland orðið mjög álitlegur kostur fyrir olíuhreinsistöð.   Svo má ekki gleyma því að í landi þar sem menntunarstíg er hátt, þá þróast hátækni iðnaður í kringum hann.   Þar höfum við Noreg sem gott dæmi, þar er bortækni og olíutækni á háu stigi.

Vextir og barlómur banka.

Nú gráta bankar hástöfum yfir skuldatryggingaálagi.   Háir vextir til almennings hafa verið óskaplega ofarlega í þessari umræðu.   Fáir hefur tekið upp hanskann fyrir sparifjáreigendur, en þar hefur Pétur Blöndal verið fremstur í flokki.     Sú var tíðin að ráðdeild og sparnaður þótti dyggð en nú er svo komið að það þykir skömm og sneypa.    Nú talar fólk niður til sparifjáreigenda, en gleyma að þetta fólk eru oft eldri borgarar samfélagins sem hafa sparað til mögru áranna, því mögru árin koma hjá þessu fólki, óháð því hversu mikil uppsveifla er í landinu.   Ef þetta fólk er ekki þegar búið að missa vinnuna, þá situr það í lægst launuðu störfunum.   Unga fólkið sem er á kafi í lífsgæða kapphlaupinu kann ekki fótum sínum forráð í fjármálum og er alltaf skuldsett vegna hárra vaxta.    Nú er það svo að hægt er að fá ágæta ávöxtun á venjulegum bankareikning á meðan vextir á yfirdráttar- og neyslulán eru mjög háir.   Mig langar til að benda fólki á það hversu arðvænlegt það er að safna sér fyrir hlut, í stað þess að taka lán fyrir honum.    Ef maður kaupir hlut í dag sem kostar 100 kr með neysluláni (24,5%) sem er borgað eftir eitt ár, þá greiðir hinn sami kr. 124,5 kr.   Ef sá hinn sami safnar fyrir honum í 1 ár og hann kostar þá 106 kr. vegna verðbólgu, en hann fær 11% vexti eftir fjármagstekjuskatt þá þarf hann að leggja til 95,5 kr í dag til að eiga eftir árið 106 kr.   Hefði hann keypt hlutinn á láni strax þá hefði hann þurft að greiða rúmlega 30% meira fyrir þennan sama hlut.   Hér er ekki tekið tillit til ýmis kosnaðar við lántökur.  Við þetta bætist svo að ef hluturinn er rafeindatæki eins og flatskjár,  nýmóðins kaffivél eða eitthvað svoleiðis, þá fær sá sami væntanlega sambærilegan hlut bæði betri, fullkomnari og á lægra verði eftir árið, flatskjár eru besta dæmið um það.

Til þess að bæta hag sparifjáreigenda þá mætti afnema fjármagnstekjuskatt og minnka vaxtamun bankanna, en hjá þessum aðilum virðist enginn vilji vera til að auka sparnað .  Jafnvel þótt bankar taka há gjöld fyrir nánast hvert einasta lítilræði sem þeir þurfa að gera.   Það fer að styttast í það að bankar taka fyrir það ef starfsmaður er spurður um það hvernig vinna sé.


Vilhjálmur, álit borgarlögmanns og restin af borgarstjórnarflokkinum

Allt uppistandið í kringum Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson er vegna þess að fram kom í skýrslunni um REI málið að umboð borgarstjóra væri óljóst.   Þá fara fjölmiðlar að spyrja Vilhjálm hvort hann hafi leitað álit borgarlögmanns.   Það hafði hann ekki gert en ætlar að kjafta sig út úr þessu.    Mér er það mjög til efs að borgarstjórar hafi fengið formlegt umboð borgarlögmanns þegar þeir skrifa undir pappíra, hvorki stóra né smáa.    Þeir hafa borgarstjórn á bak við sig sem svo samþykkir gjörninginn.    Mér er það til efs að sótt hafi verið álit borgarlögmanns um umboð borgarstjóra til að selja hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun en það var þó stærri biti en sá sem stóð í Vilhjálmi.

Það sem gerðist núna var að borgarstjórnarfulltrúar sjálfstæðisflokksins sáu að þetta var óvinsælt mál og hlupu í felur og skildu Vilhjálm berskjaldaðan eftir á víglínunni.   Það eru þeir sem eru helstu valdar þess að flokkurinn hefur orðið að hörfa aftur á víglínunni. 


Grátur vegna skuldatryggingaálags

Bankarnir gráta óskaplega vegna skuldatryggingaálags.     Þegar þeir voru að lána almenningi sín bestu lán þá var það á 4,15% vöxtum og fór fljótlega hækkandi í 5,1% og ofan á þetta bættust svo verðbætur upp á 4-6 %.  sem gerir í heildina.  Þetta gerir liðlega 11 % vexti.    Fjárfestingabankinn var þá að bjóða lán með innan við 4% sem voru nafnvextir án verðbóta.   Þetta var með álagi bankans,    Ég reikna með að hinir bankarnir hafi geta fengið erlend lán á svipuðum kjörum og Fjárfestingabankinn.    Ekki höfðu þeir áhyggjur af „Skuldatryggingaálagi“ okkar almúgans.   Eigum við að leifa þeim að gráta í öxlina okkar, eða kannski hafa þeir er enn borð fyrir báru, því þeir hafa einnig snar hækkað vextina til okkar og virðast enga samúð hafa með okkur.    Þetta minnir mig á sögu sem var eitt hvað á þá leið.   Fyrst komu þeir og tók kommúnistana og ég yppti öxlum.   Svo komu þeir og tóku gyðingana og ég yppti öxlum.   Svo komu þeir og tóku fatlaða og ég yppti öxlum.  Svo komu þeir og tóku .............   og ég yppti öxlum.   Svo komu þeir og tóku mig og þá var enginn eftir.     Eigum við að hafa samúð með þeim sem hafa matað krókinn svo um munar, með miljónir á mánuði og einn fékk 90 milj. í starflokasamning eftir að hafa komið einum bankanum næstum því á hausinn

Umburðalyndi í trúmálum

Það er skrítin afstaða öfgasinnaðra múhameðstrúarmanna að krefjast umburðalyndi gagnvart múhameðstrú en hafa svo ekkert umburðalyndi gagnvart rit- og tjáningarfrelsi vesturlanda.

Öfgatrú er alltaf til vandræða hvort heldur það er Múhameðs-, kristin-, gyðinga- eða stjórnmálatrú.   Múhameðstrú er að stofni til umburðalynd.  Á hinum myrku miðöldum þegar öfgatrú og þröngsýni stjórnaði kirkjunni þá var ríkjandi umburðalyndi og blómatími í arabaheiminum.  Nú er þessu öfug farið, þar sem öfgatrú er ríkjandi bæði í arabaheiminum og Ísrael.

Ættu ekki öll blöð í vestur Evrópu birta þessar myndir af og til, þangað til þetta öfgafólk hefur yfirgefið löndin, eða farið að átta sig á því að rit- og táningafrelsi er ein verðmætasta eign hvers frjáls einstakling 


Tímanna Stjórnmála Tákn

Það er tímanna tákn að einn heiðarlegasti stjórnmálamaður síðara tíma, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem treysti nánum samstarfsmönnum sínum í REI málunum.    Þeir fóru á bak við hann í tálsýn að skjótum gróða og nú sitja þeir sem fastast við kjötkatlana, en Vilhjálmur situr fastur í gapastokknum

FL, Hannes og REI

Þegar REI málið var í uppnámi, þá stóð fyrir dyrum mikilvægur fundur á vegum FL Group í London.  Menn voru þá að leiða getum að því, að mjög lægi á því að klára þyrfti REI málið til að bjarga Hannes fyrir þennan fund.   Þessu var þá staðfastlega neitað, en síðan hefur komið í ljós að dagar Hannesar hjá FL Group eru taldir,  FL Group lenti inn á gjörgæslunni hjá Jóni Ásgeiri og samkvæmt skýrslu Svandísar Svavarsdóttir þá er aðkoma FL Group nokkuð sérstök svo ekki sé meira sagt.   Ætli það eigi ekki eftir að snúa einhverjum steininum við

Framhleypni karla í stjórn fyrirtækja

Það var skrítið að sjá Markaðsfréttirnar þriðudaginn 5. feb á stöð 2.  þar sem talað var við tvær framá konur í atvinnulífinu.    Fyrr í fréttatímanum var var sýnt af sprengidegi í barnaskóla þar sem fréttamaðurinn var að reyna að ræða við nokkrar  stúlkur borða saltkjöt og baunir, en strákarnir voru alstaðar í kríng að reyna að troða sér inn á myndarammann.   Það sáust stúlkurnar aldrei gera.   skyldi þetta vera raunsönn lýsing á ástandinu sem forvígiskonur atvinnulífsins ræddu um mun kynjanna í atvinnulífinu, en tóku ekkert á hegðunarmynstri kynjanna, þ.e.a.s. á mun á framhleypni kynjanna,   nema ef vera skyldi að karlmenn ættu nú að nota sína framhleypni til að draga konur inn í stjórnir fyrirtækna.   Þær ætla að bíða eftir að karlmenn geri eitthvað.

Tjónakostnaður í tíð Tjarnarkvartettsins

Mjög hefur það verið rætt í fjölmiðlum um kostnaðinn vegna uppkaupa nokkurra gamalla húsa við Laugarveg.

Þegar Tjarnarkvartettinn tók við, þá var það þeirra fyrsta verk að sópa mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrabrautar út af borðinu.   Umferðatjóna á höfuðborgarsvæðinu kosta á hverju ári rúmlega 12 milljarða.   Á þessum 102 dögum sem Tjarnarkvartettinn ríkti, hefur tjónakostnaðurinn verið 3,3 milljarðar og hvað skyldi stór hluti þess hafa verið á gatnamótum Miklu- og Kringlumýrabrautar?   Skyldi kostaður borgarbúa af Tjarnarkvartettnum ekki verið meiri en 600 millj. sem fóru í  húsakaupin.


« Fyrri síða

Um bloggið

Kristinn Sigurjónsson

Höfundur

Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson

Hef mikinn áhuga á stjórnmálum, en held mig á hliðarlínunni og leyfi mér að finna að öllu og öllum.

kristinnsig@netscape.net 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...birna
  • Wernerssonum líklega úthýst
  • ...rlag_730803
  • visitolur_3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband